Ritmennt - 01.01.2001, Page 34
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
átti sex börn með konu sinni, Þórunni Þor-
leifsdóttur úr Stóru-Breiðuvílc, bæði fyrir og
eftir hjónaband, og tvo syni með annarri
konu, annan laungetinn og hinn hórgetinn
að skráningarhætti í kirkjubókum þeirra
tíma.10
Sigmundur hefur lýst afa sínum á þessa
leið: „Richard Long var fulllcominn meðal-
maður á hæð og gildleika og sterkur vel;
frjálslegur í sjón að sjá, heldur döklcleitur;
listaskrifari, ágætur smiður og erfiðismaður
hinn mesti."11
Foreldrar - Matthías Richardsson
Long og Jófríóur Jónsdóttir
Þó að ógæfan hafi tíðum elt Richard Long á
lífsbrautinni þá varð ævi næstyngsta sonar
hans, Matthíasar (1813-82), nærfellt þrot-
laus þrautaganga. Segja má um þá feðga í
þrjá ættliði, Richard, Matthías og Sigmund,
að þeir urðu hálfvegis utanveltu í samtíð
sinni, hinu rótgróna bændasamfélagi 19.
aldar þar sem ofar öllu rílctu kröfur um hús-
bóndahollustu og vinnusemi og hjúin urðu
að gerþekkja vinnubrögð öll inni sem úti.
En feðgum þessum var ekki sýnt um bú-
sýslu. Reyndar varð Richard bóndi um síðir
og húsmaður undir lokin og Matthías einn-
ig bóndi eitt ár og í húsmennsku um skeið
þótt lengstum yrði hann að hrekjast vist úr
vist og sveit úr sveit. Um fermingaraldur
vorið 1827 fór hann að heiman sem vika-
piltur og næstu 55 árin átti hann vist „á að
minnsta lcosti 38 bæjum á Fljótsdalshéraði
og í fjörðum, í alls 10 hreppum."12
Matthías tólc í arf kvensemi föður síns og
bætti um stórum betur. Fyrst átti hann tvær
dætur með sömu stúlku 1836 og 1838, en
slcaut þar inn á milli syni með annarri
stúlku 1837. Árið 1839 réðst hann í vist til
séra Einars Hjörleifssonar á Dvergasteini
við Seyðisfjörð og tolldi þar í þrjú ár til vors-
ins 1842.
Næst lcemur til sögunnar stúlkan Jófríöur
Jónsdóttir. Hún fæddist árið 1816 á Glúnis-
stöðum í Fljótsdal, yngst níu barna Jóns
eldra Eirílcssonar og Guðbjargar Magnús-
dóttur. Hún var á þriðja ári þegar móðir
liennar andaðist og ólst meðal annars upp í
slcjóli móðursystur sinnar og varð lolcs
vinnulcona vorið 1834 hjá systur sinni og
manni hennar á Breiðavaði í Eiðaþingliá, þá
sautján ára að aldri.
Jófríður fluttist síðan með systur sinni og
mági að Dalhúsum í Eyvindarárdal, og þar
lienti liana sú ógæfa um veturnætur 1838 að
fæða dóttur sem mágur lrennar var faðir að.
Vitaskuld varð Jófríður að fara í aðra vist
vorið eftir og fór þá að Eiðum, en dóttirin
andaðist um sumarið.
Vorið 1840 urðu þáttaslcil í lífi Jófríðar. Þá
fór lrún vistferlum að Staldcalilíð í Loð-
mundarfirði. Þaðan er um þriggja stunda
hefur ýmiss konar efni komið í ljós í blaðinu
Heimskringlu 1889-1924 og öðrum blöðum og
tímaritum.
10 Það verður að teljast harla óvenjulegt að þrír feðgar,
mann fram af manni, Richard Long, Matthías Ric-
hardsson og Sigmundur Matthíasson, áttu allir hver
fyrir sig tvö börn í vændum samtímis. Sonur Ric-
hards, Jón, fæddist í hjónabandi 16. júlí 1810 og
launsonurinn Þórarinn 10. október sama ár. Sonur
Matthíasar, Sölvi, fæddist í hjónabandi 1. janúar
1855 og launsonurinn Kristinn 3. maí sama ár.
Laundóttir Sigmundar, Sigrún Anna, fæddist 3.
október 1881 og hjónabandssonurinn Finnbogi 1.
apríl 1882.
11 Heimskringla, 2. nóvember 1911.
12 Longætt II, bls. 635.
30