Ritmennt - 01.01.2001, Side 21
RITMENNT
HELSTU PRENTAÐAR SKRÁR
Eru handrit aðalsafnsins auðkennd með skammstöfuninni AM,
en sérsöfn, sem elcki er raðað eftir stærðarbroti eins og aðalsafn-
inu, þannig merkt að safn Rasmus Rask er stytt í Rask, Magnús-
ar Stephensen í Steph, Konráðs Gíslasonar í KG, auk Accessoria
í Access. A eftir handritalýsingunum fylgja sex ólíkar skrár sem
lyklar að efninu: A. Systematislc indholdsfortegnelse. B. Per-
sonnavne. C. Hándskriftnavne. D. Citerede hándskrifter. E.
Hándskrifterne 1) til c. 1600 ordnede efter alder, 2) de efter ár
1600 daterede, 3) de pá pergament skrevne. Þessar skrár þarfnast
elcki nánari slcýringa nema hin fyrsta, það er efnisslcráin sem
skipt er í átján höfuðflokka, sem töldust á einhvern hátt eðlis-
skyldir á þessum tíma þar sem hver um sig er merktur með róm-
verskri tölu og ber sitt nafn, Filologi, ... Historie, ... Theologi
o.s.frv., en síðan eru þar undir afmarkaðri leitarorð.
Frá hendi Kálunds lcorn síðan árið 1899 Katalog over de
Oldnordisk-Islandske hándskrifter i Det Store Kongelige
Bibliotek og i Universitetsbiblioteket (udenfor den Arna-
magnæanske samling) samt den Arnamagnæanske samlings
tilvækst 1894-99. Var þar allt með sama sniði og verið hafði í
skrá Arnasafns. Handritin í Gammel kongelig Samling eru
skammstöfuð Gl. kgl. sml. en í Ny kongelig Samling Ny kgl.
sml., og helstu sérsöfnin, Thotts Samling í Thott, Kalls Samling
í Kall, Uldalls Samling í Uldall, Svend Gruntvigs Samling í SvG.
og Werlauffs Samling í Werlauff; í Háskólabólcasafninu er helst
að nefna handrit úr eigu Thomas Bartholin, skammstöfuð Don.
var. (að viðbættu handritsnúmeri) Barth, Rostgárds Samling í
Rostg. og loks Additamenta í Add. Er þá hið helsta nefnt.
A sama tíma og Kálund vann að handritaskrá sinni hóf Vil-
helm Gödel að slcrá íslensk og norsk handrit, fyrst í bókasafni
Uppsalaháskóla og síðar í Konunglega bókasafninu í Stokk-
hólmi, eftir hliðstæðum reglum og nefndar hafa verið hér á und-
an, eða eins og hann orðar það:
Den plan, som i föreliggande arbete blifvid följd, ár i hufvudsak den,
efter hvilken Katalog over den Arnamagnæanske hándskriftsamling
redigeras.15
15 V. Gödel, Katalog öfvet Upsala Universitets Biblioteks Fornislándska och
Fornnorska handskrifter, bls. i.
Afmælisrit til... Kr. KAlunds. Kh. 1914.
Kristian Kálund.
17