Vera


Vera - 01.02.1997, Qupperneq 47

Vera - 01.02.1997, Qupperneq 47
ára, vera skráöur hjá Vinnumiðlun Reykjavík- ur og hafa rétt á atvinnuleysisbótum. Því miður komast mun færri að en vilja. Um- sóknir á námskeiðið hafa verið um 700 - 900 en aðeins þrjátíu einstaklingar eru teknir inn á hvert námskeið. Ég brá mérí heimsókn í Hitt Húsið og hitti þar Benóný Ægisson atvinnufulltrúa og einn af skipuleggjendum námskeiðsins. „Verk- efnið hefur verið í stöðugri þróun frá því það hófst árið 1992. Árið 1994 var farið meira út 1 að samtvinna fræðslu og starfsþjálfun og hefur það gefist vel," segir Benóný. „Það er lögð mikil áhersla á að þátttakandi hafi val og eigið frumkvæði um starf. Einnig höf- um við verið tilbúin að styðja þátttakendur í að koma eigin hugmyndum um vinnu og verkefni í framkvæmd.” Starfsmenn Hins Hússins hafa mikinn áhuga á að koma til móts við og bjóða þjón- ustu og ráðgjöf fyrir langtíma atvinnulausa og ungt fólk sem ekki hefur bótarétt, t.d. sem er nýkomið úr eða hefur dottið úr skóla. Það eru því gleðitíðindi að nú hefur Reykja- víkurborg lýst yfir vilja til að gera eitthvað fyr- ir þetta fólk. En hvernig hefur þessu fólki gengið að fóta sigívinnu eftirað það kemurafnámskeiðinu? „Yfirleitt hefur þetta gengið mjög vel en þó vill koma upp misskilningur stundum. Viö höfum ákveðið eftirlit með fólkinu sem fer frá okkur af námskeiðinu yfir á vinnustaði. Bæði til að sjá og finna að það sé að læra og öðlast reynslu og svo auðvitað hvort það standi sigí mætingu. Við höfum einnig hald- ið fundi með vinnuveitendum til að skýra út fýrir þeim þeirra ábyrgð.” En svo eru það ungar einstæðar mæður. Ég hef heyrt að margar hafi viljað taka þátt en ekki getað. „Það er rétt. Við reyndum að fá Dagvist barna til liðs við okkur en það var ekki vilji til þess. Við ræddum þá hugmynd að hafa barnagæslu hér í húsinu en réðum ekki við það fjárhagslega. Það er mikill áhugi hér í Hinu Húsinu á að gera eitthvað fyrir einstæðar mæður, hjálpa þeim og hvetja þær til að komast út I at- vinnulífið eða í nám. Þennan hóp þarf að kortleggja og gera eitthvað I málinu”, segir Benóný, og bætir við að hér með lýsi hann eftir hugmyndum! Ég enda þetta stutta spjall mitt við Ben- óný með því að spyrja hann út í framtíðar- draumaverkefni Hins Hússins og þar eru at- vinnumálin honum ofarlega í huga. „Við viljum efla og styrkja þjónustu við atvinnu- lausa á sem fjölbreytilegastan hátt, veita meiri ráðgjöf og stuðning við frumkvæði þeirra. íslenskt atvinnulíf þarf á fólki með frumkvæði að halda og því er nauðsynlegt að efla það hjá ungu fólki”. Unnur V. Kristjánsdóttir Ráðgjaf arstöð Húsnæðisstofnunar ■ Itt þuf greiðsluvanda? Leitaðu til ráðgjafa Allir geta lent í erfiðleikum með fjármálin og fjármögnun íbúðarhúsnæðis. í>ær forsendur sem voru til staðar í upphafi geta breyst við óvænt atvik. Mikilvægt er að leita strax til ráðgjafa Húsnæðisstofnunar áður en vanskil hlaðast upp. Með hjálp hans getur verið mögulegt að koma í veg fyrir erfiðleika síðar. Heildarlausn á einum stað Ráðgjafarstöðin vinnur í nánu samstarfi með bönkum og öðrum fjármálastofnunum. Ráðgjafar leitast við að finna heildarlausn fyrir umsækjandann með því að semja um öll vanskil, hvar sem þau kunna að vera. Úrræði Húsnæðisstofnunar • Skuldbreytingalán Mögulegt er að skuldbreyta vanskilum hjá lántakendum Ilúsnæðisstofnunar. • Frestun á greiðslum Unnt er að fresta greiðslum á lánum (afborgunum, vöxtum og verðbótum) í allt að 3 ár. Ekki bíða með vandann! Komdu í viðtal eða hafðu samband við ráðgjqfarstöðina í síma 569 6905. Viðtalstímar eru alla virka dagafrá 9-12 og 13-16. Grænt númer: 800 6969 < cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 569 6900 (kl. 8-16) • BRÉFASÍMI: 569 6800

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.