Vera - 01.05.1994, Síða 52

Vera - 01.05.1994, Síða 52
SOGUÞRAÐUR 6 K A F L I 32 MÆÐUR OG DÆTUR ófteiynu/n/n Q^óÁannei</ó\/ti/y Steinunn tekur við af Elísabetu Jökulsdóttur. 1 síðasta kafla tóku málin heldur óvœnta stefnu. Jórunn gamla stendur sigri hrósandi yfir séra Grími sem liggur á gólfinu í andaslitrunum, með ör í hjartastað. Olöf dóttir hennar hlustar þrumulostin á móður sína segja frá því hvernig sérann hafði neytt hana til samræðis við sig og barnað hana í tvígang. Síðar koma aðvífandi Guðmunda, afríski sölumaðurinn, Grímur óperusöngvari og Ijósmynd- ari. Þegar sjúkralið og Iögregla loks koma á vettvang er tilræðismaður- inn, Jórunn gamla, horfin. Geimver- ur þær sem búist var við að myndu lenda á Snæfellsjökli hafa haj't hana á brott með sér! - Jórunn ertu heima? Það var mamma hennar sem var í símanum. - Auðvitað er ég heima. Annars myndi ég ekki svara í simann. - Ég meina verðurðu heima? Ég þarf svo mikið að tala við þig. - Já, ég verð heima. Ég fer ekki langt frá sofandi baminu. Ætlarðu að koma alveg strax? - Ég kem í hvelli! - Hefur eitthvað komið fyrir, þú ert svo æst? - Já, það kom dálítið fyrir hana ömmu þína. Hún skaut hann afa þinn. Það lá við að Jórunn missti tólið. Hún hálfhrópaði: - Hvað ertu að segja?! Skaut hún amma afa minn? Hann Kalli afi er löngu dáinn! Ég hef aldrei átt neinn annan afa. - Þessi hét Grímur. - Mamma, ertu brjáluð?! - Ég ætla ekki að segja þér þetta í símann. Ég er að koma, sagði mamma hennar og kvaddi jafn óðamála og hún var í byrjun samtalsins. Jórunn lagði tólið á og fann gamalkunnan pirr- ing út í mömmu sína. Það var óþolandi hvemig hún átti það til að demba hlutum yfir fólk alveg fyrirvaralaust. Um hvað var hún eiginlega að tala? Að hún Jórunn amma hennar hefði skotið einhvem mann. Einhvem Grím? Hvernig í ósköpunum hefði það átt að geta gerst? Amma hennar, þessi góða og hægláta kona. Reyndar var hún orðin dálítið rugluð og utan við sig upp á síðkastið, enda orðin áttræð. En hvemig gat nokkur látið sér detta í hug að trúa því að hún gæti banað manni. Það hlyti þá að hafa verið í algjörri sjálfsvöm. Það hlyti að hafa verió slys. Og þó gat það ekki einu sinni verið slys. Amma hennar átti engin skotvopn. Það hlaut að vera mamma hennar, Olöf sjálf, sem var orðin rugl- uð. Jómnn fann að hendur hennar titruðu þegar hún tíndi til morgunverð handa sjálfri sér. Hall- steinn var farinn í vinnu fyrir löngu þótt það væri laugardagur. Hann neyddist til þess að vinna flestar helgar til þess að þau gætu staðið í skilum með lánin af íbúðinni. Hún var komin á fremsta hlunn með að hringja í hann en hætti við. Hvað átti hún líka að segja honum? Að amma gamla væri orðin morðingi! Hún settist við matarborðið, hellti AB mjólk- inni í skál og lét músl útí. Hún stráði nokkmm sykurkomum yfir og stakk upp í sig fyrstu skeiðinni en varð um leið gripin óstöðvandi hlátri. Mjólkin og múslið frussaðist út úr henni áður en hún gat tekið fyrir munninn. Henni svelgdist á þegar hún sá ömmu sína skyndilega fyrir sér með skammbyssuna á lofti eins og mamma Dagga í Daltonbræðrum. Hún hóstaði svo tárin komu fram í augun á henni þegar hún ímyndaði sér gömlu konuna fretandi út i loftið á hvað sem fyrir var, ógnandi öllu umhverfis sig. Þessi stillta og prúða kona, þessi bælda kona sem amma henn- ar var, gat hún virkilega búið yfir þvílíkum krafti? Eða var það reiði? Skelfing? Ótti? Hvað hafði eigin- lega komið fyrir ömmu hennar? Hana hafði einmitt dreymt hana ömmu svo undarlega. Eins og hún væri á annarri stjörnu. Svo langt í burtu. Farin. Dáin? Nei lifandi. Og eitthvað sem hún vildi segja. Hvað var það sem amma hennar vildi segja? Amma var stundum eins og í eigin heimi. Hún talaði við sjálfa sig. Hún var alltaf að vesenast með þessa lykla sína. Það var eitthvað sem var öðruvísi en það átti að vera. Þegar mamma hennar kom inn úr dyrunum fannst henni hún líka öðruvísi en hún átti að sér að vera. Hún var ómáluð og úfin og leit ekki út fyrir að hafa sofið mikið um nóttina. Hafði hún grátið? Eða drukkið of mikið? - Sestu mamma mín, sagði hún og ákvað að hafa ekki orð á slæmu út- liti móður sinnar. Ólöf var orðin mjög viðkvæm fyrir athugasemd- um um útlit sitt, hvort sem henni var hrósað fyrir að líta vel út, sem hún offast gerði, eða haft var orð á því að hún væri þreytuleg. Hún vildi engin komment á útlitið takk. - Viltu te eða kaffi? - Kaffi, svaraði mamma hennar og kveikti sér í sígarettu. - Mamma þarftu endilega að reykja svona snemma dags. Þú veist að ég vil helst ekki að það sé reykt hérna inni? - Ég verð að fá mér eina sígarettu. Ég er í svo miklu uppnámi. Er ekki Inga sofandi inni? Við opnum bara glugga. Jórunn fór og lokaði dyrunum inn til bamsins og ákvað að sýna móður sinni umburðarlyndi í þetta sinn. Hún fann fyrir hana öskubakka uppi i skáp og á meðan hún var að hella upp á könn- una byrjaði Ólöf að segja henni þá fáránlegustu sögu sem hún hafði nokkurn tíma heyrt. Amma hennar hafði ekki skotið mann til bana með byssu. Neeei. Hún hafði skotið eitraðri ör af boga í hjartað á gömlum presti. Boganum hafði

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.