Vera - 01.04.1997, Page 29
i ö t a I
Helga Jónsdóttir er formaöur stjórnar Landsvirkjunar og sést hér ásamt stjórninni. Eins og sjá má á
aöeins ein kona sæti í stjórninni, - Kvennalistakonan Kristín Einarsdóttir.
við að marka stefnuna og setja leikreglurnar.
Líklega má segja að áherslan á framkvæmd,
og þar með störf stjórnsýslunnar, hafi farið
vaxandi í röðum stjórnmálamanna á síðustu
árum, enda er hinn hugmyndafræðilegi
ágreiningur orðinn miklu minni nú en var
þegar heimurinn skiptist rnilli vinstri og hægri.
Það má segja að starf borgarritara sé mjög
fjölþætt. Ég hef verið lungann af mínum
starfsferli í stjórnarráðinu, sem telur fjórtán
ráðuneyti. Þættir sem falla undir ráðuneytin í
stjórnsýslu ríkisins, eiga líka heima hjá
Reykjavíkurborg. Hjá okkur er málefnum
hins vegar ekki skipað í ráðuneyti, þannig að
við sem störfum í Ráðhúsinu þurfum að geta
rætt málefni af mismunandi toga við flest
ráðuneytin.
En miðað við það ráðuneytisskipulag sem ég
er alin upp við, var það mér nýtt að kynnast
því hversu nrikill framkvæmdaaðili Reykjavík-
urborg er. Störf hjá borginni varða ekki síst
mannlega þáttinn; þjónustu borgarinnar; um-
ferðina, hvort skólabyggingar séu í lagi, hvort
grænu svæðunum sé sinnt og svo framvegis.
Það er mjög mikið af færu og reyndu fólki
hérna í Ráðhúsinu. Ég held samt að allir hafi
þeir haft gott af því að fá borgarstjóra með ný
viðhorf og skoðanir - sem hristi að vissu
marki upp í öllu kerfinu og slíkt er öllum kerf-
um nauðsyn. Opinber stjórnsýsla verður að
hafa ákveðna aðlögunarhæfni og sveigjan-
leika því að nýjum húsbændum, sem alltaf má
búast við í lýðræðisþjóðfélagi, geta fylgt nýjar
áherslur og við því verður kerfið að bregðast.
Borgarstjóri vinnur sín störf í þágu borgarinn-
ar af miklum heilindum og dugnaði og ég
heyri enga draga réttsýni hennar í efa.“
Heldur þú cið það breyti einhverju að borg-
arstjórinn er kona?
„Ef til vill er ekki rétt að orða það þannig
að það breyti miklu út af fyrir sig að borgar-
stjórinn er kona - hitt virðist mér einsýnt að
máli skiptir að núverandi borgarstjóri er
femínisti með afskaplega skarpa jafnréttissýn.
Meðal annars lýsir það sér í mikilli áherslu á
að jafna hlut kynjanna í störfum hjá borginni,
ekki síst stjórnunarstörfum. Þannig hefur
hlutur kvenna í æðstu stjórn borgarinnar vax-
ið mjög síðustu tvö árin og það er gleðilegt
hversu margar hæfileikaríkar konur hafa sótt
til borgarinnar þegar laus störf hafa verið aug-
lýst.
Mér dettur ekki í hug að konur séu almennt
hæfileikaríkari en karlar, fremur en að hið
öndverða sé staðreyndin. Hitt er ég viss um að
það skiptir máli að hafa hæfilega blöndu af
kynjunum í sem flestum störfum og um sumt
nálgast starfsmenn viðfangsefnin mismunandi
eftir því hvors kyns þeir eru. Þannig trúi ég því
að það sé til farsældar að nú er stjórnun ekki
nær einvörðungu í höndum karla, eins og
raunin var til skamms tíma.
Eitt af því sem mér hefur þótt mjög
skemmtilegt síðustu mánuðina er að stjórn-
endur borgarinnar hafa, með borgarstjóra í
broddi fylkingar, kynnt sér nýjar stjórnunarað-
ferðir sem eru að ryðja sér til rúms víða í um-
heiminum. Þessar stjórnunaraðferðir hafa ver-
ið kallaðar árangursstjórnun en fela í raun
ekki annað í sér en að hagnýta aðferðit, m.a. í
sambandi við áætlunargerð, sem vel hafa gef-
Ég held að öllu skipti í þessu
máli að borgarstjóri hefur, þrátt
fyrir geysilegar annir, gefið sér
tíma til þess að taka fullan þátt
í þessu verkefni með öðrum
stjórnendum borgarinnar.
ist bæði í opinberri stjórnun og fyrirtækja-
rekstri. Það felst m.a. í því að skilgreina ábyrgð
og vinnuferli sem best og leitast við að færa
verkefni og ábyrgð sent mest til þeirra sem
standa þurfa skil á framkvæmd og þjónustu.
Ég held að öllu skipti í þessu máli að borg-
arstjóri hefur, þrátt fyrir geysilegar annir, gef-
ið sér tíma til þess að taka fullan þátt í þessu
verkefni með öðrum stjórnendum borgarinn-
ar. Ég efast ekki urn að það hefur styrkt okk-
ur, stjórnendur Reykjavíkurborgar, mjög sem
hóp, bætt starfsandann og hefur þegar skilað
sér í nýjum og markvissari vinnubrögðum á
margan hátt. Hins vegar erum við enn í miðju
kafi og í þessu felast ýmsar breytingar sem
tíma tekur að koma á. En ég er staðfastlega
þeirrar trúar að breytingarnar, sem við vinn-
um að, eigi eftir að skila sér í enn betri borg og
borgarrekstri.“
Eitt er það málefni enn, sem varðar
okkur konur ekki síður en karla, þótt
við séum kannski á stundum eilítið
nærsýnni en þeir á það sem okkur
finnst koma okkur við. Því ekki lítils virði að
kona stjórni því málefni - sem er Landsvirkj-
un. Erunt við búin að virkja nóg? Er ekki
tóm vitleysa að vera með allar virkjanimar á
miðju eldfjallasvceði? Er eitthvert vit í að
stækka jámblendiverksmiðjuna? Er eitthvert
vit í tiýju álveri? Eigum við að leggja sæ-
streng til Evrópu? Em þetta ekki bara allt
saman tómir loftkastalar?
„Ég lít á þetta út frá sjónarhóli Landsvirkj-
unar,“ segir Helga, „sem er stofnuð til að
virkja fallvötnin og selja orkuna. Það skiptir
miklu máli fyrir okkur að renna fleiri stoðum
undir efnahags- og atvinnulífið en nú er. Ég
held að orkuframleiðsla skipti miklu máli í því
samhengi. Ég held að álver á Grundartanga og
stækkun járnblendiverksmiðjunnar styrki fyr-
irtækið Landsvirkjun og þjóðarhag. Ég treysti
mati þeirra sem álíta það hagsmuni sína að fá
meiri atvinnu í sitt hérað. En um leið verðum
við að standast þær kröfur um umhverfis-
vernd sem við höfum samþykkt. Það er rétt að
við höfum virkjað nóg fyrir almenna markað-
inn innanlands, eins og hann er í dag, en nú er
því spáð að eftirspurnin á þeim markaði fari
vaxandi. Við eigum, sem betur fer, ennþá
virkjanakosti sem eru mjög hagkvæmir.
Við erum staðsett þar sem hlýir og kaldir
hafstraumar mætast. Þess vegna eigum við
óvenju fengsæl fiskimið. Við nýtum þau. Á
sama hátt er skylda okkar að nýta þá orku
sem býr í fallvötnum og jarðhita, vegna þess
að önnur orkuframleiðsla er mun meira
mengandi. Virkjun fallvatna á að vera hluti af
framlagi okkar til orku- og umhverfismála í
heiminum. Við eigum að framleiða orku,
vegna þess að þar erum við samkeppnisfær á
alþjóðlegum grundvelli. Ef við berum okkur
t.d. saman við ýmis þriðja heims ríkin, sem
eiga mikla og ódýra virkjanamöguleika, þá
stöndum við betur að vígi því við erum iðn-
vætt samfélag með fært vinnuafl og lútum
leikreglum sem hægt er að treysta á.
Hvað snertir umræðuna um að virkjanirnar
séu á eldfjallasvæðum, þá er það rétt um þær
stærstu á Þjórsársvæðinu. Þær eru þó utan
sprengjusvæða og ekki taldar í beinni hættu
þótt til eldvirkni kæmi. Við búum nú einu
sinni í eldfjallalandi og verðum að lifa við
það. Þarna eru einfaldlega hagkvæmustu
kostirnir til að virkja. Það er þó traustvekjandi
að hafa líka virkjanir alveg utan eldvirkra
svæða, eins og t.d. Blönduvirkjun, ef eitthvað
skyldi fara úrskeiðis. Ég vil þó benda á að
eignir og mannvirki Landsvirkjunar eru mjög
vel tryggð.
Orkusala um sæstreng er verkefni sem
menn hafa verið að skoða á undanförnum
árum. Það má ekki gleyma því að vissir mikil-
vægir kostir felast í því. Almenni markaður-
inn hér innanlands vex hægt. í hvert sinn sem
ný virkjun er tekin í gagnið, tekur langan tíma
29 vera