Vera


Vera - 01.04.1997, Síða 14

Vera - 01.04.1997, Síða 14
5S ynslóðaskipti kv^nnabaráttu n n i s Eg hef alla tíð verið haldin þeirri áráttu að skipta jafnt og gæta þess að enginn yrði útundan. Að sama skapi hef ég ætíð átt bágt með að þola þær hömlur sem fylgdu því að vera stelpa. Ég skal, ég vil, ég ætla voru kjörorð mín löngu áður enn ég heyrði orðið kvenréttindi. ímyndið ykkur þá raun að verða að vera í pífukjól á gamlárskvöld og fá ekki að fara út með bróður mínum, sem var heilu ári yngri, eftir að hafa verið í fremsta flokki þeirra sem söfnuðu í brennuna og varið hana með kjafti og klóm fyrir óvinum allan desembermánuð. Þurfa síðan að standa pen með slaufu í hárinu á meðan strákarnir vörðu brennuna og hjálpuðu til við að kveikja í brennunni okkar. Þessar bernskuáráttur hafa frekar eflst með árun- um og eru grunnur að allri minni pólitísku hug- myndafræði, sem sagt: Jöfnuður og réttindi allra til að vera og gera eins og sköpunargáfa þeirra býður. Ég finn enn fyrir þeirri uppljómun sem ég varð fyrir sem ung Verzlunarskólamær, alin upp á heimili fag- urblárra foreldra, þegar ég fór með bestu vinkonu minni - eina kommanum í mínum árgangi í Versló - á leshring um Marxisma með Einari Olgerissyni. Allt í einu opnaðist fyrir mér hugmyndafræði, sett fram á skipulegan máta, sem hæfði tilfinningum mínum og hugsjónum. Ekki síður hreifst ég þarna af kenningum Engels um hvernig hjónabandið og upp- bygging fjölskyldunnar setti konum skorður og hefti þær bæði í þroska og útrás sköpunargáfu. Þarna kynntist ég félögum sem ég vil helst kenna mig við og roðna ég af hamingju þegar einhver kallar mig marxista, jafnvel þó sá sami segi helvítis marxisti. Rauðsokkunum kynntist ég fyrst, líkt og flestir aðr- ir, þegar róttækar konur tóku sig saman og báru líkneskið fræga „Kona er líka maður“ í kröfugöngu 1. Maí 1970. Þessar konur, og málgagn þeirra For- vitin rauð, áttu stóran þátt í mótun minni sem ung kona og móðir. Barátta þeirra gegn því að konur væru skilgreindar eingöngu sem kynverur, eða út frá stöðu eiginmanna sinna, var ekki síst sá þáttur sem höfðaði hvað sterkast til mín. Skyldi því engan undra hvað mér þótti kvenréttindabarátta á íslandi hafa lagst lágt þegar Kvennalistakonur gleymdu að kona er líka maður og leyfðu sér að skilgreina fram- bjóðendur sína sem mæður svo og svo margra barna. Þótti mér að öll jafnréttisbarátta kvenna væri aftur komin á byrjunarreit. Það er ekki alltaf auðvelt að fylgja hugmynda- fræðilegri sannfæringu sinni í daglegu lífi og oft vilja vani og venjur taka yfirhöndina. Ég man að ég var einhverju sinni beðin að flytja minni karla á þorra- blóti herstöðvaandstæðinga á ísafirði. Ég sat með sveittan skallann einhverja nóttina á Þorra og reyndi að berja saman skondinn texta um ágæti karlpen- ingsins til að lesa yfir félögum mínum. Ég fékk þá ágætis hugmynd að mæra karlana á sama hátt og í hefðbundnu minni kvenna. Dásama þá fyrir blíðu, umhyggju og alúð við að hlúa að ungviði - mjög skondið, ekki satt? Það runnu á mig tvær grímur þar sem ég las yfir orð mín. Það var í raun frekar sorg- legt að mér þætti fyndið að eigna karlmönnum þessa Þessar konur, og málgagn þeirra Forvitin rauð, áttu stóran þátt í mót- un minni sem ung kona og móðir. Ásdís er félags- fræðingur og hefur lokið þremur árum í doktorsnámi við LSE í Bretlandi. B_ýr í New York. Kona er maður □LAFUR ÞQRSTElNSSONehf Vatnagarðar 4 • Pósthólf 551 • 121 Reykjavík BRÉFSEFNI UMSLÖG PRENTPAPPÍR KARTON LJÓSRITUNARPAPPÍR 14 vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.