Vera - 01.05.1994, Side 34

Vera - 01.05.1994, Side 34
að mörgu leyti sé erfitt að slíta sig frá landsmál- unum. Fyrir ijórum árum vildi listinn þetta ekki, en núna kom upp umræða og við vorum ekki allar sammála um hvað bæri að gera. Loks bar löngunin til að kollvarpa veldi sjálfstæðis- manna allar úrtölur ofurliði. Það hefur alltaf borið á ótta hjá Kvennalistakonum við að ganga til samstarfs við gömlu flokkana. Sá ótti er ekki ástæðulaus en þetta „púrítanska“ viðhorf má ekki verða svo þrúgandi að við glutrum niður möguleikum okkar. Kvennalistinn verður að vera flokkur sem þorir að skapa sínar eigin kringumstæður og vegna þessa sköpunarkrafts gekk ég til liðs við listann. Það er mikill drifkrafitur fyrir einstakling að starfa í pólitík og ég fæ hvergi þessa útrás fyrir athafnasemi mína nema þar. Eg er ekki ástríðupólitíkus í þeim skilningi að ég lifí og hrærist i sjálfum leiknum, ég hef á hinn bóginn þörf fyrir að leggja mitt af mörkum til að stöðug hugmyndafræðileg endurnýjun megi eiga sér stað. En líkt og leikari á sviði er ég með í sýn- ingunni og fer með mitt hlutverk af öllum þeim krafti og þeirri tilfinningu sem ég á til. En inni á milli koma tímabil þar sem við sitjum fastar í sama farinu og komumst ekki áfram, ég fer að endurtaka mig og næ ekki sam- bandi við mig sjálfa. Þá sígur úr mér orkan, ég get orðið slappari og pirraðri en orð fá lýst og ósátt við sjálfa mig. En yfirleitt finnst einhvers staðar kimi þar sem hægt er að grúska og grafa upp nýja og nýja sýn á sömu hlutina. En þegar ekki má lengur hugsa upphátt og vera lifandi í hverju viðfangsefni fyrir sig er hræðilegt að starfa í stjórnmálum. Þá verða þau eins og hver önnur fabrikka. I raun og veru eru baráttumálin sígild. Konur í Rauðsokkahreyfingunni vildu sjá sömu hlutina gerast og konur í Kvennalistanum. En um leið og snúið er upp á sjónarhomið fer fólk að sjá það sem því var hulið áður og heyra það sem það ekki heyrði. Það er því ekki að ósekju sem að ég líkti stjómmálum við bókmenntir og listir því allt þetta gengur í gegnum stöðuga endumýjun án þess þó að forsendumar breytist fyrir sjálfri listsköpuninni.“ Lesendum er látið eftir að geta sér til um hvenær Ingibjörg Sólrún hnyklaði brýmar, hall- aði sér íhugul fram, fékk sér drjúgan sopa af kaffinu. Það vannst heldur ekki tími til að lýsa sófasettinu eða eiginmanninum, köttunum eða börnunum. Hin sígilda spurning um hver eldar matinn og þvær upp diskana verður að vera leyndarmál nú sem fyrr. En hitt dylst engum að hún er eldhugi á sviði stjómmála, kona sem markar spor í söguna. n Hefurþúséð LlV í dag?

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.