Vera


Vera - 01.04.1997, Page 50

Vera - 01.04.1997, Page 50
Fraetf konan Vantar fólk í verkfræði og hugbúnaðariðnaðinn Anna Soffía Hauksdóttir er prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor Verkfrceðideildar Háskóla íslands. Hún tók við því starfi 1988 og hefur verið forstöðumaður Kerfisverkfrceðistofu Verkfrœðistofnunar Háskóla íslands frá 1992. Anna Soffía lauk doktorsprófi í rafmagnsverk- frceði frá Ohio State University 1987. í doktorsverkefni sínu þróaði hún aðferðir til hönnunar stýringa fyrir ákveðnar tegundir kerfa sem nefnast ólínuleg kerfi, Anna Soffía fékk áhuSa á stæröfræöi og raunvísindum á unga aldri og á því >,/ , , - ,,, sviöi fékk sköpunargáfa hennar útrás. en aðferð hennar ma m.a. beita til sjalfstyrmgar bila. e Anna Soffía er 38 ára og hefur haft áhuga á stærðfræði og raunvísind- um frá því hún man eftir sér. Hún var byrjuð að glíma við stærð- fræði 4 ára gömul og í mennta- skóla valdi hún eins margar raungreinar og mögulegt var. í hennar huga er verkfræði skemmtileg og skapandi grein sem faðir henn- ar veitti henni innsýn í en hann er verkfræðing- ur. „Það er mikilvægt að kynna raunvísindi og tæknivísindi betur fyrir ungu fólki og nauðsyn- legt að hefja undirbúninginn strax,“ segir hún og telur að leggja þurfi mikla áherslu á raun- greinar í grunnskólum landsins. „Ef nemendur hafa lélegan undirbúning velja þeir sér síður lífsstarf á þessu sviði. Okkur vantar fleira fólk með vísinda og tæknimenntun m.a. til þess að efla nýsköpun í atvinnulífinu enn frekar.“ Anna Soffía segir að foreldrar hennar hafi leyft áhuga hennar á raungreinum að njóta sín og fljótlega kom sköpunargáfan í ljós. Hún gat spurt pabbi sinn þegar hún skildi ekki eitthvað og mamma hennar studdi hana í íslensku, er- lendum tungumálum og sauma- og prjóna- skap. „Við pabbi bjuggum til dúkkuhús á tveimur hæðum með stiga, arni og öllu tilheyr- andi og þegar ég var 19 ára smíðuðum við rúm. Ég var alltaf að fást við eitthvað, bjó mér t.d. til gítar úr Machintoshdollu einhvern sunnudag þegar mér leiddist. Þegar ég var í gagnfræðaskóla valdi ég tómstundanámskeið í rafmagnsfræði og var eina stelpan sem það gerði. Ég bjó til lítið rafmagnsorgel með sjö nótum í þessum tímum. Ég hafði gaman að allri fínvinnu og bjó til flíkur á mig með aðstoð mömmu. Mamma er tónlistarmenntuð og kenndi á píanó og vakti áhuga minn á listum og tónlist. Ég nennti ekki að læra á hljóðfæri en var í kór frá 11 ára aldri til 23 ára, m.a. í Kór Mennaskólans við Hamrahlíð. Það var stórkostlegur tími og ég bý alltaf að þeirri reynslu sem ég öðlaðist þar, bæði tónlistarlega og félagslega.“ Anna Soffía tók Menntaskólann við Hamrahlíð á þremur árum og hóf strax nám í efnafræði við HÍ. Hún var að velta fyrir sér að fara í matvælaverkfræði en hætti við og komst eftir árs nám í efnafræði inn á annað ár í raf- magnsverkfræði haustið eftir. Hún lauk BS prófi 1981 og fór beint til Bandaríkjanna þar sem hún tók masterspróf 1983 og doktorspróf 1987. Hún gifti sig árið 1981, Þorgeiri Óskars- syni sjúkraþjálfara. „Við eigum 4 ára dreng, Hauk Óskar og 10 mánaða gamla stúlku, Margréti Aðalheiði, og Þorgeir á einnig 16 ára son, Einar. Við höfum haft tækifæri til þess að taka okkur bæði fæðingarorlof. Ég var heima í sjö mánuði eftir að dóttir okkar fæddist, síðan tók Þorgeir við og verður í sex mánuði.“ Rannsóknir í tengslum við atvinnulífið Á Kerfisverkfræðistofu eru unnin að jafnaði 12 mannár á ári. Þar er unnið að margskonar rannsóknum og vinnur Anna Soffía að sex til sjö rannsóknaverkefnum ásamt sérfræðingum Kerfisverkfræðistofu. Ennfremur hefur hún haft umsjón með fjölmörgum lokaverkefnum nemenda til BS eða mastersgráðu. Hún á líka sæti í Rannsóknarráði íslands og er formaður stjórnar Rannsóknanámssjóðs. „Það er gríðar- lega skemmtilegt að vinna að þessum verkefn- um. Einnig er vinnan með nemendum mjög gefandi, við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá marga framúrskarandi nemendur og t.d. er mjög gaman að sjá hvað nemendur kunna vel að nýta sér tölvutæknina sem hefur breytt allri aðferðafræði í okkar fagi sem og víðar. Við vildum hins vegar gjarnan sjá fleiri nemendur í verkfræðinni, þörfin í atvinnulífinu fyrir fólk með slíka kunnáttu er mikil og fer vaxandi. í dag eiga rafmagns- og tölvuverkfræðingar ekki í neinum vandræðum með að fá vinnu og mættu gjarnan vera fleiri. Þeir fá störf víða, m.a. í hugbúnaðariðnaðinum sem er ört vax- andi útflutningsgrein hér á landi,“ segir Anna Soffía en hún hefur tekið virkan þátt í að end- urskipuleggja námið í rafmagns- og tölvuverk- fræði undanfarin þrjú ár. Hún var formaður tölvunefndar verkfræðideildar í sex ár og vann m.a. að því að útvega fé til tölvuvæðingar. „Kerfisverkfræðistofa og Verkfræðistofnun í heild er mjög mikilvægur vettvangur fyrir verkfræðilegar rannsóknir hér á landi enda eina stofnun sinnar tegundar." Hvers konar verkefni eru þetta? „Mitt sérsvið er stýritækni og kerfisverk- fræði og hefur þetta svið hagnýtt gildi víða. Ég vann við gerð rauntímahermis fyrir Nesja- vallavirkjun og vinn nú að ofnhermi fyrir ís- lenska járnblendifélagið. Við vinnum mikið með atvinnulífinu, t.d. höfum við að jafnaði unnið þrjú til fjögur mannár á ári fyrir Flug- málastjórn. Við höfum búið til flugumferðar- hermi og erum nú að vinna að viðamiklu verk- efni í samvinnu við flugmálastjórnir íslands, Bretlands og Bandaríkjanna, IATA - alþjóða- samtök flugfélaga, og þýska flugfélagið Luft- hansa. Verkefnið er styrkt af Alþjóðaflugmála- stofnuninni og tengist framtíðarflugumferð um Norður-Atlantshaf og byggir á fluggögn- um sem safnast á flugleiðinni yfir hafið. Til- gangurinn er að finna hvernig hagnýting nú- tíma tækni getur stuðlað að hagkvæmustu flugleiðum í því skyni að spara eldsneyti. Á leið sinni yfir hafið senda flugvélarnar veður- upplýsingar úr háloftunum sem ekki nýtast nægilega vel í dag. Einn nemandi hefur nýlok- ið verkefni sem er hluti af öðru stærra verkefni hjá okkur, sem kallað er „lifandi veðurvarp“ en það byggir á því að safna þessum veðurat- hugunum saman og gera þær aðgengilegri fyr- ir aðila sem þurfa á þeim að halda, t.d. Veður- stofuna, Vegagerðina, Slysavarnafélagið og Flugmálastjórn, en þessir aðilar eru samstarfs- aðilar okkar í þessu verkefni. Á Kerfisverkfræðistofu er einnig unnið að því að þróa nýja fjarskiptatækni fyrir heimilin, í samvinnu við Póst- og síma og Nýherja, und- ir forystu Ebbu Þóru Hvannberg dósents. Verkefnið nefnist Amuse og byggir á háhraða- samskiptum á milli miðstöðvar og venjulegs sjónvarpstækis með viðbótarbúnaði og gerir kleift að panta t.d. gamlar fréttir eða annað sjónvarpsefni og bíómyndir. Einnig tengist heimabanki og heimaverslun þessu verkefni. Þetta verkefni er eitt stærsta verkefnið sem styrkt er af Evrópusambandinu hér á landi og eru samstarfsaðilarnir frá sjö löndum.“ EÞ 50 vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.