Vera


Vera - 01.03.1995, Page 50

Vera - 01.03.1995, Page 50
Umsókn um styrki til atvinnumála kvenna 1995 A árinu 1995 hefur félagsmálaráðuneytið til ráðstöfunar 20 milljónir króna sem eru ætlaðar til atvinnuátaks meðal kvenna. Við ráðstöfun ijárins er einkum tekið mið af þróunarverkefnum og námskeiðum, sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkomandi atvinnusvæði. Þau atvinnusvæði þar sem atvinnuleysi kvenna hefur farið vaxandi eða er varanlegt koma sérstaklega til álita við ráðstöfun íjárveitinga. Við skiptingu ljárins munu eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar. 1. Ekki verða veittir beinir stofn- eða rekstrarstyrkir til einstakra lyrirtækja nema sérstakar ástæður mæli með því. 2. Verkefnin skulu vera vel skilgreind og fyrir liggja framkvæmda- og kostnaðaráætlun. 3. Tekið er mið af framlagi heimamanna til þess verkefnis sem sótt er um. 4. Verkefnið skal koma sem flestum konum að notum. 5. Að öðru jöfnu skal ijármögnun af hálfu ríkisins ekki nama meir en 50% af kostnaði við verkefnið. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu v/ Tryggvagötu, s. 560 9100 og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 20. mars n.k. og áskilur ráðuneytið sér rétt til að hafna öllum umsóknum sem berast eftir þann tíma. Félagsmálaráðuneytið

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.