Vera


Vera - 01.04.1997, Qupperneq 35

Vera - 01.04.1997, Qupperneq 35
Hún stendur viö risavaxnar prentvélar allan daginn og fylgist vökulum augum meö vélinni sinni. Hún sýnir prent- svarta fingurna og trúir mér fyrir þvi aö dragtir passi ekki í þessari vinnu. Álfhildur AgnesJónsdóttir er eini starf- andi kvenprentarinn á landinu í dag en þær konur sem lagt hafa fagið fyrir sig eru teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hafði áöur unnið í 10 ár viö bókband þegar henni bauðst að komast á samning og læra prentun. Hún sló til og líkar vel. Álfhildur segist ekki hafa oröiö vör viö mikla fordóma i sinn garð vegna starfsins. Þegar hún var aö byrja aö læra voru þó sumir af eldri mönnunum í greininni hræddir um að launin í faginu myndu lækka ef konur bættust í hópinn! Margir í fjölskyldu Álfhildar starfa við bókagerð og þekkja þvi vel til starfsins. „Það eru helst þeir sem ekki þekkja til sem hafa einhverja fordóma,“ segir hún. „Ég heföi líklega aldrei valiö þetta fag sem unglingur en meö- an ég vann sem bókbindari kynntist ég því vel og vissi því að hverju ég gekk. Andinn er góöur og karlkynsnemar hafa hingað til ekki átt í vandræðum með að taka við fyr- irskipunum og leiðbeiningum frá mér,“ segir hún. Félag bókageröarmanna hélt upp á aldarafmæli félagsins meö pomp og prakt þann 4. apríl sl. Konur eru rúm 30% félagsmanna og innan félagssins hefur undanfarin ár ver- ið starfrækt öflugt kvennastarf. SJ

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.