Vera - 01.04.1997, Page 15
eiginleika. Eiginleika, sem hverjum manni
ætti að vera sómi að og ætti að keppast við
að tileinka sér. Á þessum tíma var umræða
um að karlmenn tileinkuðu sér kvenlega eig-
inleika lítið sem ekki farin að bera á góma og
hugtök eins og „mjúki karlinn“ þekktust
ekki. Svona stangast maður á við sjálfan sig
enn þann dag í dag og ekki er alltaf auðvelt
að láta orð og gerðir fylgjast að.
Oft var líka erfitt að framfylgja kröfunni
um jafnrétti í daglegu amstri á sjöunda ára-
tugnum og yfirleitt auðveldara að ganga í
hefðbundna verkaskiptingu innan heimilis-
ins og vinna að breytingum með uppeldi
barna sinna. Mér stendur enn fyrir sjónum
ein morgunstund með börnum mínurn. Það
hlýtur að hafa verið helgi því ég var að gefa
þeim eitthvert dýrindis marglitað korn úr
pakka. Þá sló niður þeirri hugsun að eitt af
þessum þremur djásnum mínum væri dæmt
af samfélaginu til að þjóna einhverjum
strákaling, sem trúlega sæti á sama tíma og
æti kókó-puffs í sams konar makindum.
Þvílíkt rugl, þvílíkar hefðir. Þá lofaði ég
sjálfri mér hátíðlega að aldrei skyldi nokkuð
í uppeldi barna minna ýta undir það sem
þætti sjálfgefið að væri annað hvort stráka
eða stelpu þetta eða hitt. Eg reyndi meðvitað
að umgangast þau fyrst og síðast sem jafn-
ingja og samferðamenn, en ég verð að viður-
kenna að það var oft á brattann að sækja,
þar sem uppeldi barna fer jú ekki eingöngu
fram innan veggja heimilisins. Hvernig hefur
tekist, hvað hefur áunnist? Áráttur mínar
hafa lifað sínu lífi með börnunum mínum og
þau líta á þær sem sterkasta þáttinn í per-
sónugerð minni. Við fjögur erum enn jafn-
ingjar, vinir og samferðarmenn. Tengdabörn
og barnabörn hafa bæst í hópinn. Tengda-
börnin trúlega komin vegna þess að þau að-
hyllast jöfnuð og mannréttindi og vonandi
tekst okkur sameiginlega að tryggja nýju
kynslóðinni virðingu og rétt til að lifa sem
skapandi einstaklingar þannig að þau móti
söguna líkt og við viljum móta hana.
meamömmw
Eg ólst upp með tveimur bræðr-
um og sósíalískum foreldrum.
Ég og bróðir minn lékum okk-
ur saman alla daga, allan dag-
inn, þar til við komumst á
kynþroskaaldur. Þá fór ég að vera meira
með stelpum og þótti hann, sem er bara
ellefu mánuðum yngri en ég, vera barna-
legur. Við lékum okkur jafnt í byssó og
mömmó og jafnvel þó að ég hafi alltaf
verið mamman í mömmó og indíáninn í
byssó, þá vorum við jafningjar og litum
á okkur sem slík. Bæði mamma og
pabbi sögðu mér alltaf að ég gæti gert hvað sem ég
vildi, en þegar ég var sex ára vildi ég helst verða búð-
arkona! Ég held að þó að mamma hafi verið
femínisti þá hafi skilaboðin sem hún gaf mér stund-
um verið tvíræð, því hún talaði um jafnrétti kynj-
anna við mig og strákana á sama tíma og hún vann
svotil öll heimilisverkin. Mamma og pabbi kenndu
bæði og unnu úti, en þegar heim var komið þá sá
mamma um matinn, þvottinn o.s.frv. á meðan pabbi
gerði þessi hefðbundnu karlaverk eins og að þvo bíl-
inn og búa til sósuna á sunnudögum. Við systkinin
höfðum hins vegar sameiginlegar skyldur á heimil-
inu. Ég held að mér hafi ekki þótt við neitt öðruvísi,
eg og strákarnir, að öðru leyti en því að þeir gátu
pissað standandi á meðan ég pissaði alltaf á skóna
mína þegar við þurftum að pissa úti í móa.
Almennt held ég að mamma hafi ekki prédikað
eða talað mikið um kvenréttindi við mig, og ef hún
gerði það var orðunum líka beint til strákanna, enda
held ég að bræður mínir séu báðir rnjög meðvitaðir
um jafnrétti almennt, þar með talin kvenréttindi. Ég
man að mamma keypti „Áfram stelpur“ kassettuna
sem var mikið spiluð. Mér þótti titillinn flottur og
myndirnar af öllum konunum og stelpunum sniðug-
ar. Á fyrsta kvennadaginn bjuggum við á ísafirði og
ég man að mamma sagði að ef við hefðum verið í
Reykjavík, þá hefðum við farið saman niður í bæ
með fullt af konum og hlustað á ræður. Mér þótti
Reykjavík gríðarlega stór og gat varla ímyndað mér
Eg man að
mamma keypti
„Áfram stelpur“
kassettuna sem
var mikið spiluð.
Mér þótti titillinn
flottur og myndirn
ar af öllum konun-
um og stelpunum
sniðugar.
göturnar troðfullar af bara konum. Það var
eitthvað voða spennandi við þetta allt sam-
an og hugmyndin að deila einhverju með
mömmu, sem strákarnir og pabbi áttu ekki
hlutdeild í, var ný og skemmtileg.
Á unglingsárunum fékk ég orð á mig fyr-
ir að vera frekjudós (sá titill hafði reyndar
festst við mig fyrr) og kvenréttindaröflari.
Ennþá, þegar ég hitti kunningja og vini úr
Æfingaskólanum eða MH, fæ ég að heyra
að ég hafi ekkert breyst og sé ennþá að japla
á sömu gömlu tuggunni um misrétti kynj-
anna, kynþáttamisrétti og stéttaskiptingu.
Það sem hefur líklega haft mest að segja um áhuga
og meðvitund mína um stöðu kvenna í þjóðfé-
laginu er pólitískur bakgrunnur foreldra minna.
Þó að kvenréttindi hafi ekki beinlínis verið rædd,
þá voru mannréttindi og jafnrétti stöðugt til um-
ræðu á heimilinu. Foreldrar mínir kenndu okkur
systkinunum að bera virðingu fyrir verkafólki, þau
kenndu okkur að deila og skipta jafnt á milli okkar,
o.s.frv.
Að sjá mömmu
vinna úti, sjá urn
okkur krakkana,
vinna að félags-
málum og í póli-
tík, fara í gegn-
urn háskólanám
og framhalds-
nám og flytja til
annarrar heims-
álfu, hefur auð-
vitað haft áhrif á
mig sem einstak-
ling og konu.
Hún hefur kennt
mér með for-
dæmi og stutt
mig í öllu sem ég
hef tekið mér
fyrir hendur.
J^ó/h/ís S.
\i/(íi/na/ss(/ó((ir
Þórdís er að ljúka
BA námi í ensku
og bókmenntum.
Stundar nám í
N.Y.City College
f Haarlem þar
sem aðeins 10%
nemenda eru hvítir.
Svceðanndd! ! !
Bætt heilsa, betri líðan.
Afsláttur fyrir
eldri borgara.
Gott verð
Gunnvör Björnsdóttir
Sími 551 3958
15 vera