Ritmennt - 01.01.2001, Síða 68
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
Myrtle. Eftir Charles Garvice. Sigmundur M. Long
þýddi. Heimskringla. Winnipeg, 7. september
1921-12. apríl 1922; í 31 blaði alls.
Sérprentun: Winnipeg 1921. 400 bls. 8vo.
(Heimskringla: Sögusafn.)
Regina. fólasaga af frú Mary A. Denison. Lögberg.
Winnipeg, 19., 26. október 1922. Neðan við: S.
M. Long þýddi.
Minningarorð. (Sigurður Vigfússon). Lögberg.
Winnipeg, 30. nóvember 1922. Neðan við:
Frændi. (Móðir Sigurðar var systkinabarn við
Sigmund, búsett í Winnipeg, og eru því fáir lík-
legri höfundar þessara minningarorða en hann).
Sigfús prestur Finnsson. Syrpa. 9. ár. Winnipeg,
1922, bls. 89-93. Ofan við: íslenzkar sagnir. Neð-
an við: Sigmundur M. Long.
Hver varð erfinginn? Sigmundur M. Long þýddi.
Heimskringla. Winnipeg, 22. nóvember 1922-
20. júní 1923; í 31 blaði alls.
Sigursæll er góður vilji. Sigm. Long þýddi. Lögberg.
Winnipeg, 8. nóvember 1923.
Ekki má sköpum renna. Sigmundur M. Long þýddi.
Heimskringla. Winnipeg, 2. apríl-1. október
1924; í 27 blöðum alls.
Reimleikinn í Elmhurst klaustri. S. M. Long þýddi.
Lögberg. Winnipeg, 10. apríl 1924.
„Litla stúlkan hans." Saga eftir L. G. Moberly. Sig-
mundur M. Long þýddi. Heimskringla.
Winnipeg, 15. október 1924-18. febrúar 1925; í
19 blöðum alls. Sigmundur hafði lokið þýðingu
þessarar sögu fyrir andlát sitt, 26. nóvember
1924, og hluti hennar birtist í blaðinu á dánar-
degi hans og vikulega áfram til söguloka.
Þjódsögur og sagnir
1. Syrpa. 1.-9. ár. Útg. Ólafur S. Thorgeirsson.
Winnipeg 1911-22. Endurpr.: Að vestan I—II. Þjóð-
sögur og sagnir. Arni Bjarnarson safnaði og sá um
útgáfuna. Akureyri 1949-55.
Saga af Arnesi Pálssyni. Hdr. SML 13. 4. 1918.
Syrpa. 6. ár. Winnipeg 1916-17, bls. 72-73. End-
urpr.: Að vestan I. Akureyri 1949, bls. 17-19.
Eiðis-bóndinn. Eftir hdr. Gunnars Gíslasonar. SML.
Syrpa. 4. ár. Winnipeg 1914-15, bls. 175-76. End-
urpr.: Að vestan I. Akureyri 1949, bls. 33-35.
Saga Ólafs hins vestfirzka. Hdr. SML. Syrpa. 4. ár.
Winnipeg 1914-15, bls. 26-29. Endurpr.: Að vest-
an I. Akureyri 1949, bls. 35-39.
Dómgreind Jóns Þorkelssonar Vídalíns. Hdr. SML.
Syrpa. 6. ár. Winnipeg 1916-17, bls. 146. Endur-
pr.: Að vestan I. Akureyri 1949, bls. 47-48.
Bárðarstaðadraugurinn. Eftir hdr. SML. Syrpa. 4. ár.
Winnipeg 1914-15, bls. 231-34. Endurpr.: Að
vestan I. Akureyri 1949, bls. 57-61.
„Dregur til þess, sem verða vill." Hdr. SML. Syrpa.
5. ár. Winnipeg 1915-16, bls. 157-59. Endurpr.:
Að vestan I. Akureyri 1949, bls. 110-12; Múla-
þing 5. Neskaupstað 1970, bls. 94-96. Fyrirsögn:
„Dregur til þess er verða á."
Dýrafjarðarsaga. Hdr. SML, dags. 1. 2. 1894, eftir
frásögn Þuríðar Magnúsdóttur á Úlfsstöðum í
Loðmundarfirði 1860. Syrpa. 1. ár. Winnipeg
1911-12, bls. 221-26. Endurpr.: Að vestan I. Ak-
ureyri 1949, bls. 147-54.
Öfugmæli. Hdr. SML. Syrpa. 6. ár. Winnipeg
1916-17, bls. 146. Án fyrirsagnar. Endurpr.: Að
vestan I. Akureyri 1949, bls. 183.
Aðalbrandur. Hdr. SML. Syrpa. 5. ár. Winnipeg
1915-16, bls. 159-60. Endurpr.: Að vestan I. Ak-
ureyri 1949, bls. 187-89.
Vinnuharka. Hdr. SML. Syrpa. 4. ár. Winnipeg
1914-15, bls. 99-100. Endurpr.: Að vestan I. Ak-
ureyri 1949, bls. 189-91.
2. Islenzkar þjóðsögur. Safnað hefur Ólafur Davíðs-
son I. Akureyri 1945, bls. 385.
Yfir borðum („kerskisálmur"). „Hrs. Bmfél. [= ÍB]
651, 8vo, með hendi Sigm. Matthíassonar frá
Seyðisfirði, nú í Vesturh." Upphaf: Þökkum vér
drottni.
3. Að vestan. Annað bindi. Akureyri 1955. Þjóðsög-
ur og sagnir II. Sagnaþættir Sigmundar M. Long.
Árni Bjarnarson sá um útgáfuna.
Formáli, bls. 7-8; Sagnaþættir, bls. 9-217; Nafna-
skrá, bls. 219-36; Athugasemd og leiðréttingar
bls. 237. Endurprentun þáttarins „Dauði Magn-
úsar Kristjánssonar og Þorsteins Vilhjálmsson-
ar", bls. 171-79: Geymdar stundir. Frásagnir af
Austurlandi III. Ármann Halldórsson valdi efni
og bjó til prentunar. [Reykjavík] 1983, bls. 62-69.
4. Amma. Þjóðleg fræði og skemmtun. I—III. Útgef-
andi: Finnur Sigmundsson. Reykjavík 1935-40.
Frá Sölva Helgasyni I, bls. 27-64. Frásögn Sigmund-
ar Matthíassonar, bls. 38-44. [Eftir Lbs 2144 4to].
64