Ritmennt - 01.01.2001, Side 38
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
þessu ári18 hafi hann verið að heiman rúmar
100 nætur (8/33) og í árslok 1867 hafði hann
verið að heiman 134 nætur það árið.
(10/115). Ástæða þessarar fjarveru Sigmund-
ar vinnumanns var bóksölustarf hans og
ferðalög í tengslum við það víða um Fljóts-
dalshérað, tvisvar suður í Berufjörð og fjór-
um sinnum alla leið til Hornafjarðar. Hann
var óvenjulega léttfær göngumaður og var
oft á ferðum milli Héraðs og fjarða bæði eig-
in erinda og annarra. Þess eru nokkur dæmi
að hann fór úr Eiðaþinghá um Yestdalsheiði
(hæð um 600 m, „um sex stunda lestagang-
ur í góðu"19) til Seyðisfjarðar og upp yfir aft-
ur sama dag. í mars 1864 bar hann til dæm-
is einu sinni 40 kg byrði og aftur 43 kg
þremur dögum seinna. (7/23, 24). Hann get-
ur þess 19. apríl sama ár að hann hafi farið í
fjórtán kaupstaðarferðir þá um veturinn og
borið í þeim um 76 fjórðunga, það er að
segja um 380 kg. (7/32). f einni ferðinni
þetta sama ár varð Sigmundur og samferða-
menn hans að snúa við „vegna veðurdimmu
og dagþrota." (7/6).
Þegar innan við tvítugt varð Sigmundur
umboðsmaður Björns fónssonar, ritstjóra
Norðanfara á Akureyri, og stundaði bóksölu
fyrir Akureyringana Grím Laxdal og Frið-
björn Steinsson og auk þess Jón Borgfirðing
sem var þá einnig búsettur á Akureyri, og
fleiri bættust smám saman við. Þessu öllu
fylgdu mikil hréfaskipti.
Sá losarabragur sem var á vistum Sig-
mundar þessi árin á sér þá skýringu að fólki
hafði fjölgað þarna eystra eins og annars
staðar á landinu og margir fóru að hokra á
heiðarbýlum. Vinnufólki var næstum of-
aukið og gat leikið lausum kili á auðveldari
hátt en áður. Vistarskyldan gilti eftir sem
áður en með tilskipun árið 1863 gat hver sá
sem orðinn var 25 ára að aldri leyst sig und-
an henni með því að kaupa leyfisbréf. Fyrir
það skyldu karlmenn greiða eitt hundrað en
konur hálft hundrað á landsvísu.20 En víst er
um það að Sigmundur keypti ekki lausa-
mennskubréf því að það hefði ekki farið
fram hjá dagbók hans. En í vistum sínum
gekk hann að öllum venjulegum sveita-
störfum milli bóksöluferðanna og hefur að
líkindum verið matvinnungur og fengið
flíkur eftir þörfum. Að minnsta kosti nefnir
hann hvergi kaupgreiðslur á þessum árum í
dagbólcum sínum.
Auk bóksölunnar hefur Sigmundur haft
tekjur úr ýmsum áttum. Stundum var hann
í erfiði (það er að segja daglaunavinnu) eða
stundaði fiskveiðar og hákarlalegur á Seyð-
isfirði, fór í ýmsar sendiferðir, fékk tvo rík-
isdali fyrir tvo fálkaunga 19. júlí 1862. Loks
átti hann nokkrar sauðkindur, lét slátra
fjórum kindum21 og lagði þær inn hjá
Thomsen í nóvember 1863 (6/86); lagði inn
fimmtán pund af hvítri ull og sjö pund af
mislitri á Seyðisfirði í júlí 1868. (11/52). Um
fjáreign sína ritar hann svo 26. júní 1869:
„Ég tók 2 ær mínar í Hjáleigu, en 2 slcil eg
eftir (alls hef eg nú 12 ær í vörzlum mínum,
4ar ætla eg að Ijá Jóni til nytkunar, 2 leigi eg
honum, 3 leigi eg Sigfúsi og 3 læt eg ganga
með dillc." (12/48). Það kemur og fram að
18 Líklega er hér talið frá vinnuhjúaskildaga árið 1864.
19 Sveitir og jarðir í Múlaþingi II, bls. 220.
20 Sjá „Tilskipun, um lausamcnn og húsmenn á ís-
landi. 26. maím." (1863). Tíðindi um stjórnarmál-
efni íslands I (1854-1863), bls. 703.
21 Sigmundur bætir við: „sem ég hafði meðferðis" og
er þá sennilegt að hann hafi átt kindurnar sjálfur.
34