Vera


Vera - 01.04.1997, Síða 36

Vera - 01.04.1997, Síða 36
A. Karólína Stefánsdóttir Ljóðalda „úr djúpi þagnar“ Forljóð Ljóðið hafði dvalið í djúpum mér svo lengi að það kunni ekki að nota vsengina vissi varla að það væri til... Á langmyrku tungli speglaðist það í auga almættisins og kviknaði á ný braust fram með eldinum kom nakið og sviðnað á fjöðrum með glóandi hjartasár dvaldi í lófa mér litla stund lagði svo á brattann. Ég horfi á eftir því endurborin móðir og barn í senn skýrð í máttarblóði sköpunarinnar. Eldljóð Því horfir þú, konan úr auga föðurins á guðdóminn móðuriaus og fjöðrum rúin? Því ertu ein og fangin í heimi hans villt í völundarhúsi óttans án vitundar um þína guðlegu móður gyðju heimsins? Þú veltir varla fyrir þér hvers vegna þeir tveir einstæðir feðgar ríkja á himni þínum? Hvað varð um móðurina? Því er hún ónefnanleg gleymd og forsmáð? Hvað segir það þér og mér um kúgun og smán kvenna og þjóða? Þeir kröfðust guðdóms í eigin mynd keisarar og klerkar heimsins og vörpuðu móðurinni fyrir róða. Lengi braut hún sér leið gegnum mistrið í mynd Maríu. Skein á himni föðurins sem fögur stjarna. Gaf fyrirheit og von um nýjan dag. Hver verður sá faðir sá heimur sem fjötrar móður í myrkri alda? Hvers gjöldum við Jarðarbörn með blekkingararfinn í brjósti vængstífð í viðjum óttans? „Hvers vegna?“ spyr vindurinn af vængjum ljóðsins. „Hvers vegna - hvers vegna?“ Gustar um gáttir tímans þung í skauti þúsund ára þögn. Skapaljóð Þýtur í lofti lifnar alda. Ur djúpi þagnar flæða tónar flæða töfrar tala vé. Sál mín þekkir seiðinn forna. Vitið þér enn eða hvað? Völvu söngvar vekja huga hliðin opnast eitt af öðru í hjarta mínu dunar, dunar. Vitið þér enn, eða hvað? MÓÐIR HEIMSINS er að rísa úr myrkri alda endurborin eins og Mána sem kviknar á ný. Frjóvguð af alheims ástarafli lauguð í gullnum tárum tímans fæðir hún af sér nýja vitund nýjan heim. Vitið þér enn, eða hvað? Á nýju tungli I febrúar 1997 Höfundur er félags- og fjölskylduráögjafi á Heilsuverndarstöðinni á Akureyri þar sem hún vinnur m.a. meö sjálfsstyrkingu kvenna. í félagi viö Valgeröi H. Bjarnadóttur samdi hún og hélt sjálfstyrkingarnámskeiðið Lífsvefurinn. „í vinnu minni sé ég stööugt betur hvaö trúarleg viðhorf samfélagsins hafa djúp áhrif á sjálfsmynd okkar," segir Karólína. 36 v£ra

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.