Vera - 01.05.1994, Side 22
„ÞETTA ER
ALVÖRU BISSNESS"
Margar okkar telja hann hafa aukió kon-
um meira sjálfstraust og þor en allt okkar
kvenréttindabrölt. Heiðar Jónsson hefur
helgað líf sitt konum og fegurð kvenna,
allra kvenna. „ Við eigum að sannfœra
fólk um að við erum jafn falleg og við
ákveðum sjálf því fegurðin kemur innan
frá
Hver er þá tilgangur feguröar-
samkeppna?
- Tilgangurinn var annar en nú.
Kvenímyndin fyrir tíma kvenréttindabar-
áttu var allt önnur og sú hugsun sem þá
var að baki fegurðarkeppnum myndi
konum í dag þykja niðurlægjandi. Síðan
hafa þessar keppnir snúist upp í það að
vera atvinnumöguleiki og stúlkumar em
með það í huga að ná sér í vinnu í tísku-
heiminum eða sýningabransanum.
En nú segja margar stelpur
sem hafa veriö í þessu að feg-
urðarsamkeppni og fyrirsætu-
keppni sé tvennt ólíkt!
- Það er rétt en fegurðarsamkeppni er í raun
fyrirsætukeppni líka og nú er þessi sýninga-
bransi orðinn svo miklu stærri en bara fyrir
tískusýningarstúlkur - og þetta er náttúrlega
stökkpallur fyrir svo margt annað. Það sem Is-
lendingar misskilja endalaust í sambandi við
fegurðarsamkeppni er að þeir halda alltaf að
það sé verið að velja voða sæta stúlku fyrir Is-
land og Islendinga. Dómnefnd er uppálagt að
spekúlera í því hvort þessar stúlkur nái langt í
erlendum keppnum. Þetta er alvöru bissness og
það er ekki verið að velja litla sæta stúlku sem
hugnast Gróu í Eskihlíð 5.
Er okkur Gróu ekki m.a. sagt að
verið sé a& velja stúlkur sem geta
selt fisk?
- Jú, en þær þurfa jú að komast í toppsæti til
þess. Þær Hófí og Linda eru með þekktari ís-
lendingum og þetta er náttúrlega gífurleg land-
kynning þegar svona vel tekst til og mikill
sómi að.
Er þetta æskileg landkynning?
- Mjög svo, vegna þess að hér býr gífurlega fal-
legt fólk og það vekur athygli víða um heim
hvað stúlkunum okkar gengur vel, meira en all-
ar íþróttakeppnir. Ahorfendur sjá að hér eru
ekki neinir molbúar, eskimóar eða þriðjaheims
fólk, heldur eru það þessar glæsilegu stúlkur
sem birtast á skjánum. Og þá vakna spumingar
eins og „hvar er þetta Island?" Þessar stúlkur
Hciðar Jónsson
Ljósm. Jim Smart
koma vel fyrir, tala yffrleitt fullkomna ensku
og sýna að hér býr hámenntað fólk, þannig að
ég held að fólk fari að spekúlera í menningu
okkar.
Hér er alvara að baki undirbúningi fegurð-
ardrottninga. Þó þær fari í dálítið mikla megrun
þá læra þær óskaplega mikið um líkama sinn.
Undirbúningurinn er þannig menntun út af
fyrir sig, sem þær búa að alla ævi.
Það sem fegurðarsamkeppni er fyrir mér er
í rauninni hægt að taka saman í svolitla sögu.
Eg þekki til stúlku sem var fúlltrúi sinnar sýslu
í Ungfrú Islandskeppni fyrir nokkrum árum.
Hún vann þá sem þjónn á veitingahúsi og var
með strák sem barði hana alltaf þegar hann var
fullur. Að keppninni lokinni fór hún aftur
heim, hringdi í piltinn og bað hann að ná sér í
aðra dömu til að berja. Hún var bara með
grunnskólapróf en fór þama stuttu síðar utan í
listnám, gerðist svo tungumálakennari í fram-
haldsskóla að þeirri dvöl lokinni. Þar sá hún
hvað hún gat og núna er þessi stúlka í háskóla-
námi í Bandaríkjunum. Hún sagði við mig, „ef
ég hefði ekki farið í þessa keppni þá væri ég
þriggja bama móðir og væri komin í uppvaskið
þama á veitingastaðnum, af því að ég væri
alltaf blá og marin. Eg hefði aldrei rifið mig
upp úr þessu“. Þama kemur nefnilega hin
hliðin á fegurðarsamkeppnum. Það er breytt
viðhorf stúlkunnar til sjálfrar sín og auknar
kröfúr til lífsins.
Þetta segir nú kannski meira
um þjóðfélagið heldur en feg-
urðarsamkeppnina?
- Já, það gerir það nefnilega og ástæðan
fyrir því að ég styð þessa keppni liggur í
þessari sögu. Og ég hef þekkt óskaplega
mikið af svona stelpum, sem hafa verið
lauslátar og ekki vandar að virðingu
sinni og farið í þessa keppni og tekið
algjömm stakkaskiptum.
En fyndist þér ekki æskilegt aó
þetta uppeldi færi fram annars
staðar?
- Það væri mjög æskilegt að þessi útlits-
þjálfun færi fram í skólunum, fyrir bæði
kynin. Þetta er nú svolítið að breytast.
Þeir fyrirlestrar sem ég hef verið með í
skólunum byggja svolítið á því.
En hver ókveður ab hvers kon-
ar útliti skuli leita í hvert sinn?
- Eigendur keppninnar á Islandi eru al-
ráða hvað það varðar. Það væri náttúr-
lega mikill plús ef það væri eins og í Venesúela
þar sem ríkisstjórnin ákveður þetta. Ungfrú
Venesúela mætir á Ungfrú heims-keppnina í
forsetaþotunni ásamt 20 manna starfsliði og ef
hún vinnur er frídagur og hátíðisdagur í heima-
landinu við heimkomu hennar. Svona er þetta í
allri Suður-Ameríku, þeir skilja hvað það felst
mikil landkynning í þessu.
En ef hún tapar?
- Þá heyrist ekkert ógurlega mikið. En þú sérð
hins vegar að ungfrú Venesúela er alltaf í úr-
slitum, það er lagt það mikið undir og þær em
mikið þjálfaðar. Þetta segir okkur að þessar
spænskumælandi þjóðir fylgjast óskaplega
grannt með þessu og þaó em því milljónir sem
horfa á fegurðardrottningu íslands þegar hún
birtist á skjánum sem sigurvegari.
En hvab segirbu um þessar feg-
urbarímyndir sem síast inn hjó ung-
lingsstelpum ó vibkvæmum aldri?
- Þarna kemur í raun engin fegurðarímynd í
gegn. Og fólk er alltaf að gera sér betur grein
fyrir því að fegurðin kemur innan frá og ytri
fegurð sem hægt er að hafa laun fyrir er annað.
Heldurðu ab stelpur ó vibkvæmum
aldri skilji þarna ó milli?
Ja, já, stelpur em mikið meira að spekúlera í
sinu persónulega útliti heldur en að apa eftir
eða dreyma svona drauma. En svo em sumar
sem hafa áhuga á þessu og þá er mjög eðlilegt
að þær eignist sínar fyrirmyndir. Utlitsbransinn