Vera - 01.02.1997, Page 45
og þaö líður vart sá dagur aö ég detti ekki ofan á einhver vísdóms-
korn sem vefa sig inn í myndina. Það er gömul saga og ný að í fjar-
lægðinni finnur kona oft meira um sjáifa sig og sinn uppruna en þeg-
ar hún veður upprunann í hné.
Inanna er sú gyðja sem í seinni tíð (síðustu 4000-5000 ár) kemst
líklega næst því að hafa verið Hin mikla Gyðja, alltumfaðmandi, björt
og myrk, ástargyðja og valkyrja, skapandi og eyðandi, hin fullkomna
kona sem þó gat tekið á sig karlmannsmynd ef því var að skipta.
Goðsagnirnar um Inönnu fylla hér hverja bókina á fætur annarri og
eru notaðar jafnt af sálfræðingum og sagnfræðingum, dreymandi
Ijóðskáldum og harðskeyttum stjórnmálakon-
um, lesbíum og gagnkynhneigðum, gleðikonum
og konum T sorg, mæðrum og dætrum, eigin-
konum og hjákonum, þeim sem vinna með kyn-
líf og þeim sem mæta dauðanum í lífi sínu eða
vinnu sérhvern dag. í gegnum goðsagnirnar og
Ijóðin talar hún beint til okkar allra.
Ég er í hópi nokkurra ótrúlega heppinna
kvenna, sem áttu þess kost að taka kúrs um
Inönnu núna í haust með Betty DeShong Mea-
dor, sem þekktust er fyrir að vera Jungisti og mikils metin sálfræð-
ingur. Hún hefur síðustu 10 ár unnið að þýðingum úr súmersku á
kvæðum Enhedúönnu, sem var hofgyðja Inönnu. Betty skrifaði fyrir
nokkru yndislega bók sem heitir Uncursingthe Dark, -Treasures from
the Underworld, og er byggð á goðsögnunum um Inönnu. Hún er
núna að gefa út aðra bók um Enhedúönnu og
Inönnu, eins og hún birtist í Ijóðum hennar. Ljóð
Enhedúönnu eru hvorki meira né minna en elstu
Ijóð í heiminum, sem fundist hafa, þar sem höf-
undur er þekktur. Þau eru frá ca. 2300 f.kr., og
eru því mun eldri en Ijóð Hómers (líklega 9.öld
f.kr.) og Sappho (7.öld f.kr.), sem til þessa hafa
verið með elstu þekktu Ijóðskáldum. Makeba,
drottningin af Saba (ca. 1000 f.kr.), var skáld og
eitthvað hefur varðveist af hennar Ijóðum, en Ijóð
Enhedúönnu eru mun eldri. Þau eru líka sérstæð
að því leyti að þau fjalla að hluta um líf og tilfinn-
ingar skáldsins, svo við fáum ekki bara mynd af
Inönnu í gegnum Ijóðin, heldur af lífi og tilfinning-
um Enhedúönnu, hofgyðjunnar. Vegna þess
hvað Súmerar voru duglegir að skjalfesta alla
hluti vitum við þó nokkuð um uppruna og form-
lega stöðu Enhedúönnu. Öll vitneskja um hana
var reyndar grafin í jörðu þar til í kringum 1930
að breskir fornleifafræðingar (þ.á.m. Mallowan,
eiginmaður Agötu Christie), grófu borgina Úr úr
jörðu og fundu þar hof Mánagyðjunnar og guðs-
ins, þar sem Enhedúanna var hofgyðja. Og þótt
við höfum nú vitað um hana og ótrúleg afrek henn-
ar í ein 70 ár, þá er erfitt að finna nafn hennar
nokkurs staðar í alfræðiritum eða bókmenntum yfirleitt.
Enhedúanna var dóttir Sargons, Akkadíukonungs, sem lagði Súm-
eríu undir sig I kringum 2300 f.kr. Hún ríkti sem hofgyðja T meginhofi
Súmera og Akkadíumanna í Úr, en hofgyðjan var eins konar sjávarút-
vegs-, landbúnaðar-, iðnaðar-, mennta-, menningarmála- og kirkju-
málaráðfreyja (sbr.ráðherra), auk þess að vera biskup. Hún var gífur-
lega valdamikil og ríkti í 40 ár T valdatíma föður síns, tveggja bræðra
ogfrænda. Hún varfyrsta konan í röð margra slíkra valdamikilla hof-
gyðja sem fylgdu á eftir næstu 500 árin. Allar báru þær titilinn En-
(Enhedúanna, Enmenana, Ennirsiana, o.s.frv.), sem þýðir T raun
freyja (lady). Þær voru reyndar hofgyðjur Nanna og Ningal, sem voru
mánagoð og foreldrar Inönnu, en Enhedúanna tilbað Inönnu og gerði
hana að æðsta goði Súmera.
Betty Meador og Enhedúanna eru þó ekki þær einu sem hafa
skrifað um Inönnu. Ein af biblíum kvennahreyfingarinnar hér síðustu
ár er byggð á goðsögninni um ferð Inönnu til undirheima. Sú bók heit-
ir Descent to the Goddess og er líka eftir Jungista, Sylviu Perera, sem
um þessar mundir er að rannsaka gildi keltneskra goðsagna fyrir sál-
arþroska nútímafólks. „Descent" eða „undir-
heimaferð" er að verða algengt hugtak meðal
kvenna og táknar það ferli þegar við förum T
gegnum mikla erfiðleika sem breyta sjálfs-
mynd okkar. Mikið notað hjá konum sem hafa
verið kynferðislega misnotaðar, lentT heimilis-
ofbeldi, misnotað vTmuefni, gengið í gegnum
alvarleg veikindi eða hvers konar sorg og nið-
urlægingu. Jean Shinoda Bolen, sem er ein af
forvígiskonum hreyfingarinnar og skrifaði
bæði Goddesses in Every Woman og Gods in Every Man, var að gefa
út bók sem heitir Close to the Bone, Life Threatening lllness and the
Search for Meaning, sem byggir á sömu goðsögn. Diana Wolkstein
skrifaði ásamt Súmeriufræðingnum Samuel Noah Kramer, bókina /n-
anna, Queen of Heaven and Earth, sem í eru ýmis Ijóð og goðsagnir
um Inönnu. Ég er sjálf að vinna hverja ritgerðina
á fætur annarri út frá goðsögninni um undir-
heimaferðina, en er ekki síður hrifin af ástarljóð-
unum sem gætu verið spennandi innlegg 1 um-
ræðuna í Veru um erótík, kynhpeigð og klám og
ekki klám. Þau hafa vakið þvílíkan kraft og til-
finningar í okkur, sem höfum verið að vinna með
þau, að ótrúlegustu hlutir hafa fylgt í kjölfarið.
Ljóðaljóðin eru talin „innblásin" af ástarljóðum
Inönnu og þótt Ljóðaljóðin séu að mörgu leyti
fegurri, þá finnst mér Inönnu-ljóðin meira blátt
áfram og kynörvandi. Ljóðin um reiði og valkyrju-
eiginleika Inönnu eru svo aftur hin fullkomnu
vakningarljóð fyrir næstu kosningar, og bara í
daglegri stjórnmála- og Itfsbaráttu!
Systurkveðja til ykkar allra, með ósk um frjótt
og spennandi samstarf í krafti Gyðjunnar.
Verið þiö blessaðar,
Valgerður H. Bjarnadóttir
...táknar það ferli
þegar við förum í
gegnum mikla
erfiðleika sem breyta
sjálfsmynd okkar...
Mynd af Inönnu, drottningu
himins og jarðar.