Vera - 01.03.1995, Page 3
Um móðurást og kvennahreyfingu:
þema
Konur og kosningar 21-35
Hvað ber að gera - könnun Veru 21
Hugarfarsbylting forsenda breytinga 22-23
Starfsmat 24-25
íslenska pabbadrengjahagkerfið 26-27
Kvennapólitfkin á Alþingi 28-34
ísland í 26. sæti 35
Ég var svo Ijónheppin að alast upp T bullandi
kvennabaráttu rauðra sokka. Varí fyrsta bekk
í menntó haustið 1975 þegar konur lögðu
niður störf í einn dag til þess að undirstrika
mikilvægi vinnuframlags kvenna. Síðan hef
ég ekki læknast af því að horfa á heiminn
fyrst og fremst út frá sjónarhóli kynferðis.
Áherslan á eiginkonu og mæðrahlutverk-
ið hefur verið í fyrirrúmi í málflutningi
Kvennalistans í gegnum árin, mismikið að
vísu. Um tíma var þessi áhersla svo áber-
andi aöjafnvel varfarið aðtala um „mæðra-
hyggju", sérstakt afbrigði feminisma sem
einungis var praktíserað innan Kvennalist-
ans. Eftilvill er þetta skiljanlegt í litlu og eins-
leitu samfélagi eins og okkar þar sem lang-
flestar konur eignast þörn, burtséð frá því
hvort þær laöast kynferðislega að körlum
eða sínu eigin kyni. Áherslan á móðurina er
þó ekki einungis sprottin upp úr íslenskum
raunveruleika því tilvísan til móðurhlutverks-
ins er ákjósanlegt baráttutæki kvenna sem
notað er ósþart víða um heim. Friðarhreyf-
ingar á Vesturlöndum voru t.d. þéttskipaðar
konum sem kröfðust lífvænlegri heims fyrir
börnin sín og mæðurnar á Plaza de Majo
velgdu herforingjastjórninni í Argentínu und-
ir uggum. í „Suðrinu" þar sem kvennahreyf-
ingar eru nú víða í miklum uppgangi gera
konur kröfur til meiri menntunar og bættra
lífsskilyrða á þeim forsendum að bættar að-
stæður kvenna skili komandi kynslóðum
betur í stakk búnum til þess að takast á við
lífsbaráttuna. Hins vegar hefur það augljósa
vankanta að móðurhlutverkið sé í forgrunni
kvenfrelsisbaráttunnar. Þannig er aðalá-
herslan lögð á líffræðileg sérkenni kvenna
en eitt af aðalmarkmiðum kvennabaráttunn-
ar ætti auövitað fyrst og fremst að miöa að
því að losa konur undan því að vera skil-
greindar út frá móöurlífinu.
Undanfarin ár hafa áherslur kvenfrelsis-
baráttunnar á Vesturlöndum verið að breyt-
ast. í stað þess að einblína á hvernig líf-
fræðileg hlutverk kvenna afmarki þeim bás
innan samfélagsins og sé í raun undirrót
kúgunar og misréttis, er nú lögð áhersla á
margbreytileika og mismunandi þarfir
kvenna. Þetta gerir það að verkum að
kvennabaráttan verður að rúma konur með
ólíkar skoðanir og ITfsreynslu og býður upp
á endalausa möguleika til þess að draga
fram ólík viðhorf og lífssýn kvenna. Þessi
þróun hlýtur vissulega aö hafa áhrif á hug-
myndafræði og málflutning Kvennalistans í
framtíðinni og er kannski þegarfarin að gera
það. í það minnsta eru konursem skilgreina
sig fyrst og fremst sem mæður farnar að
kvarta yfir því að ekki sé lengur tekið tillit til
þarfa þeirra og skoöana. Að börnin þeirra
séu jafnvel ekki lengur velkomin á fundi og
það eigi ekki upp á pallborðið um þessar
mundir að tjá sig um móðurástina eins og
kom fram í síöasta pistli. Ég held nú að við
eigum nokkuð langt í land með það að út-
skúfa mæðrum úr Kvennalistanum, enda
værum við þá aö snúa baki við raunveru-
leika stærsta hluta Tslenskra kvenna. Hins
vegar held ég að þaö sé löngu tímabært að
leyfa fleiri blómum aö blómstra innan
kvennahreyfingarinnar, þó ekki væri nema
til þess að öll þau stúlkubörn sem eru að
vaxa úr grasi í dag fái þau skilaboð að þótt
það sé yndislegt að verða móðir sé það ekki
endilega göfugast þeirra hlutverka sem við
verðum allar að leysa af hendi ef við ætlum
að ná fullum þroska. Þetta er kannski líka
spurningin um að það sé ekki forsenda
þess að vinna með kvennahreyfingunni að
vera móðir, einstæð eöa í slæmu sam-
bandi.
Drífa Hrönn Kristjánsdóttir
fastir lióir
Leiðari 2
Pistill 3
Athafnakonan 9
Frumkvöðullinn 20
Amnesty International 51
Plús og mínus 53
Pistill Auðar Haralds 55
Úr síðu Adams 54
vi&töl
Komin T kosningaham 4-7
viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur
Milli tveggja heima 37-39
viðtal viö Þóreyju Sigþórsdóttur
Öryggi og umhverfisvernd 51
viðtal við Lilju Ólafsdóttur
Reynum aö gera okkar besta 45
viðtal við Andreu Sompit Siengboon
Heimurinn með augum kvenna 41
viðtal við Irene M. Santiago
Að ári fjölskyldunnar loknu 10-13
viðtöl við fjórar fjölskyldur
greinar
Mæörahyggjan heim til 42-43
móðurhúsanna
Mitt bros þitt bros 14-15
um málefni homma og lesbía
Kynbundinn launamunur 16-17
Könnun jafnréttisráðs
ýmislegt
bókadómar 49-50
leikhús 19
Unifem 52
fnisyfirlit