Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 28
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
Skrá Þjóöskjalasafns
íslands
búi Finns, sem reyndar eru ekki öll íslensk, auk bólca, Catalogus
librorum quos reliquit Finn Magnussen [...] sem hér er vert að
geta þótt tilgangurinn hafi ekki verið slcráning handritanna, því
enn er órannsakað hvílíkan handritafjársjóð Finnur hefur átt eða
hvernig þetta efni dreifðist bæði á milli landa og einstakra safna.
Þess er loks að geta að Þjóðskjalasafn Islands hefur gefið út
prentaða skrá yfir handrit af sama toga þar í safni og hér eru til
umfjöllunar, Einkaskjalasöfn, sem Júníus Kristinsson tólc saman
og kom út 1992. Þessi skrá er gerð eftir allt öðru kerfi en áður-
nefndar skrár, og er eini lykill þeirra „stafrófsröð" yfir söfnin, það
er nöfn einstaklinga, félaga eða fyrirtækja sem söfnin heyrðu til.
Hér hefur verið gerð grein fyrir þeim sérskrám sem prentaðar
hafa verið um íslensk, eða að minnsta kosti að mestum hluta ís-
lensk, handrit í erlendum, einkum dönskum og sænskum, söfn-
um sem og skrám er gefnar hafa verið út hér heima um sama efni
sem að mestum hluta fór aldrei úr landi. Einnig hefur verið bent
á aðrar erlendar skrár almenns efnis þar sem helst er að finna
skrif eftir íslenska menn eða á íslensku máli. Hvað varðar marg-
víslegar óprentaðar handritaskrár sem teknar hafa verið saman
bæði um handrit í einstökum söfnum eða einhvers konar efnis-
skrár innan safnanna skal vísað til þriðju útgáfu bókfræðihand-
bókar Einars Gunnars Péturssonar og Ólafs Hjartar frá 1994, und-
ir kaflaheitinu Handritaskrár.20
Heimildii
aðrar en sjálfar handritaskrárnar
Einar G. Pétursson og Ólafur Hjartar. Islensk bókfræði. Helstu heimildir um ís-
lenskar bækur og handrit. Þriðja útgáfa, aukin og endursamin. Reykjavík
1990.
Heinemann, Otto von. Die Handschriften der Herzoglichen Bibliothek zu Wol-
fenbiittel. Wolfenbuttel 1884.
Jón Helgason. Handritaspjall. Reykjavík 1958.
Petersen, Carl S. Det kongelige Biblioteks Haandskriftsamling. Kobenhavn 1943.
Springborg, Peter: De islandske hándskrifter og „hándskriftsagen". Scripta
Islandica: Islándska sállskapets ársbok 51 (2000), bls. 9-17.
Svenska Fornskrift-Sállskapets allmánna ársmöte 1847. Stockholm 1848.
Ögmundur Helgason: Handritasafn Landsbókasafns 150 ára, 1846-1996. Rit-
mennt 2 (1997), bls. 9-34.
20 Einar G. Pétursson og Ólafur Hjartar, íslensk bókfræði, bls. 105-15.
24