Ritmennt - 01.01.2001, Side 48
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
nóvember 1893 hafi „E. J.d. fornvina mín"
komið í hópi vesturfara. (26/59). Síðan
hverfur hún út í hringiðu þjóðahafsins.
Basl á Seyóisfirði
Hjónaband Sigmundar og Ingibjargar virðist
fljótlega hafa orðið stirt eins og víxlsporið
til Elsu bendir ótvírætt til. Ingibjörg var
óhraust og lá oft rúmföst. Smám saman fór
að halla undan fæti með rekstur veitinga-
hússins, enda var þá komin samkeppni. Frá
því er sagt í blaðinu Skuld haustið 1879 að
J. Chr. Thostrup hafi reist hús á Öldunni þar
sem eigi að vera lcaffihús „og svo fyrir kom-
ið, að heldri menn geti fengið þar allan gest-
beina."44 Næsta sumar birtist þessi auglýs-
ing: „J. Chr. Thostrup's Hotel á Seyðisfirði
veitir ferðamönnum útlendum og innlend-
um gisting, herbergi og beina allan, eftir því
sem rúm hreltkur til."45 Auglýsingin er
einnig á ensltu og dönsku.
Sigmundur birti sömuleiðis auglýsingu í
Sltuld noltltru áður, en hún var eltlti um
veitingahús hans, heldur bæltur í „bólta-
verzlun" hans:
í bókaverzlun minni fást nú eða seinna í sumar
og haust flestar bæltr frá prentsmiðju „Skuldar"
á Eskifirði, frá ritstjóra B. Jónssyni, prentara B.
Jónssyni og bókbindara Frb. Steinssyni á
Altreyri, frá hr. prentara E. Þórðarsyni, hr. bók-
sala Kr. Ó. Þorgrímssyni og eltltju Egils sál. Jóns-
sonar í Reyltjavílt. - Ég hefi aðal-útsölu á bókum
Þjóðvinafélagsins hér austanlands, og umboð
bókmentafélagsins. Þar að auki hefi ég bæltr frá
mörgum einstökum blaða- og bóka-útgefurum
víðsvegarum land. ...46
Varla er við því að búast að Sigmundur hafi
hagnast mikið af bóltasölu í svo litlum bæ
sem Seyðisfjörður var þá þó að hann nyti
einnig viðskipta Héraðsmanna. Hann
stundaði ýmsa lausavinnu sem áður nema
sjósókn hans hefur fallið niður á ltöflum
frostaveturinn 1881. Þá ritar Sigmundur
þetta 25. janúar: „20 gr(áða) frost, og er það
sjaldgæft. Nú er víst allur fjörðurinn gengur
af lagís, en hafís fyrir utan." Daginn eftir var
gengið á ís úr Loðmundarfirði. (21/85). Og 1.
febrúar stendur þetta í dagbóltinni: „Kom
bjarndýr hér inn að Öldu og var unnið, ltjöt-
ið af því vóg 224 pund." (21/86).
Árið 1881 varð Sigmundur fyrir hverju
óhappinu á fætur öðru. Rekstur veitinga-
hússins var ltominn í þrot um sumarið.
Hinn 26. ágúst ritar hann þetta: „Byrjað
uppboð á eigum mínum, því ltringumstæð-
urnar meina mér að vera hér lengur."
(21/111). Og 1. september: „Ég fór útá Eyrar
og samdi kaupbréf við Finnboga Sigmunds-
son, því ég sel honum liúsið fyrir 3000 ltrón-
ur." (21/111). Það gerðist síðan 20. septem-
ber að sóltnarpresturinn, séra Jón Bjarnason,
síðar í Winnipeg, ltom til að tala milli þeirra
hjónanna því að þá var Elsa Jóhanna Jóns-
dóttir ltomin langt á leið. (21/115). Síðan
voru þau hjónin, Sigmundur og Ingibjörg, á
hralthólum með húsnæði næstu mánuðina.
I apríl 1882 lróf Sigmundur að byggja sér lít-
ið liús („ltofa") sem hann nefndi Sigtún fyr-
ir ofan Hátún í landi Fjarðar og fluttist fjöl-
sltyldan þangað 8. olttóber um haustið.
44 Skuld. Eskifirði, 11. október 1879. III. árg. Nr. 83.
45 Tilv. rit, 24. júlí 1880. IV. árg. Nr. 117.
46 Tilv. rit, 9. júlí 1880. IV. árg. Nr. 114. Stafsetning
Jóns Ólafssonar ritstjóra kemur hér fram í „bækr",
„Akreyri".
44