Vera


Vera - 01.03.1995, Page 4

Vera - 01.03.1995, Page 4
Elísabet Þorgeirsdóttir ræöir við Þórunni Sveinbjarnardóttur sem skipar 3. sæti Kvennalistans í Reykjavík Framundan eru kosningar þar sem Kvennalistinn mun bjóða í tjórða sinn fram til Alþingis. í þriðja sæti á lista Kvennalistans í Reykjavík er fulltrúi ungra kvenna, nýrrar kynslóðar Kvennalistakvenna. Hún heitir Þórunn Sveinbjarnardóttir og er 29 ára gömul. Þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram, 1983, var Þórunn í menntaskóla og ekki búin að fá kosningarétt. Samt var hún þá strax ákveðin í að kjósa Kvennalistann en segir að stjórnmála- umræða hafi ekki verið áberandi á menntaskólaárum sínum. „Ég er af kynslóð sem kemur á eftir róttækling- um hippatímans og á undan frjáls- hyggjufólki níunda áratugarins. Við erum diskókrakkar, fyrsta kynslóðin sem ólst upp við íslenskt sjónvarp og kynntist tölvum á barnsaldri. Ósköp venjulegt fólk og stundum svolítið púkó,“ segír Þórunn þegar hún lýsir sjálfri sér og sínu fólki. Þórunn hefur aðeins fyrir sjálfri sér að sjá og hefur ekki ráðist í að koma sér þaki yfir höfuð- ið enda sér hún ekki hvemig venjuleg launa- manneskja sem er aö borga af námslánum ætti að fara aö því ein. Hún leigir íbúð með þremur vinum og sér marga kosti við slíkt fyr- irkomulag, - viðráðanlega leigu, félagsskap og sameiginlegan matarkostnaö. Þórunn hefur verið starfskona Kvenna- listans í tvö og hálft ár. „Það hefur verið mik- il og góð reynsla og um leið spurning um lífs- stíl þar sem allt snýst um kvennabaráttuna. Við erum aðeins tvær sem vinnum fyrir Kvennalistann, ég og Kristín Halldórsdóttir starfskona þing- flokksins, og við eig- um náið samstarf. Ég hef reynt að skrifa starfslýsingu á mínu starfi en varla tekist það enn því starfiö er víðtækt og felur í sér bæði skrifstofuvinnu og pólitík. Ég hef um- sjón með öllu starfi Kvennalistans, sé um rekstur hans og Ijármál, skipulegg stórfundi og aðstoöa angana, svo eitthvað sé nefnt. Líf mitt hefur helgast af þessu starfi og þeg- ar kom að kosningaundirbúningi var eölilegt að ég spyrði sjálfa mig: er það þetta sem ég vil? Ég velti því vel og lengi fyrir mér og fann að svarið var já. Mig langar að vinna að stefnumálum Kvennalistans á pólitískum vettvangi og vil leggja mig alla fram. Þess vegna gaf ég kost á mér í framboð," segir hún yfirveguð og ákveðin. Skemmtilegast í Háskólakórnum Þórunn erfædd T Norðurmýrinni og bjó þartil 8 ára aldurs. Þá flutti hún inn í Fossvog og var í einum af fyrstu árgöngum Fossvogs- skóla. Síöan fór hún í Réttarholtsskóla og í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk stúdentsprófi 1984. „Á menntaskólaárum mínum var ekki mikið talað um pólitík en síðasta veturinn fengum við kynningu á stjórnmálaflokkum og þá kom Guðrún Agnarsdóttir aö kynna Kvennalistann. Við stelpurnar uröum mjög uppveðraðar eftir þá heimsókn, Guðrún stóð sig auðvitað svo vel. Síðan hef ég aldrei verið í vafa um afstöðu rnína," segir Þórunn með stolti í röddinni. Að loknu stúdentsprófi tók Þórunn sér eins árs hlé og fór m.a. til Frakklands. Árið eftir hóf hún nám í stjórnmálafræðum við Háskóla íslands og lauk prófi þaðan 1989. „Mér líkaði mjög vel í stjórnmálafræðinni og kynntist góöu fólki," segir Þórunn. „Þetta var áöur en stjórnmálafræðin varð tískufag og vorum við fá, eða 10 til 15, í mínum ár- gangi. Ég söng í Háskólakórnum í þrjú ár, það var örugglega það skemmtilegasta sem ég gerði t Háskólanum! Og ég tók þátt í stúd- entapólitíkinni, fyrst í Félagi vinstri manna og varö svo fyrsti formaður Röskvu þegar Fé- lag umbótasinnaðra stúdenta og vinstri menn sameinuðust. Sú reynsla var lær- dómsrík og eftir þrennar kosningar vann Röskva meirihluta í Stúdentaráði og hefur farið með stjórn þess síðan," segir Þórunn um fyrstu afskipti sín af pólitTsku starfi og rifjar upp að nú sé Röskva orðin 7 ára. En Þórunn vildi læra meira um stjórnmál og fór að loknu prófi.í Háskóla íslands T framhaldsnám í alþjóöastjórnmálum. Hún fékk inngöngu T Johns Hopkins University T Washingtonborg og var svo heppin að kom- ast að í útibúi skólans í Bologna á ítalTu fyrri veturinn en skólinn rekur einnig útibú í Nanj- ing í Kína. „í skólanum í Bologna voru aðeins 150 nemendur, alls konar fólk hvarvetna aö úr heiminum, og mynduðust sterk tengsl á milli nemenda í þessu fjölþjóðlega umhverfi. Ég leigði Tbúð með stúlku frá Bandaríkjunum og karlmanni frá Indlandi og eignaðist þarna nokkra af mínum bestu vinum. Ég lærði meira um Evrópustjórnmál fýrri veturinn en seinni veturinn varégí Bandaríkjunum ogtók masterspróf þaðan. Fyrir mig var menningar- sjokk aö koma til Washington, sem er mikil glæpaborg, en ég lærði að lifa T borginni og líkaði mjögvel. Éggæti meira að segja hugs- að mér aö búa þar," bætir hún við enda Ijóst að Þórunn er alþjóöleg T hugsun. Sumarið 1991 kom hún heim og fékk vinnu tímabundið sem aðstoðarmanneskja Hólmfriðar Gísladóttur hjá Rauða krossi íslands. Þá var nýkominn til landsins hópur víetnamsks flóttafólks og var verkefni Þór- unnar aö aðstoða það við að koma sér fyrir. „Þetta var gaman en um leið erfitt," seg- ir hún. „Þaö var dýrmæt reynsla aö kynnast því hvernig það erfyrir útlendinga að byrja að búa á íslandi. Hvað það getur verið erfitt að eiga við kerfið þegar þú ert útlendingur, r

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.