Vera


Vera - 01.03.1995, Page 51

Vera - 01.03.1995, Page 51
hýðingar í Sudan Fjölmargir Súdanar í suðurhluta landsins hafa þurft aö yfirgefa heimili sín vegna borg- arastyrjaldarinnar í landinu og leita skjóls í ólöglegum hreysahverfum í borgunum fyrir norðan. Þar gilda aðrar reglur og önnur lög en suður frá og hafa konur orðið harkalega fyrir barðinu á því. Konur hafa t.d. bruggað áfengi og selt til að hafa fyrir mat og lyfjum handa börnum sínum. Þetta er ólöglegt í norðurhluta landsins þótt það sé löglegt fyr- ir sunnan og hafa konurnar verið handtekn- ar og þeim refsað með hýðingum. Þótt opinberlega gildi ekki nein lög um klæðaburð kvenna í Súdan, sem er Islamskt ríki, gilda aörar og strangari reglur í norðurhluta landsins og hafa konur, sem neyðst hafa til að yfirgefa heimkynni sín í suðri, verið handteknar og hýddar fyrir það eitt að ganga í buxum. Það sem unnt er að gera til að reyna að breyta ástandinu er að skrifa til eftirfarandi aðila og biðja þá um að lagfæra refsilöggjöf- ina frá 1991 þannig að grimmdarlegar, ómannúðlegar og niðurlægjandi refsingar eins og hýðingar verði lagðar af. Skrifið til: Lieutenant-General Omar Hassan Ahmad al- Bashir President People's Palace PO Box 281 Khartoum Sudan Dr. al-Tayib Ibrahim Mohamed Kheir Minister of the Interior Ministry of the Interior Khartoum Sudan Mr ’Abd al-Aziz Shiddo Minister of Justice & Attorney-General Ministry of Justice Khartoum Sudan Sendið afrit af bréfunum til sendiráðs- eða ræðismannsskrifstofu Súdans. Lilja Ólafsdóttir nýráðin forstjóri SVR, fyrst kvenna: öryggiog umhverfisvemd Nú um áramótin var brotið blað í sögu stræt- isvagna Reykjavíkur þegar kona settist þar I forstjórastólinn, fyrst kvenna. Lilja Ólafs- dóttir heitir hún og var áður forstjóri Skýrslu- véla ríkisins. Vera sló á þráðinn til Lilju sem er hin ánægðasta með nýja starfið og mót- tökur starfsfólksins: „Þetta leggst ágætlega í mig, ég er nú að setja mig inn í starfið og kynnast öllum að- stæðum hér, en ég hef fengið mjögjákvæð- ar viðtökur," sagði Lilja. „Maöur byrjar nú ekki á því að breyta öllu um leiö og maður tekur við nýju starfi en það verða þó óhjá- kvæmilega breytingar í kjölfar þess að búið er að breyta fyrirtækinu aftur úr hlutafélagi í borgarfyrirtæki. Á nýliðnu ári fékk núverandi stjórn SVR ráðgjafarfyrirtæki til að gera til- lögur um breytingar á skipulagi fyrirtækisins og nú er verið að koma á endurbættu skipu- lagi á grundvelli þeirra tillagna. Lögð er áhersla á bætta þjónustu, þróunarmál og starfsmannamál. Einnig er veriö aö meta virkni leiðakerfisins og hversu vel það fellur að þörfum viðskiptavinanna. Markmið okkar er að sem flestir vilji notfæra sér þjónustu SVR. Þjónustan á að vera í þágu borgarbúa, góð, ódýr og lipur. Við eigum einnig að taka tillit til umhverfisverndar og gæta að öryggi farþega og annarra vegfarenda. ^mnesty international

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.