Vera - 01.02.1997, Síða 8
ERU LÁGU LAUNIN
NÁTTÚRULÖGMÁL?
Hvernig haldið þið að fólki líði sem þarf að borga 98% af ráðstöfun-
artekjjum sínum í afborganir af lánum? Eru það einhverjir eyðslu-
seggir sem hafa ekkert peningavit? Nei. Það er ósköp venjulegt fólk
sem er að reyna að lifa við þau kjör sem því eru búin hér á landi. Mik-
ið annríki hefur verið á starfsmönnum Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna frá því hún var sett á stofn í febrúar 1996 og hafa að jafn-
aði verið afgreidd 65 mál á mánuði auk ráðgjafar í símatímum. Að
sögn Elínar S. Jónsdóttur forstöðumanns er ekkert lát á umsóknum
um aðstoð og fyllast tímarnir á tuttugu mínútum þá tvo daga i mán-
. uði sem bókanir fara fram.
P
milljón í vanskílum
-algengt á skuldugum heímílum
Ráðgjafarstofan ertilraunaverkefni til tveggja
ára og að henni standa opinberir aðilar, bank-
ar og félagasamtök. Elín segir að eitt fýrsta
verkefni stofunnar hafi verið að finna út við-
miðunarneyslu sem gengið er út frá þegar
skuldastaða er reiknuö út. „Það er lykilatriði
greiðslumats að framfærslukostnaður fjöl-
skyldunnar sé þekktur. Tekjurnar segja ekki
alla söguna ef ekki er vitað hve margir þurfa
að lifa af þeirn," segir hún. í skýrslu, sem Ráð-
gjafarstofan gaf út á sl. ári birtist eftirfarandi
dæmi um framfærslukostnað.
Þessar tölur eru byggðar á heimilisbókhaldi
30 fjölskyldna af mismunandi samsetningu
á þriggja mánaða tímabili og er einungis
tekið tillit til nauðsynlegra útgjalda. Aðrir
kostnaðarliðir, s.s. sími, rafmagn, hiti,
áskriftargjöld, fasteignagjöld, og tryggingar
eru byggðir á tölulegum upplýsingum og
rekstrarkostnaður bifreiðar er byggöur á
upplýsingum frá FÍB.
Þegar framfærslukostnaður hefur verið
dreginn frá ráðstöfunartekjum liggur fyrir
hve mikið er afgangs til að greiða t.d. af-
borganir lána. I hverjum mánuði vantar mik-
ið til þess að endar nái saman.
í sömu skýrslu er tekið dæmi af fimm
manna fjölskyldu sem er með 157.000 kr.
tekjur á mánuði en þarf að greiða 132.636
kr. f afborganir lána. Framfærslukostnaður
fjölskyldunnar er 130.500 kr. og þegar búið
er að draga hann frá tekjun-
um eru aðeins 26.500 krón-
ur eftir til að greiða af lánun-
um. Það vantar sem sé
106.136 kr. á mánuði til
þess að dæmið gangi upp
og vanskilin hlaðast upp. í
þessu dæmi eru vanskilin orðin 1.053.614
kr. en meðaltal vanskila, hjá þeim sem sótt
hafa til Ráðgjafarstofunnar, eru rúmlega
1.5 milljónir kr. Eftirfarandi dæmi sýnir
vanda húsnæðiskaupenda sem þurftu að
treysta á skammtíma- og lífeyrissjóðslán.
Röng útlánastefna
í skýrslunni er vanda umsækjenda lýst svo:
„Síðustu tíu árin hafa greiðsluerfiðleikar
íslenskra heimila farið vaxandi. Vandinn er
annar en hann var fýrir áratug. Segja má að
rætur vandans hafi áður fýrr einkum falist í
skorti á lánsfé til lengri tíma er leiddi til þess
að fólk réðist T húsnæðiskaup með mikið af
skammtímalánum. í dag eru orsakir
greiðsluerfiðleika aðrar, þær má m.a. rekja
til lántöku umfram greiðslugetu, tekjulækk-
unar, atvinnuleysis, óráðsíu í fjármálum,
veikinda og gylliboða á lánamarkaði. Lána-
markaðurinn hefur breyst mikið á þessum
tíma, nú er framboð af láns-
fé meir en eftirspurnin.
Heimilin eru umvafin tilboð-
um um að eignast skuldir
meö einföldum hætti. Til-
boðsgjafarnir spyrjast ekki
alltaf fyrir um greiðslugetu
lántaka heldur biðja um ábyrgðir. Bílalán
sem tíðkast í dag eru glöggt dæmi um slík
vinnubrögð. Dæmi eru um að eignalaust fólk
fái 100% lán fýrir bíl. Lánið er veitt gegn trygg-
ingu í bílnum og ábyrgð tveggja fasteignareig-
enda. Hjá Ráðgjafarstofu eru dæmi um korn-
ungt, algerlega eignalaust fólk sem hefur á
skömmum tíma eignast stórar skuldir gegn
ábyrgðum foreldra, vina og ættingja. Að mati
Ráðgjafarstofu má rekja stærsta hluta vand-
ans til þeirrar útlánastefnu er tíðkast hér á
landi, þ.e. að fólk taki lán gegn ábyrgð þriðja
manns án tillits til eigin greiðslugetu. Slfk
óraunhæf lántaka hefur leitt marga á alger-
ar villigötur skuldbreytinga. Lánum, sem
tryggð eru með ábyrgð þriðja manns, er
skuldbreytt aftur og aftur og vandinn hleðst
upp eins og snjóbolti. Lántakendur skuld-
breyta lánunum vegna þess að greiðslugeta
þeirra leyfir ekki afborgun af láninu, skuld-
breyting er í fjölmörgum tilfellum óraunhæf
leið til þess að fria ábyrgðarmann um stund-
arsakir fýrir því að taka á sig lán sem hann
hefur ábyrgst."
Ábyrgð þriðja aðila bönnuð
Eftir reynslu fyrstu mánaðanna lögðu starfs-
menn Ráðgjafarstofunnar fram tillögur til fé-
lagsmálaráðherra, lánastofnana og ríkis-
stjórnarinnar um úrbætur. Áhersla er lögö á
Dæmi um framfærlukostnað skv. bráðabirgðaviðmiðunarneyslu Ráðgjafarstofu
Einstætt foreldri með eitt barn Hjón/sambúðarfólk með eitt barn Hjón/sambúðarfólk með tvö börn
Matur 28.500 31.500 47.600
Hreinlætisvörur 2.000 2.000 3.000
Ýmislegt 2.000 2.000 4.000
Fatakaup 4.200 4.400 8.400
Lækniskostnaður 4.000 4.000 8.000
Tómstundir 2.000 2.000 4.000
Samtals: 42.700 45.900 75.000
Heimilin eru umvaf-
in tilboðum um að
eignast skuldir með
einföldum hætti.