Vera


Vera - 01.02.1997, Síða 4

Vera - 01.02.1997, Síða 4
I £> i ö a r i Þrælaeyjan? Á íslandi vinna fleiri konur utan heimilis en á öörum Norðurlöndum. Hér er launamunur á milli kynja mestur. Hér eiga konur flest börn. Hér eru fæst heilsdagspláss í dagvistun. Fæöingar- orlofið er styst hér á landi. ísland á fæsta kvenráðherra. Konur sem hafa stofnað fjölskyldu á aldrinum 20 til 24 ára eru flestar hér á landi. Atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum 64 til 74 ára er mest hér á landi. Konur sem hafa látist af völdum krabbameins á aldrinum 45 til 64 ára eru miklu fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Þessar staðreyndir koma fram í greininni Konur í tölum eftir Guðnýju Eydal hér í blaðinu. Þær eru fengnar úr riti, sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út, um stöðu kvenna og karla á Norðurlöndum. Vissulega sláandi staðreyndir og vert að rýna í samhengið á milli þeirra. Mikil atvinnuþátttaka, mörg börn, ónóg heilsdagsvistun, ungar mæður, lág laun. Veldur líf við þessar aðstæður streitu? Getur streita haft áhrif á myndun krabbameins? Aðalefni blaðsins fjallar um afkomuna og lágu launin. Hvernig er hægt að framfleyta fjölskyldu fyrir 65 þúsund krónur á mánuði þegar tölulegar staðreyndir sýna að það kostar 130 þúsund krónur? Því svarar Esther Hlöðversdóttir m.a. og bendir á að eina leiðin sé að spara. Og hvað skyldi Esther spara? Jú, auðvitað allt sem lýtur að henni sjálfri. Hún kaupir sér ekki föt, fer aldrei út að skemmta sér, í bíó eöa leikhús. Hún kaupir ekki dagblöð, fer ekki í sumarfri og leyfir sér ekki að kaupa innbústryggingar. Börnin hennar sjá óréttlætið í þjóðfélaginu og draga sínar ályktanir. Esther hefur áhyggjur af því að láglaunastefnan verði til þess að viö töpum æskunni. „Börn og unglingar eru réttlætismanneskjur," segir hún og undrast blindu ráðamanna þjóðfélagsins, að þeir skuli ekki sjá það sem er að gerast fýrir framan augun á þeim. Kostnaður við húsnæðisöflun er þungur baggi á yngra fólki og í viðtali við forstöðumann Ráðgjafarstofu um flármál heimilanna koma fram hrikalegar staðreyndir sem sýna hve vonlaust dæmið getur verið. Þarf að spyrja að því hvernig andleg líðan fólks er sem er með eina og hálfa milljón króna í vanskilum? Fyrir einum til tveimur áratugum þótti mikið þegar forstjórar höfðu þreföld eða fjórföld laun á við venjulegt launafólk. Nú sýna tölur hins vegar að laun þeirra eru fimmtán til tuttuguföld. Hvaða réttlæti er í þvl að stjórnendur fái mun meira greitt á mánuði en þeir lægra launuðu á heilu ári? Elisabet Þorgeirsdóttir Rabb.um „ kvennafræði Rannsóknastofa I kvennafræðum stendur fyrir rabbi um rannsóknir og kvennafræði, á fimmtudögum I stofu 2011 Odda. Allir eru velkomnir að taka þátt og fræðast um spennandi málefni. Dagskrá vormisseris 1997 27. febrúar Hagfræði mismununar. Eru tengsl milli hagvaxtar ogjafnréttis? Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ og lektor I viðkipta- og hagfræðideild. 13. mars Kvennaréttur, hvað er það? Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur á skrifstofu jafnréttismála. 3. apríl „En ég er hér ef einhver til mín spyrði". Ljóð eftir ísienskar konur 1876-1995 Helga Kress, prófessor I almennri bókmenntafræði og forstöðumaður Rannsóknastofu I kvennafræðum. 10. apríl Hvar eru konurnar? Hver er hlutur kvenna; fréttum, íþróttum, auglýsingum og barnaefni? Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur og lektor við HÍ. 17. apríl Breytt sýn á sjávarbyggðir Unnur Dís Skaptadóttir, mannfræðingur. 17. apríl kl. 12.00. Opinber fyrirlestur Kona varð til Dagný Kristjánsdóttir heldur fyrirlestur um fyrstu doktorsritgeröina I kvennafræðum við HÍ. 20. mars kl. 17.15,1 stofu 1011 Odda. Námskeið Internetið út frá kvennafræðilegu sjónarhorni Námskeið I samvinnu við Endurmenntunarstofnun. Kennari: Dr. Anne Clyde, dósent I bókasafns- og upplýsingafræði. Kennt er á ensku. Sunnudaginn 2. mars, kl. 10.00 til 17.00 I stofu 102 I Odda. Upplýsingar hjá Rannsóknastofu I kvennafræðum og hjá Endurmenntunarstofnun.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.