Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 58
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
iil- ‘3 ís"
t-\V Íltl/oijrajiíio.:)
ITio
Clan{|ú'u?\ 'kii.'fi ‘/i • S'ú*.4/4.a. s
‘i út> i 'PÖiii r/iLöJauli* Ui*
« / a<i>> /»V/‘« 4.V*-1/
/»• .» ••■.* r V S-i,Ci.u/í\ •//■»!, / / • •
••-rííA.'.T ’r'í. »W. -
v fí íL /L C
. 'ft. C Ví'/. •/.-•• I.
, y U 'í-U/l .V.'. I ^
........•/. ..••...•.
/í.’iýtuau h ■/''•*' \;.w*- v..
. if/rusx. . í/j.h/ /l.i
Handritið ÍB 388 4to inniheldur stutt ágrip úr réttritabók Eggerts Ólafssonar. Er þetta uppskrift eftir eintaki er Egg-
ert hefur sent Bjama Pálssyni landlækni. Handritið er komið frá Sigmundi Long, gæti verið skrifað um 1780 en ekki
er vitað af hverjum. T.v. er titilsíða handritsins og t.h. blaðsíða 56 úr sama handriti þar sem segir hvar hafa skuli k
heldur en c og hvar stafa skuli kt fyrir gt og ks heldur en gs.
Ég set það hér, sem sannleikur er, að henni
hefði ekki þótt vænna um mig né mér um
hana, þó hún hefði verið viðurkennd dóttir
mín."68 (34/95). Sigmundur ritaði og birti
dánarfregn hennar þar sem hann segir með-
al annars: „Bína sáluga var sannnefnd merk-
islcona, vel gefin til sálar og líkama, gáfuð,
þrekmikil, góðsöm og hjálparfús, hver sem í
hlut átti. ... Ensku blöðin „Minneota
Mascot" og „Argus" minnast hinnar látnu
með lofsorði og hugðnæmri viðurkenningu
þess, er hún hafði verið í mannfélaginu."69
Þess var getið hér framar að börn Sig-
mundar og Guðrúnar Einarsdóttur, þau
Borghildur og Vilhjálmur, hefðu alist upp í
Norður-Dakota og Borghildur gifst þar
1889. Eftir það skrifaðist hann á við Borgu
sína, en þau sáust ekki eftir að hann settist
að í Winnipeg 1890. Hún bauð honum til
sín 1896, en hann taldi sér ofvaxinn kostn-
aðinn við að flytjast þangað suður. (27/80).
Sonurinn Vilhjálmur var óhraustur og lést
10. mars 1900 á 26. aldursári. (28/81).
Um hjónabandsbörn Sigmundar hefur
þess verið getið hér framar að Finnbogi and-
68 Undirstrikanir hefur Sigmundur sett sjálfur.
69 Heimskringla, 25. október 1917.
54