Vera


Vera - 01.02.1997, Side 6

Vera - 01.02.1997, Side 6
ERU LÁGU LAUNiN NÁTTÚRULÖGMÁL! Hvað er að hjörtum ráðamanna þjoðarinnar? spyr Esther sem býr til smurbrauð á Óðinsvéum. Esther Hlööversdóttir er 48 ára og vinnur viö smurbrauðsgerð á Hótel Óðinsvé. Greitt er jafnaðarkaup, 550 krónur á tímann, og er þá sama hvort unnið er um helgar eða á hátíðisdögum. Fyrir yfirvinnu er tímakaupið 770 krónur. Þegar mikil eftir- spurn er eftir smurbrauði stendur Esther oft meira en tvöfald- ar vaktir en ekki er mikið upp úr yfirvinnunni að hafa, mest af henni fer í skatt. Mánaðarkaupið er yfirleitt um 65.000 krónur en eftir annasama mánuði, t.d. í kringum jól og páska, bætast um 12.000 krónur við. Vera spurði Esther hvernig hún færi að þvi að lifa af launum sínum. Þeir þurfa stundum að mæta á nótt- unni til að koma blöðum af stað og svo leysa þeir af við útþurð víða í bænum. Dóttir mín, Svanhildur, vinnur við hestatamningar f Dan- mörku. Strákarnir vinna sér inn vasapeninga og fá 7 til 10 þúsund krónur á mánuði fyrir sína vinnu. Unglingar hafa samviskuna í lagi til að skila vel unnu verki en fá mun minna kaup en fullorðnir sem vinna viö hliðina á þeim. Unglingakaupiö er 135 til 260 krónur á tímann og þessir krakkar þurfa ekki annað en að líta í kringum sig til þess að sjá mismuninn á kjörum fólks. Það eina sem ég get gert er að hvetja strák- ana mína til að vinna því ég er ekki aflögufær og munar um hverja krónu. En það er erfitt þegar þeir þurfa t.d. að borga 260 krónur í strætó bara til þess að komast í og úr vinnu.” Þegar mikiö er pantað af smurbrauöi stendur Esther oft tvöfaidar vaktir og þá er álagið mikiö. Afraksturinn er þó yfirleitt aðeins 65.000 krónur eftir mánuöinn en getur far- iö upp í 77.000 þegar mest er aö gera. „Ég leyfi mérekkert,” segir Estherblátt áfram. „Égnota ekki greiðslu- kort og kaupi ekki í matinn eftir því hvað heimilisfólkiö langar í, held- ur eftir því hvaö er ódýrast. Ég er húsmæðraskólagengin og veit hvað er óhætt að gera með tilliti tii næringar. Ég kann líka að nýta ýmis- legt sem er ódýrt.” Esther á fjögur börn á aldrinum 15 til 23 ára og hefur alið þau upp ein frá því hún og faðir þeirra skildu. Þá voru yngstu börnin 4 og 5 ára. ”Ég hélt húsinu, sem við áttum skuldlaust, og mér hefur tekist að komast hjá því að taka lán. Að eiga eigið húsnæði eru forréttindi og metnaður minn liggur í því að stíga ekki skrefiö afturábak. Ég stend í sömu sporum og vil reyna að mjaka mér áfram en það er erfitt þegar launin eru svona lág. Ég á samt alltaf einhvern afgang í lok hvers mánaðar,” segir hún stolt. Ef hún hefur verið aflögufær hefur hún reynt að aðstoða elsta son sinn, Sæmund, sem hefur lokið at- vinnuflugmannsprófi og vinnur nú við flugkennslu á Austurlandi. „Hann vann með skólanum frá unglingsaldri og kostaði nám sitt að mestu sjálfur. Börnin mín hafa alltaf borið út blöð og nú eru Jarl, sem er í Verslunarskólanum, og Bjarni, sem er í 10. bekk, sendlar á DV. Leyfir sér ekkert sjálf Esther seglr að þessi staða geri það að verkum að sjálf leyfi hún sér nánast ekki neitt. Henni finnst erfitt að gera eitthvað fyrir sjálfa sig sem hún getur ekki veitt börnunum og vill vera til staðar heima þeg- ar hún er ekki að vinna. „Ég hef t.d. aldrei farið inn á krá og fer ekki á böll. Ég fer í bíó á svona þriggja ára fresti - en ég er búin að sjá Djöflaeyjuna," segir hún og hlær. í sumar keypti Esther gamlan bíl, árgerð 1982, á 35 þúsund krónur, og sá Sæmundur um að gera hann upp og sprauta í sumarfríinu. Esther segist vinna alla viðhaldsvinnu við húsið sjálf - hún flísaleggur, dúkleggur og málar hæði að utan og innan. Hún kaupir engin dagblöð, hefur ekki áskrift að Stöð 2 og segist ekki leyfa sér að kaupa t.d. innbústryggingar. Esther er í stjórn Félags starfsfólks í veitingahúsum. Hvernig líst henni á stöðuna í launabaráttunni? „Mér finnst fráleitt að samþykkja 2 til 3% launahækkun til þriggja ára. Þetta er vonlaus staða sem gerir þaö að verkum að maður situr alltaf kyrr I sömu sporum og þokast aldrei framávið. Ef ekki verður hægt að hækka kauþið núna verður það bara til þess að við missum æskuna. Börn og unglingar eru miklar réttlætismanneskjur og þau finna fyrir óréttlætinu í þjóðfélaginu. Það sem þau sjá og finna fer inn í undirmeðvitund þeirra. Skilja ráðamenn þjóðarinnar ekki hvað verð- urtil þess að börn og unglingarfara illa út úr lífinu? Ég veit ekki hvern- ig á að opna augu þeirra fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Menn, sem afneita sannleikanum sem búið er að segja þeim, eru óhæfir til forystustarfa. Hvað er að hjörtum þessara manna?" spyr Esther og Vera tekur undir með henni. e.Þ. „Mér finnst frá- leitt aö sam- þykkja 2 til 3% launahækkun til þriggja ára.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.