Vera


Vera - 01.02.1997, Síða 23

Vera - 01.02.1997, Síða 23
Jenný vann í hæstarétti Það var í mars árið 1992 sem Jenný Sigfúsdóttir lagði fram kæru til Kærunefndar Jafnréttisráðs. Jenný hafði starfað sem gjaldkeri á Heilsuverndarstööinni í Reykja- vík. Þegar búin var til ný staða starfsmannastjóra fólst verksvið hans að verulegu leyti í að sjá um verkefni sem áður höfðu verið í umsjón gjaldkera. Jenný sótti um nýja starfið en fékk ekki. Ráðinn var karlmaður sem fékk þriðjungi hærri laun en hún hafði haft sem gjald- keri. Jenný lagði fram kæru til Jafnréttisráðs út af þess- um launamun. Kærunefnd úrskurðaði Jenný hæfari til starfsins og að launamunurinn hefði verið óeðlilegur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi og dæmt Jennýju í vil. Því var síðan áfrýjað til Hæstaréttar en vísað aftur til Héraðsdóms ásamt öðrum málum vegna aðskilnaðar framkvæmdavalds og dómsvalds. Jenný tapaði málinu þegar það var tekið fyrir í annað sinn í Héraðsdómi. Málið fór síðan fyrir Hæstarétt í nóvember síðastliðn- um. Niöurstaöa Hæstaréttar var sú að Jenný hefði ver- ið jafnhæf til að gegna starfi starfsmannastjóra eins og sá sem ráðinn var í stöðuna. Þar sem konur voru fáar á starfssviöinu hefði átt að ráða Jenný i þessa stöðu. Einnig voru Jennýju dæmdar skaðabætur 850.000 krónur. Vera óskar Jennýju til hamingju með sigur í þessu máli. Vonandi verður dómurinn öðrum konum hvatning til að leggja fram kæru þegar á þeim er þrotið. SEE Fögnum Grósku „Frá oröum til aðgeröa" var eitt þeirra slagorða sem heyrðust á stofn- fundi Grósku þann 18. janúar. Samtökin samanstanda af ungu jafnað- ar- og félagshyggjufólki úr Alþýðuóandalagi, Alþýðuflokki, einstaklingum úr Kvennalista, Þjóðvaka og Röskvu auk einstaklinga utan flokka. Sam- fylking vinstrimanna á sér forsög og hefur reynslan ekki alltaf sýnt fram á farsælt samstarf. Nafnið á samtökunum gefur til kynna að eitthvað nýtt og ferskt sé á ferðinni. Er ástæða til að ætla að svo sé? Grunnhugmynd aö baki stofnunar Grósku er að mynda samstarfs- vettvang ungs félagshyggjufólks til að knýja á um sameiginlegt fram- boð vinstriflokkanna fyrir næstu alþingiskosningar. Gróska útilokar þó ekki framboð. í yfirlýsingu frá stofnfundinum segir m.a. „Það er nauðsynlegt að skapa nýja pólitík. Pólitík með innihaldi jöfnuðar, kvenfrelsis, réttlætis og farsældar." Já, Gróska lætur sig varða jafn- réttismál og hefur það aö markmiði að íslandi verði stjórnað í anda hugmynda jafnaðarstefnunnar um jafnrétti, lýöræði og kvenfrelsi. Einn af framsögumönnum stofnfundarins, Bryndís Hlöðversdóttir, gerði jafnréttismál aö umræöuefni sínu. Sagði hún m.a. að kvenfrelsi væri eitt af þeim málum þar sem fjórflokkarnir hefðu brugðist. Reynd- ar minntist hún ekki á Kvennalistann og þá staðreynd að hann hefur verið til í 13 ár. Enginn kynjakvóti er viðhafður hjá Grósku sem sést best á því að í stjórn samtakanna eru 11 stjórnarmenn og þar af aö- eins fjórar konur, ein þeirra er Kvennalistakonan Steinunn V. Óskars- dóttir. Fyrirkomulagstjórnarinnar er ekki ósvipað ogí Kvennalistanum; Gróska hefur engan formann heldur er stjórnin samábyrgð og skiptir með sérverkum. Heyr, heyr, það ergreinilegt að konur úr Kvennalist- anum sem starfað hafa með Grósku hafa fengiö einhverju ráðið. Umræðan um samfylkingu hefur aukist að undanförnu og án efa hefur stofnun Grósku haft þar mikið að segja. Nú er svo komið aö það virðast vera fleiri mál sem sameina vinstrimenn en sundra. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að Kvennalistinn taki fyrir alvöru þátt í umræðunni um sameiningu vinstrimanna. Hans veröur sárt saknað ef til samfylkingar kemur. Þrátt fyrir að full snemmt sé að segja til um framvindu mála hjá Grósku ber ekki aö efast um aö 18. janúar s.l. var viöburðaríkur dag- ur og full ástæða til aö fagna. R H Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna — Laugardaginn 18. janúar 1997 var haldinn fundur í samráði Kvennalistans sem skiþað er konum úr öllum kjördæmum. Fundurinn var vel sóttur og lífleg- ur þar sem fram komu skiptar skoðanir á þeim málum sem voru til umræðu. Aðalefni fundar- ins voru þreifingar um samstarf á vinstri væng stjórnmálanna. Tvennt var einkum til umræðu í þessum efnum, annars vegar stofnun Grósku, samtaka jafnað- armanna og félagshyggjufólks, og hins vegar formleg viöræðunefnd um samstarf að frumkvæði for- manns Alþýðubandalagsins, Mar- grétar Frímannsdóttur. Nokkrar Kvennalistakonur hafa starfað með undirbúningsnefnd fyrir stofnfund Grósku. Þær hafa hins vegar lýst því yfir frá byrjun að þær starfi með samtökunum sem einstaklingar en ekki sem fúlltrúar Kvennalistans. Þær munu halda því starfi áfram á þeim forsendum sem ákveönar voru í upphafi. Ákveðið var að Kvennalistinn héldi áfram þátttöku í viðræðu- nefnd stjómarandstöðuflokkanna. Fulltrúar Kvennalistans í nefnd- inni hafa verið Steinunn V. Ósk- arsdóttir og Stefanía Óskarsdótt- ir. Ákveöið var að Kvennalistinn bætti við tveimur fulltrúum í nefndina. í viðræðunefndinni hef- ur komið fram sú hugmynd að halda lokaðan fund þar sem saman komi miðstjórnir Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Þjóð- vaka auk samráös Kvennalist- ans. Samráðið ákvað að leggja til aö slíkur fundur verði einnig op- inn öðrum og munu fram- kvæmdaráð og þingflokkur sjá um að móta tillögur Kvennalistans um umræðuefni og form slíks fundar. Auk þessa var rætt um fund sem haldinn var nú í haust þar sem þingkonur stjórnarandstöðu- flokkanna ræddu saman um auk- ið samstarf inni á þingi. Sam- ráðskonur voru sammála um að þingkonur Kvennalistans haldi áfram þessum viöræðum. Á samráðsfundinum voru samþykktar ályktanir um kjara- mál, álver og viku gegn ofbeldi. SEE

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.