Vera - 01.05.1994, Síða 26

Vera - 01.05.1994, Síða 26
BARNLAUSAR Starfskröfur sem gerðar eru til sérmenntaðra kvenna eru greinilega svo miklar að margar þeirra hafa ekkert af- gangs til þess að ala upp bam. Þriðja hver kona með langt sémám að baki er bamlaus 35 ára að aldri, að því er kemur fram í nýbirtri skýrslu dönsku Hagstofunnar um fæðingar á níunda áratugnum. Þetta er fýrsta skýrsla í heiminum þar sem kemur fram hverjar það eru sem eignast böm og hverjar eignast ekki böm. Þar að auki eru þama upplýsingar um karlmenn, bæði feður og þá bamlausu. Fram að þessu hafa safntölumar aðeins greint frá þeim karlmönnum sem löglega eru giftir bamsmæðrum sínum. „Það sem vekur mesta athygli er hve hlutfallslega margar 35 ára sér- menntaðar konur eignast ekki böm. Starfskröfurnar eru miklar og bendir ýmislegt til að það valdi mestu um þetta. Allt annað er uppi á teningnum með 35 ára karlmenn sem stundað hafa langt sémám. Þeir eiga ekki færri börn en aðrir, vafalaust af því að konur þeirra eru oft með minni sérmenntun,” segir Lisbeth Knudsen, fulltrúi dönsku Hagstofunnar, en hún hefur skrifað skýrsluna. MENNTAKONUR ÁSKRIFENDA HAPPDRÆTTI VERU Um þessar mundir efnir VERA til áskrifendahappdrættis. Þann 10. júní n.k. verður dregið úr GREIDDUM áskriftum og öllum nýjum. Það getur því borgað sig að gerast áskrifandi og greiða Veruna sína á gjalddaga. Margir veglegir vinningar em í boði, eins og meðfylgjandi listi sýnir. 1. vinningur: DBS CLASSIC - ekta kvenhjól með fótbremsu frá FALKANUM. Hjólið er 7 gíra, með breiðum dekkjum, breiðu gormasæti, álgjörðum og ryðfríum brettum. Hjólið er fullbúið, þ.e. með Ijósum, standara, bjöllu, lás og stórri körfu. Verðmæti kr. 47.900,- 2. vinningur: Flugfar til írlands fyrir 1 (auðvitað báðar leiðir), á tímabilinu 27.06. - 01.08. '94. Brottfarir em vikulega á þessu tímabili. Verðmæti kr. 25.000.- 3. vinningur: Ferð með Norrænu til Danmerkur og heim aftur þaðan, eða fráNoregi, átímabilinu 21.07. - 01.08. Gildir íyrir einn. Verðmæti kr. 26.000,- 4.-7. vinningur: Nærfataúttekt hjá Heildverslun M. Magnúsdóttur að andvirði 8.000. 8.-17.vinningur: Bókin Orðsnilld islenskra kvenna frá Máli og menningu. HJÓLAÐ UM ÍRLAND NÝR SPENNANDI FERÐAMÖGULEIKI Þar scm áskrifendahappdrætti VERU býður nú Jónas Þór tónlistarmaður mcð þessum ferðum bæði hjól og írlandsferð í vinning fannst okkur en hann fór í íyrra. „Allar móttökur voru sér- tilvalið að benda á nýstárlegar ferðir sem boðið staklega alúðlegar og á fyrsta kvöldi var okkur er uppá hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Um er afhent ítarleg upplýsingamappa yfir það svæði, að ræða hjólreiðaferðir um Qögur héruð írlands. Svona ferð hentar jafnt fjölskyldum sem einstaklingum. Farþcgar eru sóttir á flugvöllinn í Dublin og ekið til Borris, skammt frá Kilkenny. Hjólað cr eftir sveitavegum milli þorpa og gist á nýjum stað á hverju kvöldi. Að sjálfsögðu eru sögustaðir og annað markvert skoðað í ferðinni. Ferðalangar geta notið sveitasælu og skoð- að írskt mannlíf jöfnum hönd- um. Farangur er fluttur milli staða. í ferðabæklingi Sam- vinnuferða-Landsýn mælir sem við höfðum ákveðið að ferðast um“, segir Jónas. Inni- falið í leigunni var allur útbún- aður og ný hjól, kort og hjálm- ar. Og Jónas tckur fram að það I er ekki þörf á að vcra vanur hjólreiðamaður til þess að takast ferð sem þessa á hendur. Hver vegalengd sem farin er, er ekki nema 20 - 40 kílómetr- ar og það er nógur tími til þess m að fara rólcga. Morgunverður og gisting í heimagistingu cru innifalin í verði. „Okkur leið eins og viö værum í heimsókn hjá vinafólki“, segir Jónas Þórir.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.