Ritmennt - 01.01.2001, Síða 75
RITMENNT
LATNESK TÍÐASÖNGSBÓK ÚR LÚTERSKUM SIÐ
Nærri þriðjung vantar neðan af fremsta blaðinu. Framhlið
þess virðist hafa verið auð en þar hefur síðar verið skrifað upp-
hafið á Dýrðarsöng hinum minni, Gloria patri et filio et spiritui
sancto, með nótum. Á þessu er fremur grófgerð skrift og jafnvel
viðvaningsleg (á nótunum) og stingur þannig í stúf við meginefni
bókarinnar. Þarna er bókin rnerkt Hólakirkju eins og fyrr var
lýst, með dagsetningunni 13. apríl 1647, og er sú áletrun á lat-
ínu. Fyrir neðan stendur á íslensku: Hóla Dóm Kyrkja Á Mig
Seyger Bókenfn]. Einhver sem hefur snúið bókinni öfugt fyrir sér
skrifar þarna Dominus tecum et mecum (Drottinn sé með þér og
mér), annar hefur bætt við fyrir ofan tvö síðustu orðin non te-
cum (elcki með þér). Þetta er elcki ólíkt því að þarna hafi slcóla-
piltar verið að hnippast á. Enn er þarna svofelld áminning: Guð
þinn skaltu þekkja og honum einum þjóna [...], og loks alllöng
athugasemd sem hefur verið skrifuð þvert á síðuna og síðan
strikað vandlega yfir.
Flest virðist benda til að mest af þessu lcroti sé til lcomið eftir
að handritið var orðið svo laskað sem nú er, þetta blað lcomið
fremst í bókina og þannig orðið eins konar „titilblað" hennar.
Þegar svo var komið hefur bókin ekki lengur verið í notkun í
Hólakirkju hvern helgan dag. Sýnist því mega álylcta, gagnstætt
því sem dr. Jakob Benediktsson gerði, að því hlutverki þessarar
bókar hafi verið lokið fyrir 1647.
Aftan á þessu fyrsta blaði eru tvær antifónur til morgunsöngs
með nótum og milli þeirra er vísað á responsorium á tilteknum
stað aftar í bókinni.6 í handritinu er mjög oft vísað til baka til
þess sem fyrr hefur verið slcrifað, en þetta er eina dæmið sem ég
hef fundið um hið gagnstæða, að vísað sé til þess sem enn er
óskrifað. Þetta virðist benda til að fremsta blaðið sé hér ekki á
réttum stað og eigi heima aftar í bókinni, þótt elcki hafi mér tek-
ist að finna því stað í því sem eftir er af handritinu. Þeir textar
sem þarna standa eru svo almenns efnis að þá mætti nota á
næstum hvaða sunnudegi sem er, og ekkert er þar minnst á boð-
skap jólanna eins og líklegt væri ef blaðið væri þarna á réttum
stað.
Engin augljós skýring er á því að framhlið þessa blaðs hefur
verið auð. Hugsanlegt er þó að skilin hafi verið eftir eyða fyrir
6 Á 1. sunnud. eftir þrettánda, bls. 11 í hdr.
71