Ritmennt - 01.01.2001, Page 71
RITMENNT 6 (2001) 67-82
Jón Þórarinsson
Latneslc tíðasöngsbólc
úr lúterslcum sið
Margar merkar heimildir um tónmennt íslendinga á fyrri öldum leynast í gömlum
handritum og skjölum, og hefur fátt eitt af þessu verið kannað til nokkurrar hlítar.
Sá sem þetta skrifar hefur allmörg undanfarin ár unnið að efnisaðdráttum og undir-
búningi að ritun Tónlistarsögu íslands. í því starfi hefur falist hvort tveggja, að grafa
upp og athuga eftir föngum áður óþekktar heimildir og skoða að nýju ýmislegt sem
áður hafði verið kannað og endurskoða sumt sem um það hafði verið ritað. Hafa þá
einatt verið skrifuð vinnublöð um þessar athuganir, til minnis og glöggvunar en ekki
til birtingar. Þessi grein er upphaflega slíkt vinnuplagg sem hefur nú verið búið til
prentunar, mest fyrir áeggjan dr. Aðalgeirs Kristjánssonar og Einars Sigurðssonar
landsbókavarðar. Hér segir frá handriti frá síðara hluta 16. aldar sem ýmsir hafa áður
skoðað og skrifað um. Leitast er við að gera sem ljósasta grein fyrir handritinu og
finna því stað í sögu tónlistar á íslandi.
Flestir munu hafa talið að tíðasöngur á latínu sem iðkaður
var í klaustrum, á biskupssetrunum og víðar á íslandi í kaþ-
ólskum sið hafi lagst niður með siðaskiptum um 1550. Svo var
þó ekki. Til vitnis um það er meðal annars pappírshandrit án tit-
ilblaðs sem nefnt hefur verið Antiphonaiium (eða Antiphonale)
Holense1 og er í vörslu Þjóðskjalasafns, þangað komið frá Bjarna
Þorsteinssyni presti á Siglufirði seint á árinu 1921. Það mun þá
hafa verið nokkuð sundurlaust, en hefur verið bundið í bók á
safninu og framan við það tvö bréf séra Bjarna, dags. 24.10. og
2.12. 1921, varðandi handritið og afhendingu þess til safnsins.
Þar kemur fram að Bjarni veit ekkert um feril handritsins fyrr en
það kom honum í hendur „fyrir einhverja milligöngu þeirra
Ólafs sál. Davíðssonar og Stefáns sál. skólameistara [Stefánsson-
1 Bjarni Þorsteinsson, bls. 195. Páll Eggert Ólason, bls. 411. Jakob Benediktsson
(1969|, bls. 128.
67