Ritmennt - 01.01.2001, Qupperneq 36

Ritmennt - 01.01.2001, Qupperneq 36
GUNNAR SVEINSSON RITMENNT hlíð í Loðmundarfirði fór Jófríður með son- inn í aðra ársvist á Sævarenda í sömu sveit. Vorið 1843 fór hún aftur upp í Eiðaþinghá og var þar tvö ár í Hleinargarði, fór því næst að Gilsárteigi í sömu sveit 1845 og var þar ár- langt. Þaðan var haldið að Hreiðarsstöðum í Fellum til tveggja ára vistar, 1846-48. Þá tók við vinnumennska þeirra Matthíasar og Jófríðar á Nefbjarnarstöðum, gifting þeirra undir árslok 1848 og búskapur á Ekkjufelli í Fellum 1850-51 sem áður er getið. Þegar bú þeirra leystist upp vorið 1851 og þau fóru í vinnumennsku var Sigmundur litli á tíunda ári. Hann hafði fylgt móður sinni frá fæð- ingu og foreldrum sínum báðum 1848-51, en nú var komið að skilnaðarstundinni. Vorið 1851 fór Sigmundur sem „tökupilt- ur" að Mýnesi í Eiðaþinghá og 1852 sem „léttapiltur" að Hnefilsdal á Jökuldal. Það- an fór hann „smali" eða „léttadrengur" að Breiðavaði í Eiðaþinghá 1855. Hann var fermdur í Eiðakirkju vorið 1856 og fékk þá umsögnina: „kann og skilur prýðilega." Sagt er að hann hafi þá átt eina sauðldnd sem hann seldi fyrir fjóra ríkisdali til þess að geta greitt prestinum, séra Jakohi Bene- dildssyni, fyrir fermingarfræðsluna. Það fylgir og sögunni að séra Jakob hafi haft orð á því að Sigmundur væri gáfaðasti ungling- ur sem hann hefði fermt og hvatt til þess að hann yrði styrktur til skólanáms en af því varð ekki.13 Sigmundur hefur verið mjög bráðþroska að vexti og líkamsburðum því að þegar eftir ferminguna, á fimmtánda ári, fór hann í tveggja ára vist að Þrándarstöðum í Eiða- þinghá og var þá og næstu sextán árin skráð- ur vinnumaður í sóknarmannatölum prest- anna. Þaðan lá leið hans að Mýnesi í sömu sveit eitt ár, 1858-59, og síðan var hann aft- ur í vist á Þrándarstöðum 1859-60. Vinnumaóur á lausum kili og bók- sali Vorið 1860 lauk í bili vinnumannsferli Sig- mundar í Eiðaþinghá. Hann var þá á nítj- ánda ári og hafði hrökklast þrettán sinnum frá einum bæ til annars í fimm sveitum. Nú lagði hann leið sína á ný í fæðingarsveit sína, Loðmundarfjörð, og réðst í vist að Úlfsstöðum til Jóns bónda Einarssonar og konu hans sem var systkinabarn við nýja vinnumanninn.14 Þarna gerðist það vorið 1861 að Sigmundur hóf að rita dagbók 12. apríl og hélt því óslitið áfram í rösk 63 ár eða til 7. nóvember 1924. Alls eru þetta um það bil 4500 blaðsíður í fremur smáu átta- blaðabroti (8vo). Dagbókin er gagnmerk heimild um manninn Sigmund Mattlrías- son Long og þá atburði sem gerðust í um- hverfi hans. Alltaf er byrjað á veðurlýsingu, síðan lýst daglegum störfum, gestakomum og ferðalögum heimamanna og annarra og sagðar fréttir af veisluhöldum, slysförum, dauðsföllum og öðrum tíðindum sem helst þóttu í frásögur færandi. Einnig segir Sig- mundur frá einkastörfum sínum við sölu bóka og blaða. Loks skýrir hann frá ástamál- um sínum sem voru ærið fjölskrúðug lengi framan af ævi hans og skammstafar þá oft þannig að rita aðeins fyrsta staf í orði. Aðal- lega er það tvisvar ár hvert, það er að segja á 13 Sjá Heimskringlu, 28. janúar 1925, bls. 5; endur- prentað í Óðni 25 (1929), bls. 44. 14 1 húsvitjunarbók Klyppsstaðar 1860 er hann skráð- ur „léttadrengur". 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ritmennt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.