Vera - 01.04.1997, Page 44
nga baráttukonan
SAMVISKA
jafnréttissinna
í Háskólanum
rætt við
Lindu Blöndal,
kvennafulltrúa HÍ
Hvernig finnst þér staða jafnrétt-
ismála vera innan HÍ og hvar
er helst þörf fyrir úrbætur?
„Staðan er ekki góð. Það er
ekki til nein heildarstefna Há-
skólans í jafnréttismálum. Það stendur hins
vegar til bóta því að svokölluð millifunda-
nefnd jafnréttismála innan Háskólans hefur
verið að vinna að drögum að jafnréttisáætl-
un sem lögð verður fyrir Háskólaráð innan
skamms. í áætluninni er meðal annars lagt til
að jafnréttisnefndin verði fastanefnd en það
hefur hún ekki verið hingað til. Með svona
áætlun er auðvitað ekki búið að afgreiða
jafnréttismálin því það þarf að sjá til þess að
henni verði framfylgt. Það er brýn þörf á að
fjölga konum á ýmsum stöðum innan Há-
skólans. Konum fækkar eftir því sem ofar
dregur í valdapframídanum. Þær eru fæstar í
æðstu stöðum en af 150 prófessorum eru að-
eins 11 konur.“
Hvemig er staða jafnréttismála meðal
stúdenta?
„Staða jafnréttismála meðal stúdenta end-
urspeglar að vissu leyti stöðuna innan Há-
skólans í heild. Til dæmis hafa einungis tvær
konur verið formenn Stúdentaráðs frá upp-
hafi. Staðan er þó ólík að því leyti að fasta-
nefndir Háskólans eru meira og minna skip-
aðar körlum en svo er ekki hjá Stúdentaráði.
Kynjahlutföll í ráðinu hafa lengi verið alveg
jöfn milli kynja enda raðað á framboðslista
með jafnrétti í huga. Áhugi fyrir jafnréttis-
málum hefur verið lítill, bæði innan Stúd-
entaráðs og innan Röskvu og Vöku. Um-
ræða um jafnréttismál hefur þó verið að
aukast síðustu 1-2 ár. Fyrir síðustu kosning-
ar var umræða um þessi mál meiri en áður
hefur verið. Kosningamál Röskvu í jafnrétt-
ismálum var að gera Háskólann að tilrauna-
samfélagi fyrir jafnrétti og að ákvæði þar um
verði komið inn í næstu jafnréttisáætlun Rík-
isstjórnarinnar. Slíkt tilraunasamfélag myndi
ná til fleiri hópa en kvenna en aðaláherslan
er á jafnrétti kynjanna. Þetta er stórt og mik-
ið mál sem jafnréttisnefnd Stúdentaráðs hef-
ur með höndum núna, en þar á ég sæti. Þetta
er í fyrsta skipti sem fastanefnd fær verkefni
í jafnréttismálum til umfjöllunar eftir kosn-
ingar.
Það er hins vegar ekki einhugur um stöðu
kvennafulltrúa innan Stúdentaráðs. Margir
vilja breyta kvennafulltrúa í
jafnréttisfulltrúa og telja
ákveðna mismunun liggja í því
að sinna sérstaklega málefnum
kvenna. Aðrir benda á að
staða kvennafulltrúa var
stofnuð til að sinna málefnum
kvenna og að það sé eðlilegt
að hlutirnir séu kallaðir sínum
réttu nöfnum. Ég get í raun-
inni tekið undir bæði sjónar-
mið. Það er heiðarlegra að
kalla þetta kvennafulltrúa en
það er kannski hægt að ná
fleiri eyrum með því að kalla
sig jafnréttisfulltrúa.
Hvað varðar hinn almenna
nemanda þá þarf að auka svig-
rúm í námi en lítið svigrúm
bitnar mjög á konum. Þær fá
t.d. ekki að taka sjúkrapróf ef
þær eru óléttar og komast ekki
í próf. Það þarf líka að gera
kannanir á því hvað ræður
námsvali karla og kvenna,
hvaða ástæður eru fyrir því að
fólk hrekst frá námi og hvort þar er kynja-
munur á. Það er einnig brýnt að gera könnun
á kynferðislegri áreitni innan Háskólans.
Kannanir erlendis frá sýna að 10-20% nem-
enda verða fyrir kynferðislegri áreitni. Það er
ekki ástæða til að ætla að þetta sé frábrugðið
hér en við þurfum að kanna það til að fá
traustan umræðugrundvöll. Það er mikilvægt
að setja einhver viðmið um samskipti milli
nemenda og kennara. Oft breyta slík viðmið
ein og sér heilmiklu því þá veit fólk frekar
hvar mörkin liggja. Það er þá ein leið til að
gefa í skyn hvað sé æskilegt í samskiptum sið-
aðra manna að t.d. Félag háskólakennara
setji sér einhverjar siðferðisreglur. Slíkt er líka
að finna innan margra háskóla erlendis."
Hvert er hlutverk kvennafulltrúa?
„Kvennafulltrúi er í raun samviska jafn-
réttissinna í Háskólanum. Hann á að afla
upplýsinga, gera kannanir og koma á fram-
færi staðreyndum. Hann á líka að standa fyr-
ir áróðri og vinna að því að jafnréttismál
verði tekin jafn alvarlega og aðrir málaflokk-
ar. Kvennafulltrúi þarf að vera svolítið rót-
tækur. Það hafa auðvitað verið markaðar
ákveðnar línur á undan mér sem ég get stuðst
við. Ég fékk miklar upplýsing-
ar í hendur þegar ég byrjaði en
kom ekki að tómum kofa eins
og fyrsti kvennafulltrúinn. Mér
finnst það hins vegar mjög
mikilvægt að kvennafulltrúi
hafi völd. í fyrsta skipti sem
kvennafulltrúi var valinn var
það gert að skilyrði að hann
væri Stúdentaráðsliði. I síðustu
tvö skipti hefur staðan hins
vegar verið auglýst þannig að
allir stúdentar hafa getað sótt
um. Ég sótti um stöðuna en sit
hins vegar líka í Stúdentaráði.
Mér finnst eðlilegt að kvenna-
fulltrúi sé einhver sem situr í
Stúdentaráði eða Háskólaráði.
Hann þarf að vita hvernig þessi
tæki virka og hvernig hægt er
að nota þau. Jafnréttismál eru
ekki yfir pólitík hafin og þess
vegna er eðlilegt að kvennafull-
trúi sé í samræmi við þær
grundvallarhugmyndir sem eru
að finna hjá meirihlutanum
hverju sinni. Þeir sem hafa áhuga á jafnrétt-
ismálum úti í skóla ættu samt að geta látið til
sín taka með því að vera í starfshópi um jafn-
réttismál, eins og tíðkast um aðra mála-
flokka innan Stúdentaráðs. Næst vildi ég
helst að það væri fulltrúi stúdenta í Háskóla-
ráði sem tæki að sér starf kvennafulltrúa.
Það væri mjög sterkt til að sjá til þess að
jafnréttisáætlun Háskólans verði framfylgt.“
Hvað hefur þú verið að gera síðan þú
tókst við stöðu kvennafulltrúa og hvað er
framundan?
„Seta mín, ásamt formanni jafnréttis-
nefndar, í millifundanefnd Háskólans um
jafnréttismál hefur verið nokkuð stór hluti af
starfinu í vetur. Innlegg stúdenta í jafnréttis-
áætlun HÍ er þá helst í gegnum kvennafull-
trúann. I haust stóð ég, ásamt jafnréttisnefnd
SHÍ, fyrir fundi um ímynd karla og kvenna.
Þangað komu tveir rithöfundar, þau Súsanna
Svavarsdóttir og Guðmundur Andri Thors-
son. Við héldum líka menningarlegt jafn-
réttiskvöld með Torfhildi, félagi bókmennta-
fræðinema. Á jafnréttisþingi Jafnréttisráðs í
haust kynntum við síðan stöðu kvennafull-
Kosningamál
Röskvu í jafn-
réttismálum var
að gera Háskól-
ann að tilrauna-
samfélagi fyrir
jafnrétti og að
ákvæði þar um
verði komið inn
í næstu jafn-
réttisáætlun
ríkisstjórnarinn-
ar. Slíkt til-
raunasamfélag
myndi ná til
fleiri hópa en
kvenna en aöal-
áherslan er á
jafnrétti
kynjanna.
44 v£ra