Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 47

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 47
takanna, þar á meðal vændiskonur og félags- ráðgjafar. Starfsemin er styrkt af ríki og borg. Hydra er í landssamtökum vændiskvenna og í samvinnu við þau og Græningja hefur verið unnið að tillögum um breytingar á lögum sem lúta að vændi. Þessi vinna gengur hægt en ýmsar ástæður eru fyrir því. Hið tvöfalda siðgæði Vændiskonur segja mikinn tvískinnung ríkja hvað vændi varðar í þýsku samfélagi. Marg- ar skyldur hvíli á þeirra herðum en þær hafi lít- il sem engin réttindi. Vændi er löglegt í Þýskalandi en þriðji aðilinn, þ.e. melludólgur eða mellumamma, er ólöglegur. Þetta fyrirkomulag er líklega ætl- að sem vernd fyrir vændiskonur, en að mati þeirra vinna þessi lög gegn góðri starfsað- stöðu og öryggi vændiskvenna. Vændi er framtalsskylt og þeim sem það stunda er gert að borga skatt. Samt er vændi ekki viður- kennt starfsheiti, en það þýðir að vændiskon- ur geta ekki keypt sjúkra-, ellilífeyris- og at- vinnuleysistryggingar á réttum forsendum. Vændiskona sem fær ekki borgað fyrir veitta þjónustu getur ekki kært kúnnann. Aftur á móti nefna konurnar dæmi þar sem óánægður viðskiptavinur kærði hóru, þar sem hann taldi sig ekki hafa fengið þá þjónustu sem hann taldi sig hafa borgað fyrir. Auðvit- að vann hann málið! Margar stórborgir hafa bannað vændi í vissum borgarhlutum og jafnvel bannað götu- vændi með öllu. Þetta hefur leitt til þess að vændi hefur færst út fyrir borgarmörkin, í skógarjaðra og við hraðbrautir þar sem við- skiptavinir koma á bílum sínum og fá þjónustu í þeim eða í sérútbúnum bílum. Að sögn Hydrakvenna er þetta verra vinnuumhverfi fyr- ir hórur, t.d. er engin snyrtiaðstaða og ef kúnnarnir eru hættulegir þá er oft ekki um ná- læga hjálp að ræða. Heilbrigði vændiskvenna Samkvæmt lögum sem eiga að vinna gegn út- breiðslu kynsjúkdóma þá eru þeir sem eru lík- legir til að breiða þá út skyldaðir til þess að fara reglulega í læknisskoðun. Þessum lögum er beitt „gegn" vændiskonum einum. Þeim er gert að ganga með heilsufarsskírteini og öðru hvoru eru gerðar rassiur til að ganga úr skugga um að þær sinni „skoðunarskyldu". Þessar skoðanir eru kostaðar af opinberu fé, en ef viðkomandi er smituð þá verður hún að kosta meðhöndlun úr eigin vasa, þ.e. ef hún er ekki tryggð á fölskum forsendum. Kúnnarnir eru ekki skyldaðir til eins eða neins. Að sögn vændiskvennanna er það mjög umdeilt hvort þetta eftirlit hafi eitthvað að segja. Eina ráðið til að forðast kynsjúkdóma er að stunda ör- uggt kynlíf (og leita ekki eftir þjónustu sem þessaril). Sjálfar segjast þær alltaf nota verjur. „At- vinnan veltur á líkamlegu heilbrigði okkar." Að þeirra mati vinna vændiskonur frekar gegn útbreiðslu alnæmis og annarra kynsjúk- dóma þar sem þær setja jú smokkinn á karl- inn og kenna honum að nota hann. Móðir, kona, mella Sjálfar kalla þær sig hórur og finnst ekkert at- hugavert við þjónustuna sem þær veita. En hvernig er að vera hóra? Frá hvernig heimil- um koma þessar konur? Hvers vegna völdu þær sér þennan starfsvettvang? Margar spurningar vöknuðu hjá áheyrendum og flest svörin voru allt öðruvísi en þeir bjuggust við. Sú sem oftast hafði orð fyrir þeim sagði: „Þegar ég var í háskólanámi þá var ég blönk og fór að vinna við símavændi. Mér fannst þetta áhugavert og fór að vinna með Hydra. Síðar þegar ég var útskrifuð úr háskólanum langaði mig til að selja mig og hef gert það síðan." Astæðan fyrir starfsvali þeirra eru pen- ingar, en ekkert kvennastarf þar sem engrar menntunar er krafist, gefur meira af sér á jafn stuttum tíma og vændi. Tvær þeirra sögðust koma frá góðum kaþólskum heimilum en sú þriðja sagði ekkert frá persónulegum högum sínum. „Þetta er erfitt starf," sögðu þær og töldu upp alla kostina sem góð vændiskona þyrfti að hafa: Vera næm á líðan viðskiptavin- arins, þola líkamlega nálægð við ókunnuga, hafa viðskiptavit, þjónustulund og góða skap- gerð. Þegar spurt var hvort þetta væri skemmti- legt og gefandi starf, kom löng þögn og svar- ið var: „Stundum og stundum ekki!" Viðskiptavinirnir Hvers konar karlmenn eru það sem leita til vændiskvenna? Hydrakonur segja þá vera allskonar menn á öllum aldri og úr öllum stétt- um. En hverju skyldu þeir vera að leita eftir? Þýska kvenréttindakonan Alice Schwarzer skrifaði eitt sinn i blað sitt Emmu að karlmenn færu ekki til vændiskvenna vegna þess að þeir fengju enga aðra konu, eða að konurnar þeirra hefðu ekki áhuga á kynlifi. Hún segir þá vera að leita eftir einhverju sem þeir fá ekki annarsstaðar, þ.e. algjöru valdi og yfir- ráðarétti yfir „keyptri" konu. Eygló Ingadóttir, Berlín Utlit og teikningar: Hrafn Aki Hrafnsson, nemi i MHI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.