Vera - 01.05.1994, Side 35

Vera - 01.05.1994, Side 35
NAMETTIMH Esther Kassakpo er ein þeirra kvenna sem Amnesty Intemational vill vekja athygli á í herferð samtakanna gegn „mannshvörfum“ og pólitísk- um morðum. Ein leið til að koma í veg fyrir mannréttindabrot er að draga ábyrga aðila fyrir dómstóla. Itarlegar rannsóknir á öllum brotum eru mjög mikilvægar. Fórnarlömbin, aðstandendur þeirra og samfélagið allt þarf að vita sannleikann. Amnesty International vill að ríkisstjómir geri fulla grein fyrir hverju „mannshvarfi“ og hverju pólitísku morði og dragi hina seku íyrir dómstóla. Samtökin fara einnig fram á að yfirvöld greiði fórnarlömbum og aðstandendum þeirra skaðabætur. Esther Kassakpo var 25 ára gömul þegar hún var drepin. Hún vann sem sölukona í Lomé, höfuðborg Tógó í Vestur-Afríku. Hún var einnig félagið í kvenna- samtökum sem hafa verið mjög virk í lýðræðishreyfing- unni í Tógó. Þann 25. janúar 1993 var Esther Kassakpo ein íjölmargra sem tóku þátt í friðsamlegri mótmælagöngu í Lomé. Mót- mælagangan var skipulögð af stjórnarandstöðunni. Öryggissveitir hófu að skjóta á mótmælendur, án þess að gefa nokkra viðvörun. Vitað er að 19 manns féllu og a.m.k. 50 hlutu skotsár. Saksóknari ríkisins skipaði að líkskoðun skyldi fara fram á hinum látnu til að komast að dánarorsök. Niðurstöður hafa enn ekki verið birtar og engin opinber rannsókn hefur farið fram á þætti öryggissveitanna í þessum atburðum. Alitið er að ljöl- skylda Esther Kassakpo hafi flúið land til að forðast frekara ofbeldi. Að minnsta kosti 250.000 Tógóbúar eru flóttamenn, flestir í nágrannalöndunum Ghana og Benin. Lesendur Veru eru hvattir til að skrifa kurteislega orðuð bréf til stjónivalda í Tógó og fara frarn á að rannsókn verði gerð á þeim atburðum sem leiddu til dauða Esther Kassakpo. Farið einnig fram á að hin- ir ábyrgu verði látnir svara til saka og mótmælið pólitískum morðum og „mannshvörfum“ í landinu. Póstfang: Général Gnassingbé Eyadéma Président de la République Palais présidentiel Avenue de la Marina Togo StuSningsmenn Reykiavíkurlistans, sem verða að heiman á kjördag, 28. maí: Utankjörfundarkosning vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hófst þriðjudaginn 5. apríl oa fer fyrst um sinn fram á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð ó, frá kl. 9:30 til 15:30 virka daga. Reykvíkingar, sem verða ekki heima á kjördag, 28. maí, geta kosið utan kjörfundar á ofanareindum tíma með jbví að rita listabókstafá atkvæðaseðil sinn. Reykjavíkurlistinn hefur óskað eftir því að bókstafurinn R verði einkennisstafur listans. Stuðningsmenn Reykjavíkurlistans skrifa R á kjörseðilinn! REYKJAVÍKUR LISTINN Laugavegi 31 - Simi 15200- Bréfasími 16881 Athugið að voglmar séu rétt stilltar þegar þlð versllö. LÖGGILDINGARSTOFAN Síöumúla 13, Reyk|avðc tSml 91-681122 Námskeið í MATREIÐSLUSKÓLANUM OKKAR Kökuskreytingar Hlaðborð fyrir ferminguna Smurt brauð Sælgæti með kaffinu Fiskréttir Pinnamatur og smáréttir Gerbakstur ð Grillréttir og meðlæti / og margt fleira yg MATREIOSLUSKÓUNN KKAR Bæjarhrauni 16 Hafnarfirði, s: 653850

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.