Ritmennt - 01.01.2001, Síða 22
ÖGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
Árið 1892 kom fyrri skrá Gödels út, Katalog öfver Upsala Uni-
versitets Biblioteks Fornislándska och Fornnorska handskrifter,
og á árunum 1897-1900 Katalog öfver Kongl. Bibliotekets
Fornislándska och Fornnorska handskrifter. I Uppsalaskránni er
fyrst lýst handritum í Delagardieska samlingen, með skamm-
stöfuninni DG að viðbættu númerinu, en handrit í öðrum söfn-
um þar í húsi fá einkennisstafinn R. Lyklar eru Personregister og
Sakregister, þar sem einnig koma fram sérnöfn einstakra verka.
í skránni um handrit í Konunglega bókasafninu er þeim fyrst
skipt í skinn- og pappírshandrit, en síðan kemur stærðartákn og
númer, sem og lýsing. Handrit í aðalsafni eru því skammstöfuð
Stockh. perg. eða papp. eftir atvikum, en að auki eru handrit í
tveimur sérsöfnum, Engeströmska samlingen, skammstafað
Engestr., og Rálambslca samlingen sem stytt er í Rál. Lyklar eru
þannig: I. Personalregister. II. Handskriftsregister. 1. Hand-
slcrifterna ornade efter álder. 2. Handslcrifter med sárskildt
namn. 3. Citerade handskrifter. 4. Förándringar och tilváxt efter
1848. III. Sakregister. 1. Systematiskt register. 2. Alfabetiskt
register.
Á öðrum áratug 20. aldar var hafist handa við skráningu hand-
rita í Landsbókasafni, að meðtöldum handritasöfnum Jóns Sig-
urðssonar og beggja Bókmenntafélagsdeildanna, sem lceypt
höfðu verið til safnsins fyrir og um aldamótin 1900. Var Páll Egg-
ert Ólason ráðinn til verlcsins. Handritaslcrá Páls kom út í þrem-
ur þyklcum bindum á árabilinu 1918-37, undir nafninu Skrá um
handritasöfn Landsbókasafnsins. I greinargerð fyrir verkinu,
sem birtist framan við þriðja bindið segir meðal annars:
Skrá þessi er í því sniði, sem fyrst var tekið upp í slcrá um handrit safns-
ins í Wolfenbuttel á Þýzkalandi, en síðar víðar urn lönd, t.d. á Norður-
löndum í skrám Kr. Kaalunds og V. Gödels [...] Frernst er töluröð allra
bindanna [...] og er hún sett vegna lylclanna aftan við. [...] og lcemur þá
hið næsta auðkenni, sem er heiti handritsins, er nota skal í ívitnunum
og biðja skal um til notkunar. [...] Þá kemur mæling handritsins, síðan
blaða- eða blaðsíðutal, og þá eftir því sem handritið segir, ef þar er nokk-
uð; því næst er um rithendur og aldur, eftir því sem auðið er. f næstu
málsgrein tekur við efni handritsins, og eru þá vitanlega, eftir því sem
unnt er, teknar upp fyrirsagnir þaðan, enda er þá sá þáttur á ábyrgð sjálfs
handritsins, sem vera ber, þótt fyrir komi, að ekki sé rétt hermt í hand-
ritinu sjálfu. [...] Með fyrirsögninni „Ferill" er lýsing, eins stuttlega og
verða má, af sögu handritsins. Til sparnaðar er þar víðast getið í einu
18
j