Ritmennt - 01.01.2001, Page 17
RITMENNT
HELSTU PRENTAÐAR SKRÁR
Skrár aö forsögn Jóns Sigurðssonar
Með rómantísku stefnunni á 19. öld breyttist meðal annars bæði
viðhorf til lista og vísinda svo meira var farið að huga að fornum
textum en áður. Um rniðja öldina var orðin mikil þörf fyrir skrár
um íslensk handrit svo fræðimenn gætu fengið yfirsýn yfir það
sem varðveist hafði frá fornu fari, bæði með hliðsjón af textaút-
gáfum og annars konar rannsóknum.
Eins og fyrr var greint höfðu Svíar náð að draga að sér allstórt
safn íslenskra handrita sem segja má að væri lokað fræðimönn-
um þar sem engin skrá var til um efnið. Átti þetta einkum við
um Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi. Svenska Fornskrift-
Sállskapet kom með tillögu um að gerð yrði skrá um þessi hand-
rit með eftirfarandi rökum:
Alþingi.
Den samling af [...] námnda handskrifter, som förvaras i sagde biblio- Jón SigUrðsson, málverk eftir
thek, intager, i rikhaltighet, den nármaste rummet efter den Arne- Schiitte
Magnæanska i Köpenhamn, och flera af dem áro af den álder och vigt
inom denna gren af litteraturen, att de ofta varit rádfrágade och
begagnade vid behandlingen af dessa ámnen. En nármare kánnedom af
vára forn-nordiska kodices bör sáledes blifva válkommen för forskare i
denna vág.7 8
Skrá yfir umrædd handrit tólc síðan saman Adolph Ivar Arwids-
son undir nafninu Förteckning öfver Kongl. Bibliothekets i
Stockholm Islándska handskrifter, sem út kom árið 1848. í
stuttum formálsorðum er frá því greint að þegar Jón Sigurðsson
hafi dvalist í Stokkhólmi árið 1841 hafi hann skráð ótiltekinn
fjölda handrita í safninu sem hafi „[...] tjenat utgifv(elsen) till
hufvudsaklig ledning vid dette arbete [...]".8 í slcránni eru stuttar
handritalýsingar, en auk þess efnisskrá, sagnaskrá og skrá yfir
mannanöfn.
Hið íslenzka bókmenntafélag var stofnað árið 1816 en keypti
fyrst handrit 1822. Það var þó fyrst 1854, í forsetatíð Jóns Sig-
urðssonar, að Kaupmannahafnardeild félagsins sendi heiðni í
dreifibréfi til félagsmanna að þeir létu liandrit af hendi rakna til
félagsins.
7 Svenska Fornskrift-Sállskapets almánna ársmöte 1847, bls. 1.
8 A.I. Arwidsson, Förteckning öfver Kongl. Bibliothekets i Stockholm Is-
lándska handskrifter, bl. 3r.
13