Vera - 01.04.1997, Side 43
%
*
STÓLPA-
konur
Málverkasýning
Sigríðar Gísladóttur
Fyrr í vetur hélt Sigríður Gísladóttir
málverkasýningu í Galleríinu
Hornið við Hafnarstræti. Á sýn-
ingunni, sem bar yfirskriftina
„Lurkur“, sýndi hún 13 stór olíu-
málverk, öll af konum í mismunandi hlut-
verkum eða störfum sem gefin eru til kynna
með táknum og tilvísunum í þjóðlífið.
Myndirnar hennar eru ekki allar þar sem
þær eru séðar. Þær hafa mjög gamalt yfir-
bragð og fljótt á litið sýnast þær mikið og ná-
kvæmlega unnar en þegar betur er að gáð er
pensilfarið létt og frjálst en hún beitir gamalli
og nýrri tækni jöfnum höndum. Svipað má
segja um innihaldið. Maður heldur fyrst að
þetta séu helgar konur komnar langt aftan úr
öldum en svo kemur í ljós að þetta eru jarð-
neskar nútímakonur, nánar tiltekið ná-
grannakonur Sigríðar í Staðarsveitinni.
„Það eru alls ekki allir sem átta sig á því
að ég er nútímakona. Né því að ég er að
vissu leyti áróðursmálari. Ég hef reyndar
aldrei litið á mig sem harðan femínista en
kannski er ég það samt. Þessar myndir nn'n-
ar fjalla vissulega um trúarbrögð en ekki síð-
ur þennan ákveðna baráttuvilja sem konur
þurfa að hafa til þess að komast af. Og mód-
elin mín eru stólpakonur. Þær tóku t.d. litla
rútu á leigu og komu allar saman á opnun-
ina. Ég var djúpt snortin. Þær komust við ill-
an leik heim aftur.“
Sjálf hefur Sigríður örugglega fengið væn-
an skammt af baráttuvilja í vöggugjöf en
hún er einstæð móðir og býr með þremur
börnum sínum á Bjarnarfossi á Snæfellsnesi.
Elsta barnið er í útlöndum við nám.
„Mig langaði til að láta á það reyna hvort
ég gæti lifað af því einu að mála og ákvað að
Fyrirmyndir Sigríðar eru nágrannakonur hennar í
Staöarsveit á Snæfellsnesi.
gefa því tvö ár uppi í sveit. Nú er ég hálfnuð
með tímann og bara nokkuð bjartsýn." Hún
getur að vísu ekki leyft sér mikinn munað,
t.d. getur hún ekki hitað húsið sitt upp nema
að litlu leyti. Það er stundum mjög kalt og
oftar en ekki frýs í pípunum og þá þarf hún
að sækja vatnið út í læk. Sigríður lætur svo-
leiðis nokkuð ekki buga sig en hlakkar til
vorsins.
„Til hvers lifir maður annars en að sigra?“
Við óskum henni alls hins besta í lífsbar-
áttunni.
Áslaug Thorlacius
i
i
intranet ehf.
Intranet ehf. er leiðandi fyrirtæki á
sviði Inter- og i ntranetþj6nustu. Við
bjóðum fyrirtækjum og stofnunum alla
þá þjónustu sem nauðsynleg er til að
byggja upp öflugt u p p I ý s i n ga ke rf i.
Hvort sem um er að ræða
upplýsingamiðlun á Veraldar-
vefnum(WWW) eða á intraneti höfum
við lausnir fyrir þig. Við bjóðum hvers
kyns forritunarþjónustu, gagnagrunns-
forritun, vefsíðugerð og hönnun.
Nánari upplýsingar í síma 551 2110.
netscape á íslandi
43 v£ra