Ritmennt - 01.01.2001, Page 42
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
Mynd úr Lbs 2146 4to, sögubók með hendi Jóns Stein-
grímssonar á Lækjarbakka á Ufsaströnd í Eyjafirði,
skrifaðri 1743. Á aðfararblaði handritsins segist Sig-
mundur hafa látið binda saman það heillegasta úr
stórri sögubók með hendi Jóns.
Þar eð skiljast þurfum að
þvert á móti beggja vilja,
harða skulum hugraun dylja
svo að enginn sjái hvað
hjörtun líða þunga þrá,
þau er gleðivegi frá
vondur hrífur vopna bendir
ve<r>sti maður Þórs á kvendi. 51
Sex árum síðar (1872) er Sigmundi ekki enn
orðið rótt í huga og hugsar Árna þegjandi
þörfina:
Elds á stöðum Árna eg finn
er eg vildi tengjast;
fyrir öll sín afbrotin
ætti hann að flengjast.32
Eftir að Vilborgu hafði verið sagt upp kynnt-
ist hún Jóni Þorsteinssyni frá Breiðavaði í
Eiðaþinghá. Þau eignuðust fyrsta barn sitt í
apríl 1873, giftust í október 1876 og bjuggu
síðast í Gilsárteigi. Sigmundur skrifaðist á
við þau bæði, heimsótti þau og gisti hjá
þeim. Vináttan varð eklci endaslepp því að
19. janúar 1888 stendur þetta í dagbókinni:
„Fæ enn bréf frá Jóni <í> Gilsárteigi, með
því smjörböggull." (24/63). Lolcs þegar vest-
urför hafói verið ráðin fór Sigmundur í
kveðjuferðina upp í Gilsárteig 24. maí 1889
og gisti þar. „V(ilborg) m(ín) liggur á sæng"
ritar hann í dagbók sína. (25/28).
Þriöja barnsmóðirin
Dvöl Sigmundar í Gilsárteigshjáleigu varð
ekki nerna krossmessuárið að þessu sinni,
og vorið 1867 fluttist hann spölkornið yfir
að Gilsárteigi þar sem hann var einnig ár-
langt hjá hjónunum Rustíkusi Jónssyni og
Unu Bjarnadóttur. Þessi tvö ár voru tíðinda-
lítil í lcvennamálum Sigmundar. Honum
nægði að hitta Borgu heitmey sína við tæki-
færi og harmaði áfram örlög þeirra í lausu
máli og bundnu. Leit hans að öðrum ást-
meyjum síðar var í rauninni flökt út í blá-
inn.
31 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] I. Lbs 2185 8vo,
bls. 171-72. Vopna bendir = maður; Þórs kvendi =
jörðin.
32 Tilv. rit, bls. 299 (í flokki gamanvísna). Elds á stöð-
um = Á Brennistöðum.
38