Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 30

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 30
k^hur og kosningar m.a. meö hóflegum greiðslum fyrir veitta þjónustu. Reynsla grannþjóðanna sýnir að kostnaðarþátttaka neytenda eykur hag- kvæmni í rekstri og umsýslu hins opinbera." Ríkisstjórnin hefur starfaö í samræmi við þetta eins og veruleg hækkun lyfjakostnað- ar og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sanna svo dæmi séu valin af handahófi. Þessi stefna ríkisstjórnarinnar hefur ekki síst kom- ið illa við konur enda löngu sannað og viður- kennt af æðstráðendum að laun kvenna eru enn mun lægri en karla og það jafnvel fyrir sömu störf, þrátt fyrir jafnréttisIögin svo köll- uðu sem koma ættu í vegfyrir slíka mismun- un. En þegar lög duga ekki til eða það sýnir sig að einhverskonar formgallar koma í veg fýrir að þau nýtist sem virkt stjórnunartæki veröur aö breyta þeim. Þess vegna þarf stöðugt að meta og endurskoða lög og eðli- Af þeim sextán þingkonum sem tóku sæti á Alþingi haustiö 1991 voru aöeins fimm sem skrifuöu undir frumvarp sem var lagt fram í febrúar á síðasta ári undir yfirskriftinni „Jöfn staöa og jafn réttur kvenna og karla“, en þar er megináherslan einmitt lögö á samanburö starfa meö sönnunarfærslu fyrir dómi í huga. Konurnar sem lögöu fram þetta frumvarp voru aiiar úr þingflokki Kvennalista. legt að konur hafi frumkvæði að endurskoð- un jafnréttíslaganna þar sem þau voru eink- um sett til að tryggja hagsmuni þeirra. Af þeim sextán þingkonum sem tóku sæti á Al- þingi haustið 1991 voru aðeins fimm sem skrifuðu undir frumvarp sem var lagt fram 1 febrúar á síðasta ári undir yfirskriftinni „Jöfn staöa ogjafn réttur kvenna og karla", en þar er megináherslan einmitt lögð á samanburö starfa meö sönnunarfærslu fýrir dómi í huga. Konurnar sem lögðu fram þetta frum- varp voru allar úr þingflokki Kvennalista. Frumvarpinu var vísað til félagsmálanefndar sem ekki skilaði áliti. Sextán konur Allir vita að hlutur kvenna á Alþingi hefur aukist á undanförnum árum. Samtök um kvennalista eiga fimm fulltrúa á þingi en hin- ir flokkarnir fjórir eiga saman 11 þingkonur. Helsta röksemd andstæðinga kvennafram- boös er einmitt sú aö aukinn hlutur kvenna innan hefðbundnu stjórnmálaflokkanna og þar með á þingi geri Kvennalistann óþarfan enda berjist konurfyrir hagsmunum kvenna, hvar í flokki sem þær standi. En er þessi staðhæfing á rökum reist? Besta leiðin til að kanna það mál er að fara yfir Alþingistíð- indi og skoða hver hefur lagt fram frumvörp og þingsályktunartillögur sem snerta hags- muni kvenna sérstaklega. Hér á eftir veröur aðallega vitnað til Alþingistíðinda sem eru ákaflega fróðleg lesning því þar er bókstaf- lega hvert einasta orð sem heyrist í þingsöl- um skjalfest. Þar má til dæmis lesa afstöðu einstakra þingmanna til fjárlagafrumvarps, stefnuræöu forsætisráðherra og yfirleitt allra mála sem rædd eru á þinginu. Vitan- lega tekur einungís hluti þingmanna þátt í slíkum umræðum en afstaða þeirra sem láta þaö vera að stíga í ræðustól kemur engu að síður í Ijós þegar og ef til atkvæða- greiðslu kemur. Efnisflokkurinn „konur" Á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þ.e. veturinn 1991-1992, komu fram 549 þingmál, en þingmál eru auk frumvarpa þingsályktunar- tillögur, skýrslur og fyrirspurnir. Stjórnar- frumvörpin voru 114 og uröu 65 aö lögum áöur en þingi var slitið í ágúst 1992. Aðeins 8 þingmannafrumvörp af 50 urðu hins vegar aö lögum og af 80 þingsályktunartillögum þingmanna voru einungis 15 afgreiddar sem ályktanirfrá Alþingi. í efnisskrá yfir þingmál, umræður og ann- að efni þingfunda fýrir 1991-92 eru 11 mál undir yfirskriftinni Konur; „Aðgerðir til að draga úr kynjamisrétti", „Atvinnumál á Suð- urnesjum", „Árangurjafnréttisátaksí Stjórn- arráðinu", „Efling íþróttaiðkunar kvenna", „Evrópskt efnahagssvæði og staða kvenna", „Fjárveitingtil atvinnumála kvenna á landsbyggðinni", „Framkvæmd jafnrétt- islaga", „Fæðingarorlof", „Lögfræðiráðgjöf í hjúskaparmálum", „Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna í heiminum" og „Staðfesting alþjóðasamþykktar um jafn- rétti karla og kvenna". Líklega kemur fæst- um á óvart að sömu mál eru flokkuð undir Jafnrétti kynjanna, en þar vantar þó mál varðandi fæðingarorlof og atvinnumál kvenna, og einnig vantar mál 237 sem er „Lögfræðiráðgjöf í hjúskaparmálum". Undir jafnrétti kynjanna má svo að auki finna fjög- ur mál sem ekki flokkast undir samheitið Konur en þau eru „Lífeyrisréttindi hjóna", „Réttindi heimavinnandi fólks", „Fram- kvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynj- anna" og „Staða karla í breyttu samfélagi". (Síðastnefnda málið er það eina sem einnig er flokkað undir „karlar" I efnisskránni 1991- 92 en í efnisyfirliti Alþingistíðinda 1992- 93 eru „karlar" ekki til sem sérstakur efnisflokkur.) Það er skemmst frá því að segja að þing- konur Kvennalistans komu á einhvern hátt að öilum málunum sem flokkuð voru undir yfirskriftinni konur að einu undanskyldu, en það var fyrirspurn til félagsmálaráðherra sem varaþingmaöur Alþýðubandalagsins, Einar Már Sigurðarson, bar fram varðandi „Fjárveitingu til atvinnumála kvenna á lands- byggðinni". „Aðgerðir til að draga úr kynja- misrétti" var tillaga til þingsályktunar sem þingkonur Kvennalistans fluttu, en tillagan hlaut ekki afgreiðslu. „Atvinnumál á Suður- nesjum" var einnig tillaga til þi'ngsályktun- ar um átak í atvinnumálum á Suðurnesjum og aðgeröir vegna mikils atvinnuleysis kvenna þar og var Anna Ólafsdóttir Björns- son fyrsti flutningsmaöur ásamt þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, Alþýðubandalagi, og Steingrími Hermannssyni, Framsóknar- flokki. Aö lokinni fyrri umræðu var tillögunni vísað til síðari umræðu ogfélagsmálanefnd- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bar í tvígang fram fyrirspurn um „Árangur jafnréttisátaks f Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir Guðný Guöbjörnsdóttif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.