Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 23
RITMENNT
3BI. Lbs. 10, 4 to. 21.í X 16.*. 136 bl. Tvœr hendr. Skr. 1814—15
og ca. 1840. Auð bl. 1 ", 2", 89.
I. Bl. 2—49. »Versio Islandica et I.atina Epistolæ ad
Romanos, illa ex Guttormo Paulæo . . . simnlque
annotationes ex Moldenhaver. Scripta Anno Chrís/í
M.D.C.C C.XIV a Paulo Petræo,« o: Ptili Pélrssyni,
síðar presli i Romö.
II. Bl. 50—88. ». . . Versioner yfir Fyrra Corinlhios
Pistilinn nefnil. Islendsk og Latinsk cnm Annota-
tionibus Anno 1815.« Með sömn hendi.
III. Bl. 90—130. Exegesis yfir Rómverja bréftð, /yrirlesin
við skólakennslu aj lector theol. Jóni Jónssyni.
Forlll. /,— //. úr safni Steingrims byskups. III. yjöf frti Jóni bóka-
vcrði Árnasyni.
lagi um það, hvaðan handritin séu komin, ef mörg eru úr einum stað,
og þá jafnan við hið fremsta í röðinni [...] Þess ber að gæta, að stundum
eru engin gögn finnanleg í sjálfu Landsbókasafninu um einstök handrit,
hvaðan komið hafi. Loks er með fyrirsögninni „Not" nokkur bending
um, hvar handritið hafi verið notað á prenti, og getur það verið könnuð-
urn nokkur styrkur til leiðbeiningar um, hvernig notað hafi verið.16
Eins og hér kemur fram lagði Páll Eggert til grundvallar sams
lconar skráningaraðferð og Kálund og Gödel, en sökurn þess
hversu honum var ætlað að slcrá gífurlega mikið efni dró hann
fljótlega úr nákvæmninni, svo að í stað þess að geta um á hvaða
blöðum hvert efni væri í þeim handritum sem höfðu fjölbreyti-
legt innihald lét hann duga að telja upp hvað væri að finna und-
ir umræddum handritsnúmerum, líkt og verið hafði samkvæmt
eldri skráningaraðferð á 19. öld eða Kálund fór að við yngra efn-
ið í Arnasafni, eða hann lét jafnvel nægja að geta um það sem
kallað er „helzta efni", „helztu kvæði" eða „helztu bréfritarar"
í sumum númeranna. Þegar Páll skráði á ný handritasöfn Jóns
Sigurðssonar og Bókmenntafélagsins, sem hafði verið haldið sér
frá því þau voru keypt, hirti hann því miður ekki sem skyldi um
fyrri skráningu, hélt til dæmis ekki númerunum og sleppti
stundum upplýsingunr sem gefnar höfðu verið í eldri skránum.
Handrit Landsbókasafns eru auðlcennd með skammstöfuninni
Lbs., safn Jóns Sigurðssonar með JS, en söfn Bókmenntafélagsins
eftir deildum, Kaupnrannahafnardeildar nreð ÍB og Reykjavílcur-
deildar með ÍBR. Lyldar eru tveir, efnisskrá og mannanafnaskrá.
16 Páll Eggert Olason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. b., bls. ix.
HELSTU PRENTAÐAR SKRÁR
Skráning Lbs 10 4to í hand-
ritaskrá Páls Eggerts Óla-
sonar.
Páll Eggert Ólason. Málverk
eftir Ásgeir Bjarnþórsson í
eigu Búnaðarbanka íslands.
19