Vera - 01.04.1997, Page 21
nslóðaskip
kv^nnabar
t i
á 11 u n n i
ekki í takt við eigin samtíð en það er reyndar al-
gengt með okkur mannfólkið. Á meðan hugmyndir
eru í loftinu erum við á eftir. Við lifum sem sé ekki í
núinu heldur erum á eftir því. Einstaka hugsuðir
geta skynjað eigin samtíma rétt og þá er sagt að
þeir sjái framávið, séu á undan samtíðinni. Eg held
að á næstu öld munum við sjá eitthvað allt annað í
pólitíkinni. Þess vegna finnst mér gamaldags að tala
um samstarf félagshyggjuflokkanna. Það hefur verið
gert svo oft.“
Hvað finnst þér um framtíð Kvennalistans?
„Eg held að hann hafi runnið sitt skeið og sagði
það á landsfundi fyrir einu og hálfu ári. Mér finnst
ekki hægt að taka hann eins og pakka og afhenda
einhverjum öðrum. Eg vil að við hugsum málin, lát-
um vindinn leika um okkur og finnum nýjar leiðir.
Eg sé ekki ástæðu til að gráta fyrirbæri sem hefur
gengið sína slóð. Það er málefnið sem skiptir máli.
Mér finnst líka umhugsunarefni hvernig hreyfing
getur verið bæði innan kerfis og utan - verið andófs-
afl og gengið um leið inn í kerfi þeirra sem verið er
að andmæla. Við verðum að passa okkur að spyrna
ekki við fótum og stöðva það sem vill fæðast.“
Drífa: „Eg held að það gæti orðið ungum konum
hvatning ef Kvennalistinn yrði aftur þrýstihópur
eða grasrótarhreyfing. Margar þeirra finna sig ekki
í Kvennalistanum eins og hann er nú enda er hann
barn síns tíma.“
Pórbildur: „Mjög fáar ungar konur finna sig í
stjórnmálaflokkum yfirleitt."
Drífa: „Eg er ekki sammála því.“
Kristrún: „Eg er sammála Þórhildi í því að pólitík-
in sé komin langt á eftir samtímanum. Eg er áhuga-
manneskja um sameinaðan flokk jafnaðarmanna en
tel ekki að markmiðið sé að sameina jafnaðarmenn
heldur að stofna nútímalegan stjórnmálaflokk þar
sem ég tel að ýmislegt þurfi að ræða. Við þurfum t.d.
að hugsa um þjóðerni okkar á annan hátt en gert
hefur verið - hætta dýrkun á 19. öldinni. Hafið þið
tekið eftir því að Davíð Oddsson talar alltaf um
Hannes Hafstein í hátíðarræðum? Margir líta einnig
á það sem stórkostlegasta afrek karla um sjötugt að
hafa náð að mjólka Marshall aðstoðina.“
Pórhildur: „Islensk pólitík hefur verið bundin í
viðjar sjálfstæðisbaráttu. Okkar Akkilesarhæll er að
hafa stokkið óundirbúin inn í sjálfstæðisbaráttuna
og misst af umræðunni um mannréttindi sem fór
fram í öðrum löndum á síðustu öld. Hér var enginn
vettvangur til slíkrar umræðu. Háskóli Islands var
t.d. ekki stofnaður fyrr en 1911.“
Kristrún: „Við kunnum ekki enn að ræða mann-
réttindamál, það kom vel í ljós fyrir tveimur árum
þegar grundvallarbreyting var gerð á mannréttinda-
ákvæðum stjórnarskrárinnar. Um það stórmál varð
nánast engin umræða. Ég vil að nýr stjórnmála-
flokkur snúi sér að því að ræða um þjóðfélagið eins
og það er - það þarf að eiga sér stað uppbrot hug-
mynda og í því efni er nauðsynlegt að hugmynda-
fræði Kvennalistans skili sér. Ég var einu sinni við-
stödd vorþing Kvennalistans og hreifst af þeirri að-
ferð sem notuð var við umræður t.d. þegar kom að
liðnum önnur mál. Þá stóð upp kona af Austurlandi
og lýsti yfir áhyggjum kvenna í kjördæminu af
ákveðnu máli. Síðan var það rætt fram og til baka
og dregin fram ýmis sjónarmið. Ég er viss um að
svona hefði ekki verið brugðist við í öðrum stjórn-
málaflokkum."
Drífa: „Ég er sammála því að það er allt annað
andrúmsloft á fundum hjá Kvennalistanum heldur
en öðrum stjórnmálaflokkum."
Pórhildur: „Kannski er það merkasta pólitíska
framlag Kvennalistans að hafa komið með ný
vinnubrögð. Þau geta hins vegar haft sína annmarka
og okkur hefur ekki tekist 'nógu vel að þróa þau
áfram. Til dæmis það að greiða ekki atkvæði leiðir
til þess að flestir eru sáttir þegar niðurstaða er feng-
in. Við atkvæðagreiðslu þar sem t.d. 51% eru með
en 49% á móti verður stór hópur óánægður og
finnst hann hafa tapað.“
Kristrún: „I flokkum þar sem mál eru afgreidd á
þann hátt, fer oft ekki fram nein umræða. Það þarf
að viðurkenna þá staðreynd að fólki kunni að líða
illa í stjórnmálaflokkum og koma í veg fyrir að það
verði aðeins þeir sem eru harðastir af sér og ósvífn-
astir sem ná áfram.“
Drífa: „Mig langar að búinn verði til vettvangur
eða grasrótarhreyfing sem yrði stuðningshópur fyr-
ir konur sem vilja vera í stjórnmálum.“
Pórhildur: „Verða þær ekki líka að komast að
víðar í þjóðfélaginu?“
Kristrún: „Jú, þess vegna finnst mér gott, það sem
borgarstjóri er að gera, að skipa sem flestar konur í
stöður innan borgarinnar. Ég er hrifin af nýju hug-
taki sem nefnist „mainstreaming", sem líka má orða
svo að umræðan sé unnin - þ.e. flestir eru sammála
urn að eitthvað verði að gera. Ef við lítum t.d. á
launamálin þá tel ég að konur hafi ekki enn unnið
umræðuna. Hagfræðin eða frjálshyggjan hefur unn-
ið hana. Allt er metið á peninganótum. Þeir eru eins
og náttúrulögmál.“
Nú fóru af stað miklar bollaleggingar um hvenær
eitthvað sé orðið „mainstream“ hugsunarháttur.
Þórhildur hafði áhyggjur af því að þá væri búið að
fletja allt út en henni var bent á að ýmislegt af því
sem Kvennalistinn barðist fyrir í upphafi gæti nú
fallið undir að vera orðið „mainstream“. Hún hafði
tekið dæmi af nefnd karla og kvenna þar sem alltaf
var spurt: „Eru nú allir sammála?" Hún þurfti þá að
leiðrétta fundarstjóra og segja: „Þú meinar öll?“ en
viðurkenndi að stundum hafi hún ekki nennt því
þar sem sé svo leiðinlegt að vera alltaf að nöldra.
Þegar konur þurfa ekki lengur að nöldra yfir slíkum
„smámunum“ hafa þær unnið þá umræðu og þar
með er litlu skrefi náð. Vonandi verða skrefin þó
stærri á næstu öld. Til dæmis þarf að vinna þá um-
ræðu að það sé náttúrulögmál að aðeins ein kona
sitji í ríkisstjórn landsins! EÞ
KRISTRÚN: „Ég er
áhugamanneskja
um sameinaðan
flokk jafnaöar-
manna en tel ekki
aö markmiöiö sé
að sameina jafnað-
armenn heldur aö
stofna nútímaleg-
an stjórnmála-
flokk þar sem ég
tel aö ýmislegt
þurfi að ræöa.
21 v^ra