Vera - 01.02.1997, Side 25
að að vinna í borgarkerfinu frá því við kom-
um þarna inn, ég og aðstoðarkona mín,
tvær kvenmannsvæflur og það voru bara
karlmenn í kringum okkur til að undirbúa
borgarráðsfundi og annaö slíkt.
Við höfum ráðiö konur eftir hæfni. Það
skiptir engu máli hvar þær standa í pólitík og
konur eru ekkert alltaf sammála. Málið snýst
heldur ekki um það, heldur að þær finni að
þær njóti stuðnings, virðingar og álits.
Karlmenn, sem eru mjög hefðbundnir í
sínu karlahlutverki, eru mun uppteknari af
því sem við getum kallað valdboð og hlýðni
við valdboö. Stjórnunarstíllinn er þá mjög
mikið að ofan og niður. En það eru sem bet-
urfertil undantekningar. Og hjá okkurí borg-
arkerfinu eru vissulega margir karlmenn sem
hafa mikla ánægju af að starfa með konum og
læra mikið á því.“
Er þá hægt að segja að konur og karl-
ar njóti jafnréttis í borgarkerfinu?
„Nei, helsta áhyggjuefni okkar er kjaraleg
staða kvenna. Það eru mjög stórir kvenna-
hópar hjá borginni sem eru illa staddir kjara-
lega. En það er ekkert einfalt mál að leið-
rétta þetta launamisrétti. Borgin gerir það
ekki upp á sitt eindæmi held-
ur þarf að vera víötæk sátt
um að gefa þessari leiörétt-
ingu forgang og hún þarf að
ná langt út fýrir borgarkerfið.
Konur eru flölmennasti lág-
launahópurinn I þessu landi.
Kannski verður einhver sátt
um að rétta hlut þeirra, en þá
stöndum við frammi fyrir þvl
að misréttið nær I gegnum
allt kerfið. Ef við lyftum botn-
inum, þá lagfærum við stöðu
þeirra kvenna sem lægst eru
„Verkalýðshreyfingin og
stjórnvöld verða að
beita afli sínu til að taka
á launamisrétti kynjanna
sem er innbyggt í
kerfið," segir Ingibjörg
Sólrún.
launaðar en eftir stendur það
launamisrétti milli kynja sem
er innbyggt í kerfið á öllum
stigum þess. Þaö er mitt mat
að bæði verkalýðshreyfing og
stjórnvöld veröi að beita afli
sínu til að taka á þessum
málum og eitthvað annað
veröi að bíða á meðan.”
Nú höfum við séð niöur-
stöður kannana um það að
íslenskar konur séu nokk-
uð á eftir kynsystrum sín-
um á öðrum Norðurlöndum
í jafnréttisbaráttunni. Hver
er ástæðan?
„Við erum langt á eftir
þeim í pólitík, sérstaklega
landsmálapólitík. Þetta er
eitthvað skárra í sveitar-
stjórnarmálum. Hins vegar
kalla sveitarstjórnarmál á
mikla vinnu. Þau eru illa borg-
uð, nema kannski í Reykjavík,
þannig að fólk getur ekki minnkað við sig
aðra vinnu. Þær konur sem gefa sig út í
sveitarstjórnarpólitík standa gjarnan frammi
fyrir því að vera með fulla vinnu, fjölskyldu
og heimili aö auki - og oft er Ittill eða enginn
stuðningur að heiman þegar á reynir. Þetta
er svo mikið álag, aö margar gefast upp eft-
ir eitt kjörtTmabil. Það hefur verið gerð könn-
un á högum kvenna sem hafa gefið sig út í
sveitarstjórnarpólitík og það kom T Ijós að
þær vinna almennt lengri vinnudag en gengur
og gerist og eiga fleiri þöm. Þetta eru einhveijar
kjamakonur - en svo gengur þetta ekki upp.”