Vera - 01.05.1994, Qupperneq 36
KONUR I
SVEITARSTJÓRNUM
Þurfa konur að vera súperkonur til að geta
starfað að sveitarstjómarmálum? Með harðan
skráp svo þær kippi sér ekki upp við það þótt
fjölmiðlar afskræmi þær, karlamir hlusti ekki á
þær og steli frá þeim málum? Finnst konum
þægilegra að starfa í nefndum þar sem aðrar
konur em fyrir? Beita konur öðmm aðferðum
en karlar? Geta konur unnið meira saman þvert
á flokkslínur? Þessum spumingum og ýmsum
fleiri var varpað fram á fundi um konur í sveit-
arstjómum sem haldinn var 13. apríl síðastlið-
inn.
Það er staðreynd að konur í pólitík leggja á
sig þriðja starfíð, fyrir utan launaða atvinnu og
húsmóðurstörf bætast að meðaltali 15 stundir á
viku sem þær sinna sveitarstjómarmálum.
Konur þyrpast ekki aðeins í sérstaka mála-
flokka, heldur vilja vinna með öðrum konum.
Þetta kom m.a. fram í erindi Stefaníu Trausta-
dóttur félagsfræðings Jafnréttisráðs en fmm-
mælendur auk hennar voru Katrín Gunnars-
dóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vett-
vangs, Elín G. Ólafsdóttir fyrrverandi borgar-
fulltrúi Kvennalista og Kristjana Bergsdóttir
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Seyðis-
firði. Allt em þetta konur sem hafa mikla
reynslu af starfi í stjóm sveitarfélaga og höfðu
því af nógu að miðla til fundarkvenna. Fundar-
stjóri var Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins á Akureyri sem benti á þá
dapurlegu staðreynd að það væri fátt sem benti
til þess að konur í sveitarstjómum yrðu fleiri á
næsta kjörtímabili en þær eru nú.
Konur í framboði ijölmenntu á fúndinn og ein
taldi að frummælendur hefðu frekar talið úr sér
kjark en hitt. Flvorki Katrín, Ólína né Elín eru í
framboði við komandi kosningar. Katrín sagði
að sér hefði verið hafnað af kjömefnd Sjálf-
stæðisflokksins, en hún lenti í 17. sæti í próf-
kjörinu en var boðið 22. sætið og hafnaði því.
Hún lagði áherslu á að konur hefðu annan
stjómunarstil og ættu erfíðara með að fylgja
ströngum flokksaga. Fundarkonur klöppuðu
fyrir henni þegar hún sagði að það væri missir
af sér í pólítík. Ólína Þorvarðardóttir sagði m.a.
að stjórnmál væru kviksyndi fyrir konur og
völdin hörfuðu undan og séð frá sjónarhóli
kvenna virtust þau hafa eiginleika skuggans.
Kvennasamstaða er ekki sjálfgefm að hennar
mati og samkeppni og rígur stendur konum fyr-
ir þrifum. Elín G. Ólafsdóttir sagði m.a. að
konur þyrftu ekki að læra lögmál klíkuskapar-
ins, en yrðu að kunna að takast á við þau. Hún
sagði að borgarstjórn væri málþing, því búið
væri að taka allar ákvarðanir fyrirfram. Elín
ítrekaði að konur gæti unnið þvert á flokks-
böndin og að Kvenréttindafélagið ætti að gegna
lykilhlutverki þar. Kristjana Bergsdóttir vildi
stofna landssamtök kvenna um sveitarstjómar-
mál byggð á kvennahreyfíngum innan flokk-
anna. Þessi landssamtök yrðu samskiptanet
kvenna, þekkingarbanki og upplýsinganet.
Kvenréttindafélag Islands, Jafnréttisráð, Jafn-
réttisnefnd Reykjavíkur og Samband íslenskra
sveitarfélaga stóðu að fundinum en markmið
hans var að stuðla að sem mestum raunveruleg-
um áhrifum kvenna í stjórn sveitarfélaga og því
að konur í framboði geri sér grein fyrir mikil-
vægi þeirra áhrifa. Það sem frummælendur
miðluðu af reynslu sinni, sögðu frá vinnu-
brögðum, skipulagi og samvinnu kvenna í
sveitarstjómum sýndi hve konur eiga enn langt
í land í sveitarstjómum. a
RV
ISLANDSBANKI