Vera - 01.05.1994, Qupperneq 12

Vera - 01.05.1994, Qupperneq 12
„ÞAÐ ER HÆGT AÐ DÆMA FEGURÐ EINS OG HVAÐ ANNAГ luti dómnefndar Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri Morgun- blaðsins hefur setið í dómnefnd Ungfrú Is- lands keppninnar í níu ár. Vera lagði nokkrar spurningar fyrir hann um reynslu hans af dómnefndarstörfum og viðhorf til fegurðar- samkeppni. Hvers vegna ert þú í dómnefndinni? - Ja, ég var beðinn um það. Það stendur í Vikunni í fyrra að dómnefndin sé máttarstólpi samkeppni sem þessarar og því sé miki/vœgt að í hana veljist fólk sem hef- ur verulega reynslu og þekkingu á eðli slíkrar samkeppni og e. t. v. ekki síst því sem bíður sig- urvegarans á erlendri grundu. Ert þú sá hœf- asti? - Það er náttúrlega erfitt að dæma um það hvort maður er hæfastur en ég var beðinn um þetta fyrir mörgum árum síðan. Ég ætlaði að vera í þessu i eitt eða tvö ár, en þegar maður er farinn að þekkja á þetta er leitað til manns aft- ur og aftur. Ég er kominn með mikla reynslu í að starfa við svona, þannig að það er kannski þess vegna sem ég er orðinn kannski hæfari en ella til þess. Maður verður að öðlast reynslu í þessu eins og öðru. Ertuþá búinn aðþróa fegurðarsmekkþinn? - Nei, nei það er ekkert spuming um það, þetta er svona eins og hvað eina sem menn fást við, eftir því sem menn eru lengur öðlast þeir meiri reynslu til að starfa við það. Hvernig vinnur dómnefndin? - Hún fylgist með æfingum stúlknanna nokkum tíma á undan, í þessu tilfelli í u.þ.b. hálfan mánuð, og síðan em tekin svona tutt- ugu mínútna viðtöl við hverja einustu stúlku til að reyna að átta sig á karaktemum, hvað þær em vel undirbúnar til að fara til útlanda til dæmis, við emm alltaf að „sirka“ soldið á það. Hvernig þær geta spjarað sig úti. Hvað spyrjiðþiðþœr um? _ - Allt milli himins og jarðar. Þetta er ekki stað- ;§ reyndayfirheyrsla heldur spinnst þetta í kring- | um áhugamál þeirra og bakgmnn, hvaðan þær .< em, í hvaða námi þær em og hitt og þetta. C/3 -o v- Er þetta þá hœfúeikakeppni í leiðinni? B - Nei, ekki þannig lagað. Við erum reyndar ‘O líka að leita að hæfileikaríkum stúlkum, það er engin spurning. Við emm að leita að því hvort þær séu undir það búnar að fara til útlanda og taka þátt í keppni og sitja þar fyrir svöram gegn erlendum dómurum. Er þetta launað starf? - Nei, þetta er ólaunað. Ég hef gaman af þessu, maður kynnist alltaf nýju og nýju fólki. Hvernig er hœgt að dœma fegurð? - Ja, þetta er bara smekkur manna, það er hægt að dæma fegurð eins og hvað annað. En er hœgt að deila um smekk? - Já auðvitað, þetta em bara skoðanir þeirra sem em fengnir til þess að velja þetta hverju sinni og það er óskaplega erfitt að svara svona spumingum. Hver er tilgangurinn með fegurðarsamkeppni? - Ja, ég veit ekki hvort ég eigi nokkuð að vera að svara því. Hver ætti þá að svara því? - Ég lít á þetta sem mjög þroskandi fyrir þessar stúlkur sem taka þátt í þessu. Hvernig þá? - Ja, ég bara sé það. Við kynnumst þeim þegar þær em að byrja í þessu og síðan þegar þessu líkur. Ég veit ekki um neitt dæmi þess að þær hafi ekki þroskast mikið á þessu, lært mikið og styrkst á allan hátt bæði á líkama og sál. Sýnir þetta ekki hvað stúlkur eru afskiptar í uppeldinu og skólakerfinu ef þœr þurfa að fara í svona keppni til að öðlast sjálfsöryggi? - Nei, ég held að hver einasti sem tæki þátt í svona myndi þroskast á því, það er ekki spurn- ing um skóla. Hefur þú þroskast mikið á því að vera í dóm- nefndinni? - Já ég hef gert það. Hvernigfmnur þú það? - Maður þroskast á hverju sem maður tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er að vera í dóm- nefnd eða annað. Það skiptir semsagt engu máli hvað maður gerir, maður þroskast alltaf ?

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.