Ritmennt - 01.01.2001, Page 27
RITMENNT
unnar upp úr heildarskrám viðkomandi safns eða safna en ef til
vill gefin nálcvæmari slcilgreining á efninu. Elst þess konar efnis-
skráa er Catalogue of Romances in the Department of Manu-
scripts in British Museum eftir H.L.D. Ward sem út kom í tveim-
ur bindum í London 1888-93, en þar er að finna þær sögur í ís-
lenskum handritum safnsins sem heyra undir þessa skilgrein-
ingu. Þá er að geta Bibliography of Old Norse-Icelandic Rom-
ances sem samið hafa Marianne E. Kalinke og P.M. Mitchell og
er 44. bindi í Islandica-ritröðinni. Þar er aulc prentaðra útgáfna
getið urn öll handrit sem haft var upp á í íslenskum söfnum,
meðal annars héraðsskjalasöfnum, en ekkert þeirra hefur enn
gefið út prentaðar skrár. Sams lconar er The Lives of the Saints in
Old Norse Prose. A Handlist eftir Ole Widding, Hans Bekker-
Nielsen og L.K. Shoolc sem birtist í Mediaeval Studies, 25. ár-
gangi 1963, en hefur þann mikla annmarka hvað varðar handrit
hérlendis að aðeins er getið um það efni sem skráð er á skinn. -
Af sama toga og í sérstökum útgáfum eru Rímnatal eftir Pinn
Sigmundsson frá 1966, Heimspekirit á íslandi fram til 1900 eft-
ir Gunnar Harðarson og Stefán Snævarr, sem út lcom 1982, og
einnig nær til danskra safna, sem og Drög að skrá um ritverk á
íslenzku að fornu og nýju af latneskum eða rómönskum upp-
runa, sem út kom í tveimur heftum, hið fyrra um Ítalíu 1954, en
hið síðara um Prakkland 1958, eftir Þórhall Þorgilsson. - í Árbók
Landsbókasafns hafa auk þessa birst tvær skrár urn sérstakt eða
afmarkað efni: íslenzk leikrit 1645-1946 frumsamin og þýdd í
Árbók 1945, sem út lcom sama ár, og íslenzk leikrit frumsamin
ogþýdd. Viðbótarskrá 1946-49. Leiðréttingar, viðaukar og heita-
skrá leikrita 1645-1949, í Árbók 1948-1949, sem út kom síðara
árið, eftir Lárus Sigurbjörnsson og Skrá um handskrifuð blöð í
Landsbókasafni íslands í Árbólc 1991, sem út lcom 1992, eftir Ei-
rík Þormóðsson. Hvað varðar hinar sértæku skrár eru þær vita-
skuld að mestu leyti unnar upp úr efnislyklum heildarskráa um-
ræddra safna eða jafnframt hefur verið leitað upplýsinga urn efn-
ið eftir öðrum leiðum á viðkomandi stöðum.
Finnur Magnússon prófessor sarndi skrá yfir eigin handrit sem
hann seldi til Oxford árið 1832, undir nafninu Catalogus criticus
[...] codicum cliii. manuscriptorum borealium [...], qui nunc in
Bibliotheca Bodleiana adservantur. Einnig er til uppboðsbæk-
lingur frá 1857 með á fjórða hundrað handritsnúmerum úr dánar-
HELSTU PRENTAÐAR SKRÁR
Skrár Finns Magnús-
sonar
23