Vera


Vera - 01.03.1995, Side 53

Vera - 01.03.1995, Side 53
Hverjir hafa lagt sitt á vogarskál jafnréttis undanfarið? Hverjir hafa unnið jafnréttisbaráttunni mest gá^ll og Ogclgll? . Hverjir hafa tekið vel á ýmsum málum - hverjir illa? Sendu VERU línu eða taktu upp tólið og láttu skoðun þína í Ijós. Samkeppnisstofnun sendi nýlega frá sér skýrslu um Kol- krabbann og ber að fagna henni. Hún sýnir fram á óeðlileg stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi sem í mörg- um vestrænum lýðræðisríkjum teljast ólögleg. Stúdentablaðið gaf nýlega út kynlegt sérblað sem er hið hressilegasta kvenréttindablað. Gott framtak hjá stúdentum. Margrét Pálmadóttir og Kvennakór Reykjavíkur eiga heiður skilinn fyrir stofnun kórskóla fýrir enskumælandi konur. Þarna fá konurtækifæri til að tjá sig á þeirri tungu sem þeim ertöm- ust, eða alla vega tamari en okkar ástkæra og ylhýra, og ef einhver hefur einangrast í framandi landi fær hún tækifæri til að rjúfa einangrun sína í góðum félagsskap. Og kennarinn er ekki af verri endanum, því það er engin önnur en söngkonan Rut Magnússon sem sér um kennslu og kórstjórn. Almannatryggingar, tímarit um velferðarmál, sem Trygg- ingastofnun ríkisins gefur út, birti góða grein um fæðingar- orlof í 2. tölublaði 1994. Meðal merkilegra rita sem Norræna ráðherranefndin gaf út á síðasta ári er Women and Man in the Nordic Countries - Facts and Figures 1994, en ! því er að finna ýmsar stað- reyndir og tölulegar upplýsingar um stöðu kynjanna á Norð- urlöndunum. Starfsfólk á hagstofum Norðurlandanna vann Hörmungaþyrstir fjölmiðlar gengu berserksgang vegna snjó- flóðanna í Súðavík, svo raun var á að horfa og hlýöa. Söfn- unin, sem fjölmiðlarnir stóðu fýrir, var lofsvert framtak því margir þeirra sem verst urðu úti munu þurfa á miklum stuðningi að halda næstu mánuði og ár. Meðferöin á tölun- um var þó meira en hálf pínleg og óviðeigandi að lýsa þessu eins og Júróvisjón-keppni. Þaö brá margri konunni í brún þegar Einar Sigurðsson var ráöinn forstöðumaður hinnar margrómuðu Þjóðarbókhlöðu. Kannski er ekki rétt aö segja að þeim hafi brugöiö í brún, því konur eru nú ýmsu vanar í þessum efnum - þær hnykkl- uðu brúnirnar. Þótti þeim misráðið að velja ekki konu I þetta starf, enda konur í yfirgnæfandi meirihluta í stétt bóka- safnsfræðinga. Það fannst líka mörgum skrýtið að ungling- ar væru óvelkomnir inn í þetta merka hús, vildu þeir nýta sér aðstöðuna við ritun heimildaritgerða sinna. Er ekki kominn tími til að dusta rykið af þjóöararfinum og fagna því að ung- mennin hafi áhuga? Og er ekki kominn tími til að setja dyr á Fílabeinsturninn? efnið í þessa bók og meöal þeirra var Sigríður Vilhjálms- dóttir þjóðfélagsfræðingur á Hagstofu íslands. Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson fyrir vandaða heimildarmynd um Nínu Sæmundsdóttur myndhöggvara, sem hélt ung út í heim, nam list sína og starfaði erlendis meginhluta ævi sinna, en fékk sosum engar sérstakar mót- tökur þegar hún kom heim með verkin s!n. Helsti gallinn á myndinni var sá að vera að draga þarna uþþ listfræðinginn Björn Th. Björnsson. Ef myndlistarheimurinn er I einhverju líkur bókmenntaheiminum má ganga út frá því að karlasjón- armiðin hafi verið ríkjandi þar, og myndlistarkonurnar átt erf- iðara með að falla í smekk karlanna í myndlistarelítunni, rétt eins og kvenkyns rithöfundar áttu ekki upp á pallborðið hjá bókmenntaelítunni hér á árum áður og máttu margar hverj- ar geyma handritin sín oní skúffum árum saman ef þau fengust þá nokkurn tímann útgefin. Sem sagt: Þarna hefði frekar átt að setja kvenkyns listfræðing í dómarasætið yfir verk Nínu, eöa a.m.k. að fá álit listfræöinga af báðum kynj- um. Það gildir nefnilega það sama um listasöguna og aðrar deildir sagnfræðinnar: Við þurfum nýjar víddir. Skýrsla Jafnréttisráðs um kynbundinn launamun er nú loks komin út sem betur fer. Þar er launamunur kynjanna stað- festur, en skýrslan kom of seint til að hún nýttist viö gerð kjarasamninganna núna og verður vonandi orðin úrelt næst þegar sest verður að samningum. Úrval-Útsýn birtir nú hallærislegustu ferðaauglýsingarnar á markaðnum. Það mætti halda að þær hefðu verið búnartil fyrir um þaö bil aldarfjórðungi þegar það þótti flott aö selja út á líkamshluta kvenna. Það þykir það nú ekki lengur. Aum- ingja mennirnir að vera svona ömurlegir. VERA vorkennir þeim. Hæstiréttur fær stærsta mínusinn fyrir dóm um bætur til handa 10 ára stúlku sem hundur beit í andlit fýrir 6 árum. Bæturnar eru miðaðar við meðallaun iðnlærðra kvenna, en staðfest að þær hefðu oröið nokkru hærri ef um dreng hefði verið aö ræða. Ef þetta er ekki brot á jafnréttislögum verö- ur greinilega aö breyta þeim í snatri og tryggja að ekki sé hægt aö túlka þau út og suöur eins og einhverjum nátttröll- um í Hæstarétti hentar hverju sinni. Karlaflokkarnir voru ekkert að hafa fyrir því að fjölga konum á sínum framboðslistum. Alþýðubandalagið fór illa að ráði sínu þegar það skiþti Guörúnu Helgadóttur út fyrir yngri konu. Mega konur í Alþýöubandalaginu ekki eldast? Var ekki hægt að skiþta út einhverjum karlinum? Hvaö skyldi t.d. Svavar vera búinn að sitja þarna lengi? plús og mínus

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.