Ritmennt - 01.01.2001, Síða 52
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
júlí. (25/47).53 Þangað kom og Finnbogi litli,
sjö ára, með fósturforeldrum sínum um það
bil tveimur vikum á eftir föður sínum.
(25/51-52). Hann dó veturinn eftir, 24. jan-
úar 1890. (25/74).
Um miðjan ágúst brá Sigmundur sér suð-
ur yfir landamærin til Mountain í Norður-
Dakota þar sem tvö börn hans og Guðrúnar
Einarsdóttur, Borghildur og Vilhjálmur,
höfðu alist upp. Borghildur var þar hjá Met-
úsalem Vigfússyni frá Háreksstöðum í Jök-
uldalsheiði og giftist honum að föður sínum
viðstöddum 23. nóvember. (25/64). Sig-
mundur var hjá þeim og gekk að ýmsum
störfum, var til dæmis að „lóta" heim hey,
„sjokka" hveiti og þreskja. (25/52). Meðal
annars þreskti hann einn dag hjá gömlum
húsbónda sínum, Birni Halldórssyni, dag-
bókarritara frá Úlfsstöðum í Loðmundar-
firði. (25/60). Þreskingarvinnu lauk 1. nóv-
ember (25/62), og eftir það var enga vinnu
að hafa utan heimilis dóttur og tengdasonar
svo að Sigmundur sat við skriftir milli þess
sem hann heimsótti kunningjana í grennd-
inni.
Um vorið, 30. apríl 1890, fór Sigmundur
aftur til Winnipeg og átti þar heima allt til
dánardags. Hann leigði sér herbergi og var í
fæði fyrstu árin hjá Rebekku Guðmunds-
dóttur frá Litluströnd í Mývatnssveit, ljós-
móður og kaupkonu.54 (25/85). Þar var
einnig Bergsveinn bróðir hans, að minnsta
kosti um skeið. Líklega hafa þeir leigt sam-
an herbergi, sbr. dagbókina 3. júlí 1895:
„Við Beggi berum út úr rúmonum og
hreinsum úr þeim veggjalúsina." (27/31). Á
jóladag 1897 gifti Bergsveinn sig. „Fyrir mig
er þetta all tilfinnanlegur sjónarsviptir, því
þó ekki séum við í öllu líkir, þá hefur sam-
búð okkar ætíð verið báðum til skemmtun-
ar." (27/190). Rebekka sagði Sigmundi upp
vistinni 2. október 1898 „og var illa gjört."55
(28/9). Árið 1893 bannaði Rebekka „borð-
mönnunum" að ganga um framdyr hússins.
Þá var Sigmundi nóg boðið og lcvað þessa
vísu sem ber öllu fremur vitni um gaman-
semi en gremju:
Rebekka kom á himna hlað,
hitti þar sankti Pétur,
sem gjörhugull henni gætti að,
grunda vill málið betur,
segir: „Mér finnst ei þokki að þér,
því um bakdyrnar farðu hér
í lcola-kompu tetur."56
Eftir komuna til Winnipeg tólc Sigmundur
að stunda erfiðisvinnu sem reyndist honum
um megn svo að hann varð að hætta „vegna
gigtar og þreytu í öllum lcroppnum, enda var
verkið erfitt. Það er átakanlegt að vilja
vinna og þurfa að vinna, en þola það ekki,
g(uð) h(jálpi) m(ér)." (25/88). í maímánuði
barst honum sorgarfregn að heiman, lát Vil-
borgar Árnadóttur er andaðist 6. mars,
„elskulegastrar fornvinu minnar (minn veg-
ur verður hinn sami, í dag mér, á morgun
þér)." (25/89).
Brátt fann Sigmundur starf sem hentaði
honum betur þótt erfitt væri en það var að
53 Ferðasögu Sigmundar úr dagbók hans birti Ármann
Halldórsson í Múlaþingi 20 (1993), bls. 202-04.
54 Ljósmæóur á íslandi I, bls. 512. Rebekka átti mat-
vöruverslun í Winnipeg 1886, sjá Heimskringlu, 5.
október 1911, bls. 5.
55 Eftir fyrstu átta árin á sama stað hafði Sigmundur
mikla raun af þvi að þurfa að flytjast með bækur
sínar og handrit alls um það bil tíu sinnum úr einni
herbergiskompu í aðra allt fram til ársins 1923.
56 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] II. Lbs 2186 8vo,
bls. 124.
48