Vera


Vera - 01.03.1995, Side 20

Vera - 01.03.1995, Side 20
 itr A^nKgcröur Inunbróli fijroti íílciiölu fciiiiiiiottnn? cbo: „citgi öfinl cg l)oritUcrliitg Ucrn“ < Það er ekki aö ástæöulausu sem nafn Hall- geröar Höskuldsdóttur hefur haldist í minn- ingunni í aldaraöir. Hún hefur greinilega ver- iö virt meðal samtímamanna sinna, ef dæma má af þeirri heiðursnafnbót sem hún var sæmd; langbrók. Án efa hefur það verið vegna hennar karlmannlegu eiginleika, sem voru þeir aö láta ekki á sér troða. Fyrir vikið hafa konur þessarar aldar hafið nafn henn- ar á loft og kallað hana fyrsta feminista ís- landssögunnar. Lýsingarnar á Hallgerði benda til að hún hafi verið þessi femme fatal eða frenja eins og við segjum uppá íslensku. Karlmenn ótt- ast hana og kalla hana frekju en það hefur nú alltaf verið viðkvæði um feminista. Þeir vilja frekar halda með Gunnari á Hlíðarenda, þriðja eiginmanni Hallgeröar, þar sem hann hafði öll hin karlmannlegu gildi sem einn karlmaöur myndi hugsanlega vilja hafa. Álykta má að höfundur Njálu hafi verið karl- maður og að hann hafi notað kvenpersón- una Hallgerði til aö gera Gunnar enn hvít- þvegnari. Hann hefur líklegast aldrei grunað að einhver gæti tekið upp hanskann fyrir Hallgerði, en það er bara hans eigin heimska. Ef við rýnum á bak við línurnar sjá- um við að Hallgerður á alls ekki illmælgið skilið. Það er svo sem ekkert feminískt við það að drepa alla eiginmenn sína þrjá, það feminíska var að hún stóö upp gegn ríkjandi þjóðfélagsgildum og lét ekki fara með sig eins og viljalaust verkfæri. Þess vegna er hún góð fyrirmynd í kvenréttindabaráttunni. Hallgerður var ægifögur og eldklár og eins og við vitum fer það ekki vel saman að mati karlmanna. Slík kona fær á sig það orð að vera flagð undir fögru skinni. Strax t æsku var hún fordæmd og henni ekki spáð góðu brautargengi. Hún ólst upp móðurlaus I karlaveldi. Faðir hennar og föðurbróðir gáfu henni aldrei neina hlýju og settu hana í fóst- ur til manns sem var bæði „illur og ódæll". Henni var þröngvað t hjónaband, gefin manni sem var henni alls ekki samboðinn. Hann beitti hana ofbeldi og því drap hún hann. Það virðast samt fáir kippa sér upp við dauða kauða og ekki á Hallgerður í vand- ræöum meö að renna út í annaö sinn. Hún drepur hann líka en ekki viröast gæði kvon- fangsins fara minnkandi, þvert á móti. Þrátt fyrir skuggalega fortíð og það slæma orð sem viö getum ímyndað okkur að Hallgerður hafi getið sér vegna hefndar- þorstans, þá hefur það hvergi kastaö á hana rýrö meðal karlpeningsins. Það hafa greini- lega verið aðrir kven-leikar sem karlmenn löðuðust að t þá daga. Næga átti hún von- biðlana og hlaut þann besta sem völ var á, Gunnar á Hlíðarenda. Hann hefur verið gerð- ur að mesta kappa íslandssögunnar en ekki var hann mikill kappi í samskiptum sínum við Hallgeröi. Framkoma hans gagnvart henni segir okkur hvers konar mann hann hafði að geyma. Hún var óafsakanleg og ör- lög hans þvt vel veröskulduð. - Saman fóru þau í samkvæmi til kunningjahjóna, Berg- þóru og Njáls. Þó Bergþóra hafi einnig verið mikill kvenkostur og kölluð drengur góöur, var framkoma hennar síst drengileg gagn- vart Hallgerði. Bergþóra var andstæöa Hallgerðar, hún sætti sig fyllilega við þjóðfélagsgildin og var afar húsbóndaholl. Síst af öllu var hún fög- ur, með kartneglur á hverjum fingri og gift taðskegglingi. Það má álykta að það hafi einmittveriðfegurð Hallgerðar, sem olli mis- klíö þeirra í samkvæmi þessu. í afbrýðisemi sinni vtsaði Bergþóra Hallgerði frá borði, útí horn, en hin stolta og þrjóska Hallgerður lét ekki koma svo fram við sig. „Engi skal eg hornkerling vera", sagöi hún og bað Gunnar um að bregðast viö þessari móðgun eins og sönnum eiginmanni myndi sæma. En Gunnar gerði sér lítið fyrir og löðrungaði hana t allra viðurvist. í kjölfariö fylgdu hin frægu húskarla- víg, þar sem Njáll og Gunnar höfðu ekki við að borga hvor öðrum skaðabætur. Hefnd- arþorsti Hallgeröar beindist þó fyrst og fremst að eigin- manninum sem beitti hana órétti og stóð ekki með henni. Gunnar hefði náttúr- lega átt að vita hvað löðr- ungurinn myndi kosta hann, en hann hafði ekki græna glóru um hvílíkan kvenkost hann átti. Það hlakkaði t Hallgerði þegar Gunnar sneri aft- ur heim vegna skyndilegrar náttúrudýrkunar (sem þekkist ekki I sögunni fyrr en kemur að Jónasi Hallgríms, hefur eflaust þótt hall- ærislegt). Hún vissi hvað beið hans, rétt- dræps mannsins og því var hefndin sæt er hún fann að örlög hans voru í hennar hönd- um. Hún þurfti ekki annað en aö neita hon- um um lokkana tvo og hann var dauður. En þó hún hefði látið að ósk hans, hefði það litlu breytt. Óvinirnir sátu um hann hvert sem hann fór. Það er því greinilegt hvort kynið hefur hingað til skrifað og dæmt söguna. Það sktn í gegn hve heimskur Gunnar var. Sjálfur haföi hann drepið á annaö hundraö manns, fyrir meiri völd, en var samt alltaf að væla yfir því, ekki mikil karlmennska það. Hall- gerður beitti hins vegar klókindum, til þess eins að verja sinn eigin rétt. Gunnar var pikk- aöur út til að vera körlum fordæmi. Hann var gerður að hetju á kostnað Hallgerðar. Ef hann væri uppi t dag myndi hann æfa hand- bolta eða vera dyravörðurí Ömmu Lú en Hall- gerðunum fer sífellt fjölgandi og þær láta ekki kalla sig frekjur, þær eru feministar. Kolfinna Baldvinsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.