Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 18

Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 18
OGMUNDUR HELGASON RITMENNT Vér leyfum oss jafnframt að benda til þess, að félagið tekur fegins hendi móti alls konar handritum, fornum og nýjum, sem menn kynni vilja senda því, svo sem t.a.m. annálum, ættatölubókum, kvæðum, rímum, bréfum, dómabókum, máldögum o.s.frv. - Þau handrit, sem félaginu verða send, munu verða geymd vandlega í söfnum þess, og notuð þegar kostur er á, en nöfn gjafaranna og innihald auglýst í Skírni.9 Árið 1860 lagði Jón Sigurðsson til að gerð yrði skrá yfir handrit Bókmenntafélagsins sem farin voru að skipta hundruðum, lang- flest í vörslu Kaupmannahafnardeildarinnar.10 Gerði hann upp- lcast að skráningunni, en það kom síðar í hlut Sigurðar L. Jónas- sonar, bókavaröar félagsins í Kaupmannaliöfn, að taka saman skrána er út kom árið 1869 undir nafninu Skýrsla um handrita- safn Hins íslenzka bókmenntafélags. í þessari slcrá er handritun- um skipt eftir broti, það er í arkarbrot eða folio, skammstafað fol., fjögurrablaðabrot eða quarto, skammstafað 4to, og átta- blaðabrot eða octavo, slíammstafað 8vo. Innan livers brots eru handritunum síðan gefin númer og efni þeirra lýst í stuttu máli. í skránni er yfirlit yfir nöfn þeirra sem fært hafa félaginu hand- rit, efnisyfirlit, það er efnisfloklcun, og höfundatal. Jón Þorlcels- son hefur sent útgefendum upplýsingar um þau handrit sem heyra til Reylcjavíkurdeildinni, og er þeim flestum raðað á hlaupandi númer án tillits til stærðar, en eftir efni. - Árið 1885 lcorn út framhald fyrri slcrár eftir áðurnefndan Sigurð L. Jónas- son, að viðbættum Finni Jónssyni, Skýrsla um handritasafn Hins íslenzka bókmenntafélags II, með sams konar lýsingum og slcrám og fyrra bindið, bæði hvað varðaði Kaupmannahafnar- og Reylcjavílcurdeildina, nema að því leyti að engin efnisröðun er á handritum síðarnefndrar deildar, svo tölusetning þeirra er án allrar reglu. Stiptisbólcasafn, síðar nefnt Landsbólcasafn Islands, var stofn- að árið 1818, en segja má að innan safnsins hafi formlega orðið til handritadeild árið 1846, þegar lceypt voru þangað til varð- veislu handrit biskupshjónanna Steingríms Jónssonar og Val- gerðar Jónsdóttur, en þetta safn var að stofni til lcomið frá Jóni Halldórssyni prófasti í Hítardal, samtímamanni Árna Magnús- 9 Sigurður Jónasson, Skýrsla um handritasafn Hins íslenzka bókmenntafélags I, bls. iv. 10 Sama heimild, bls. viii. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.