Vera - 01.05.1994, Síða 41

Vera - 01.05.1994, Síða 41
Frú Sundaram ásamt Sudha dóttur sinni og Moksha bamabami sínu. meiri námshæfíleika en bróðir hennar er henni innprentað að hún hafí ekkert uppúr því að læra. Eg kenni ekki bara körlunum um þetta ástand, eldri konur eru einnig oft mjög tortryggnar og vinna beinlinis gegn því að stúlkur fái að mennta sig og taka óafvitandi þátt í að viðhalda þessu ástandi.“ Þær þekkja ekkert annað! „Nei og þess vegna er svo mikil- vægt að mennta stúlk- ur þannig að þær ali dætur sínar ekki upp á sama hátt. Olæsi er eitt stærsta vandamál- ið. Sá, sem ekki getur lesið, hefur ekki jafna stöðu á við aðra, er fullur minnimáttar- kenndar og getur ekki aflað sér upplýsinga og þekkingar og fínnst hann því ekki geta haft neitt að segja. En það þýðir ekki að leggja ein- ungis áherslu á bók- nám, eldra fólk er oft hrætt við bækur. Þess vegna leggjum við áherslu á að kenna þeim einnig munn- lega, t.d. um næringu, heilbrigði og hreinlæti og hver réttur þeirra er, að lifið sé dýrmætt og þær eigi ekki að þurfa að líða fyrir kyn sitt. Ofbeldi gagnvart kon- um innan veggja heimilisins er mikið, en það hefúr hingað til varla verið til í huga kvenna að þær geti skilið við eigin- manninn. Þótt þær geti ekki lesið þá hafa þær augu og því keyptum við sjónvörp fyrir fræðslumiðstöðvamar. Karlamir voru ekki par hrifnir af því, héldu að kon- urnar myndu bara spillast. En þetta var gert og nú geta þær fylgst með því sem er að gerast í kringum þær, og horft á fræðsluþætti sem bæði ríkissjónvarpið í Dehli sendir út og svo svæðisstöðin. Þetta em þættir um hreinlæti, ljölskyld- una, lagaleg mál og mikið er af þáttum um næringarfræði sem fjalla um hvemig fá megi sem mesta næringu úr einhæf- um fæðutegundum. Nú eru líka sérstakir þættir fyrir óléttar konur, m.a. um nauð- syn þess að þær fái rétta næringu á með- göngunni. Konur sitja enn á hakanum hvað fæðuna varðar, fyrst borða karl- amir og síðan konumar það sem afgangs er. Þannig er þetta nú ennþá.“ Fræðslan skilar sér fljótt „Konur standa oft ráðalausar þegar eitt- hvað amar að börnunum og vita ekki að veikindin stafa oft af rangri næringu bamsins. Fræðslan er þó fljót að skila sér og konur eru almennt fljótar að kom- ast upp á lagið með að nýta sér þjónustu heilsugæslunnar. Eftir aðeins nokkra rnánuði komu þær sjálfar og sögðu mér frá sínum eigin sjúkdómseinkennum. Ég fékk þrjár konur, kvensjúkdómalækna úr Lionsklúbbnum mínum, til að koma með mér í þorpið einn laugardag, þær skoðuðu konumar og við komumst að því að rúnt 70% þeirra vom með sýkingu í móðurlífinu. Þessir læknar komu eftir þetta á hverjum laugardegi í fleiri mánuði og meðhöndluðu konurn- ar. Þú getur ímyndað þér kvalimar sem þær voru búnar að ganga í gegnum og höfðu tekið þeim eins og hverju öðru hunds- biti, eins og svo mörgu öðru.“ Er staða kvenna í borgunum eitthvað betri? „Já, hún er það að mörgu leyti því þar eru konur meira nienntað- ar og starfa við fjöl- breyttari störf. En það verður að skoða stöðu kvenna í dreifbýlinu. Það er aldrei hægt að gera sér í hugarlund þróun í neinu landi með því að horfa ein- ungis til borganna. Framfarir í sveitum era forsenda almennr- ar þróunar og konur verða að komast þar til áhrifa til að svo megi verða.“ Hvemig reynið þið að leiða körlunum fyrir sjónir að þetta leiðir til framfara sem þeir muni einnig njóta góðs af? „Þeir virða starf okkar þegar við höf- um sýnt þeim fram á hversu samfélagið allt hagnast á framforan- um. Margir yngri karlanna skilja það og era okkur þakklátir fyrir að aðstoða kon- umar. En margir mótmæla og telja að konur séu að fara inn á þeirra svið og séu að riðla því skipulagi sem viðgengist hefur, kynslóð fram af kynslóð. Þetta hefst þó hægt og bítandi með því að fínna réttu leiðimar. I einu þorpinu voru fjórar stúlkur sem ekki áttu að fá að fara í framhaldsskóla, fjölskyldur þeirra sögðust ekki hafa efni á því. Miðstöðin okkar lagði því út fyrir bókakostnaði og ég talaði við foreldra þeirra. Ein þessara

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.