Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 23

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 23
ekki fyrir bamapössun. Laun kvenna eiga þá líklega að fara í að borga dagvist og þá sennilega afgangurinn í matarinnkaup? Laun karla eiga þá samkvæmt þessu að fara í að borga af húsbréfunum og afborgan- ir af bílum og öðru því sem máli skiptir. Auð- vitað sjá allir hvað þetta er mikil fásinna, enda gengur slík niðurröðun þvert á skoðan- ir fólks um konur sem fjárhagslega sjálf- stæða einstaklinga engu síðuren karla. Það er því brýnt að breyta þessu viðhorfi. Okkur í Kvennalistanum er Ijóst aö til að breyta þjóðfélaginu þarf fyrst og fremst að breyta viðhorfum enda hefur Kvennalistinn Mn og kjaramálin: ~H| J 0 forsencla kiarabóta eftir Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur Kvenfrelsisbarátta hefur staðið nær óslitið hér á landi alla þessa öld og vissulega hef- ur hún skilað miklum árangri. Að einu leyti hefur þó lítið áunnist og þar á ég við launa- mál kvenna. Þrátt fyrir jafnréttislögin, sem sett voru 1976 og kveða á um að greiða skuli sömu laun fyrir sambærileg og jafn- verðmæt störf, er enn langt í land að konur fái sömu laun og karlar. En hvað veldur þessu langlundargeði kvenna? Þegar skoð- að er hversu margar kærur hafa borist kærunefnd jafnréttismála kemur f Ijós að af 12 kærum 1994 voru aðeins 2 sem vörð- uðu launamisrétti. Árið 1993 voru kærurnar alls 11 og þar af 1 sem snerti launamis- mun. Ályktun sem draga má af svona fáum kærum er að jafnréttislögin séu alls ekki nóg vörn fyrir konur í þessu tilliti því launa- mismunur kynjanna hefur heldur aukist en hitt á síðari árum. En hvað ertil ráða? Hvaða kröfureru uppi í kjaraviðræðum hér og nú? Flest, ef ekki öll, verkalýðsfélög fara fram á hækkun lægstu launa og ætti þaö ekki að koma neinum á óvart þar sem lægstu taxtar eru um 43 þús. á mánuði. Ég held að engum detti í hug að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum. Þó eru umhugsunarverðar kröfur sumra verkalýðsfélaga um að persónuaf- slátt megi færa 100% á milli hjóna. Þá er líka athyglisvert aö í þeim verkalýösfélögum þar sem konur eru fjölmennar eða í meiri- hluta kemur þessi krafa ekki fram, sem bet- ur fer, enda hélt ég að svona nokkuð heyrði sögunni til. Frádráttarbærar eiginkonur Það sem hefur staðið kjaramálaumræðu fyr- ir þrifum á liðnum árum er almenn þröngsýni í þjóðfélaginu gagnvart vinnuframlagi kvenna. Alltof oft er hamrað á að konur séu í vinnu til að afla heimilinu aukatekna og að þær séu ekki fyrirvinnur. Jafnvel gengur svo langt að innan Kvennalistans er ekki fjallað á gagnrýninn hátt um þá staðhæfingu að konur geti ekki unniö úti þvt laun þeirra dugi lengi boðað hugarfarsbyltingu. Það er því dapurlegt að nútíma umræða um frelsi kvenna frá aldagamalli kúgun skuli ekki hafa skilað sér inn í raðir verkalýðsforingja, sem nú vilja taka upp það kerfi sem tíðkað- istfyrirmörgum árum, þegareiginkonurvoru frádráttarbærar frá skatti. Nú má enginn Þó eru umhugsunarverðar kröfur sumra verkalýðsfélaga um að persónuafslátt megi færa 100% á milli hjóna. Þá er líka athyglis- vert að í þeim verkalýðsfélögum þar sem konur eru fjölmennar eða í meirihluta kemur þessi krafa ekki fram, sem betur fer, enda hólt ég að svona nokkuð heyrði sögunni til. skilja orð mín svo að ég viti ekki af hverju þessi krafa kemur fram. í því ástandi sem nú ríkir þegar nokkuð stór hluti launafólks, og þó aðallega kvenna, er með laun langt undir fátæktarmörkum grípur fólk fegins hendi hvaða hálmstrá sem vera skal. Launa- hækkun sem einhverju nemur virðist vera í Ijósára fjarlægð þótt almennt launafólk hafi boriö uppi þjóðarsáttina og þar með komið fótunum undir atvinnulíf sem áður var á fallanda fæti. Lífskjarajöfnuður í gegnum skattkerfið virðist því vera svarið. Börn fái persónuafslátt En hvers vegna er ekki leitað nýrra leiða? Það er staðreynd að millifærsla persónuaf- sláttar milli hjóna er ekki tekjujafnandi k nur og kosningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.